Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar 29. október 2024 21:17 Ég var að horfa á Kastljósið í kvöld þar sem Magnús Þór, formaður Kennarasambands Íslands, og Inga Rún, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), mættust til að ræða kjaramál kennara. Það kemur líklega engum á óvart að ég var gríðarlega ánægð með fulltrúa míns stéttarfélags í þessum þætti. Magnús var rólegur og með sitt á hreinu þar sem hann svaraði fullyrðingum frá mótaðilanum sem hjakkaði í einhverjum hjólförum sem fulltrúar sveitarfélaganna virðast bara ekki komst upp úr. Engu breytir þó fallið hafi dómur þar sem sýnt var fram á hið gangstæða eða að tölurnar sem gripnar eru á lofti sem launahækkanir séu viðmiðunartala sem nefnd var en ekki tala sem liggur fyrir í kröfugerð. Það er miklu einfaldara að fara bara ítrekað með sömu möntruna aftur og aftur og svara engu öðru. „Það er fullt af leiðum fyrir kennara til að auka virði sitt í samningum,” sagði Inga Rún. Sem sagt, þið getið fengið launahækkun ef þið vinnið meira. Þetta er svo sem í takt við annað sem heyrst hefur úr ranni SÍS í fjölmiðlum, kennarar eru alltaf í fríi (á tímum sem þeir ráða engu um, allt fer eftir skóladagatali og unnið á móti með lengri vinnuviku og samningsbundinni endurmenntun), kennarar ráða svo miklu af vinnutíma sínum (nema hvenær þeir borða og fara á klósettið, það fer eftir stundatöflu), það kom svo víst inn stytting í síðasta kjarasamningi (en hún má samt ekki kosta neitt og ekki koma niður á gæðum kennslunnar og ekki vera heilir dagar og ekki eiginlega vera neitt). Svo eru það blessuð vetrarleyfin sem voru að klárast (sem koma frá sveitarfélögunum, ekki stéttarfélagi kennara sem hafa ekkert val um að vera í leyfi á dýrustu tímum ársins), þetta er bara endalaus listi. Ekki er hins vegar minnst á lífeyrisréttindin sem voru skert með samkomulagi fyrir 8 árum og átti að bæta upp bara næstum strax með jöfnun launa! Það sem Kennarasambandið hefur lagt áherslu á frá upphafi viðræðna, er að samkomulagið sem gert var árið 2016 sé virt! Það virðist vera algjört aukaatriði að fólk vilji fá bætt réttindi sem samþykkt var að skerða. Það virðist heldur ekki hvarfla að samninganefnd sveitarfélaganna að ef kennarar væru svona ofaldir af laununum sem þeir nenna ekki að vinna fyrir þá væri líklega ekki vöntun á kennurum í skólum þessa lands heldur offramboð. Ekki þarf að fara lengra en í atvinnuauglýsingar hjá Reykjavíkurborg, stærsta sveitarfélaginu, til að sýna fram á hið gagnstæða. Það er eitthvað mikið að þegar fólki er sagt að það þurfti sjálft að finna leiðir til að auka virði sitt, velja hvaða réttindi það vill gefa eftir svo hægt sé að hugsanlega mögulega kannski íhuga einhverja launahækkun. Ég veit að Inga Rún hefur ekki orðað þetta nákvæmlega svona í þættinum en það er ekkert rosalega erfitt að lesa á milli línanna þessa dagana. Það virðist fara mikið fyrir brjóstið á þeim sem KÍ er að semja við að öll kennarastéttin standi sameinuð í baráttunni, í fyrsta sinn í sögunni. Ástæðan er einföld, við viljum öll að samkomulagið frá 2016 verði virt, það eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra. Fulltrúar sambandsins geta haldið áfram að fara með möntruna sína en ættu að vera meðvitaðir um að það eina sem slíkt gerir er að þétta raðirnar og auka samstöðuna. Við viljum að sérfræðiþekking okkar sé metin að verðleikum, ekki að við þurfum sjálf að finna leiðir til að auka virði okkar því eins og staðan er núna væri einfaldasta leiðin til þess að finna sér annað starf og það ætti enginn að þurfa að standa frammi fyrir slíkum afarkostum! Höfundur er kennslukona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Ég var að horfa á Kastljósið í kvöld þar sem Magnús Þór, formaður Kennarasambands Íslands, og Inga Rún, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), mættust til að ræða kjaramál kennara. Það kemur líklega engum á óvart að ég var gríðarlega ánægð með fulltrúa míns stéttarfélags í þessum þætti. Magnús var rólegur og með sitt á hreinu þar sem hann svaraði fullyrðingum frá mótaðilanum sem hjakkaði í einhverjum hjólförum sem fulltrúar sveitarfélaganna virðast bara ekki komst upp úr. Engu breytir þó fallið hafi dómur þar sem sýnt var fram á hið gangstæða eða að tölurnar sem gripnar eru á lofti sem launahækkanir séu viðmiðunartala sem nefnd var en ekki tala sem liggur fyrir í kröfugerð. Það er miklu einfaldara að fara bara ítrekað með sömu möntruna aftur og aftur og svara engu öðru. „Það er fullt af leiðum fyrir kennara til að auka virði sitt í samningum,” sagði Inga Rún. Sem sagt, þið getið fengið launahækkun ef þið vinnið meira. Þetta er svo sem í takt við annað sem heyrst hefur úr ranni SÍS í fjölmiðlum, kennarar eru alltaf í fríi (á tímum sem þeir ráða engu um, allt fer eftir skóladagatali og unnið á móti með lengri vinnuviku og samningsbundinni endurmenntun), kennarar ráða svo miklu af vinnutíma sínum (nema hvenær þeir borða og fara á klósettið, það fer eftir stundatöflu), það kom svo víst inn stytting í síðasta kjarasamningi (en hún má samt ekki kosta neitt og ekki koma niður á gæðum kennslunnar og ekki vera heilir dagar og ekki eiginlega vera neitt). Svo eru það blessuð vetrarleyfin sem voru að klárast (sem koma frá sveitarfélögunum, ekki stéttarfélagi kennara sem hafa ekkert val um að vera í leyfi á dýrustu tímum ársins), þetta er bara endalaus listi. Ekki er hins vegar minnst á lífeyrisréttindin sem voru skert með samkomulagi fyrir 8 árum og átti að bæta upp bara næstum strax með jöfnun launa! Það sem Kennarasambandið hefur lagt áherslu á frá upphafi viðræðna, er að samkomulagið sem gert var árið 2016 sé virt! Það virðist vera algjört aukaatriði að fólk vilji fá bætt réttindi sem samþykkt var að skerða. Það virðist heldur ekki hvarfla að samninganefnd sveitarfélaganna að ef kennarar væru svona ofaldir af laununum sem þeir nenna ekki að vinna fyrir þá væri líklega ekki vöntun á kennurum í skólum þessa lands heldur offramboð. Ekki þarf að fara lengra en í atvinnuauglýsingar hjá Reykjavíkurborg, stærsta sveitarfélaginu, til að sýna fram á hið gagnstæða. Það er eitthvað mikið að þegar fólki er sagt að það þurfti sjálft að finna leiðir til að auka virði sitt, velja hvaða réttindi það vill gefa eftir svo hægt sé að hugsanlega mögulega kannski íhuga einhverja launahækkun. Ég veit að Inga Rún hefur ekki orðað þetta nákvæmlega svona í þættinum en það er ekkert rosalega erfitt að lesa á milli línanna þessa dagana. Það virðist fara mikið fyrir brjóstið á þeim sem KÍ er að semja við að öll kennarastéttin standi sameinuð í baráttunni, í fyrsta sinn í sögunni. Ástæðan er einföld, við viljum öll að samkomulagið frá 2016 verði virt, það eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra. Fulltrúar sambandsins geta haldið áfram að fara með möntruna sína en ættu að vera meðvitaðir um að það eina sem slíkt gerir er að þétta raðirnar og auka samstöðuna. Við viljum að sérfræðiþekking okkar sé metin að verðleikum, ekki að við þurfum sjálf að finna leiðir til að auka virði okkar því eins og staðan er núna væri einfaldasta leiðin til þess að finna sér annað starf og það ætti enginn að þurfa að standa frammi fyrir slíkum afarkostum! Höfundur er kennslukona
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun