„Þann 9. ágúst létust ekki bara tveir bræður“ Lovísa Arnardóttir skrifar 30. október 2024 08:35 Þeir Jón Kjartan og Sindri Geir létust báðir 9. ágúst síðastliðinn. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir það ekki að ósekju að vímuefnasýki sé kölluð fjölskyldusjúkdómur. Öll fjölskyldan og nánustu aðstandendur finni fyrir afleiðingum neyslunnar. „Frásögn af bræðrunum Jóni Kjartani og Sindra Geir, sem faðir þeirra Ásgeir Gíslason treysti mér fyrir, vakti mikla athygli á dögunum. Að bræður í blóma lífsins látist á sama sólarhringnum í sömu íbúð úr ofskömmtun er sorglegra en orð fá lýst. En um leið er þetta grimm áminning um hræðilegar afleiðingar sjúkdómsins. Eftir sitja aðstandendur í djúpri sorg og vanmætti,“ segir Sigmar í aðsendri grein á Vísi í dag. Hann segir andlát bræðranna hafa haft víðtæk áhrif, og muni hafa það. „Þann 9. ágúst létust ekki bara tveir bræður. Faðir missti líka drengina sína tvo. Þrjár systur syrgja núna bræður sína. Tvö ung börn Sindra, þriggja ára sonur og dóttir sem er tæpra tveggja ára, fá aldrei að kynnast föður sínum,“ segir Sigmar. Þrátt fyrir tilraunir Sindra til að verða edrú hafi sjúkdómurinn náð yfirhöndinni. Hann ítrekar að fjölskylda drengjanna kennir engum um. Þau vilji samt sjá samfélagið taka betur á þessum vanda. „Að raunverulegar úrbætur forði öðrum frá svona mikilli sorg. Ábyrgðin liggur hjá stjórnmálamönnum og fjárveitingarvaldinu, ekki fagfólkinu og meðferðarstöðvunum. Allt fagfólkið okkar sem vinnur í þessum málaflokki gerir það ekki bara fyrir launin heldur líka af hugsjón. Þeim finnst sárt að löng bið sé eina svarið. Biðlistar og forgangsröðun kemur til af illri nauðsyn í fjársveltu kerfi,“ segir Sigmar. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar Vísir/Vilhelm Hann segir að erfið staða aðstandenda gleymist of í þessari umræðu. Bæði á meðan fólk er veikt og eftir það deyr. Hann segist til dæmis hafa nýverið rætt við föður ungs manns sem fór erlendis í meðferð. Það hafi kostað mikinn pening en fjölskyldan hafi náð að borga það. Þau fái ekkert endurgreitt frá Sjúkratryggingum þrátt fyrir að hér á landi séu svo langir biðlistar að fólk komist ekki að mánuðum saman. „Faðirinn sér ekki eftir peningunum enda gengur syni hans vel. En honum finnst sérstakt að fólk sem í flýti kemur ástvini í skjól erlendis, af því hér eru langir biðlistar, fái þessi svör. Sú sjálfsagða sjálfsbjargarviðleitni leiðir síðan til þess að kerfið hér fer í lás. Computer says no,“ segir Sigmar. Þetta sé dæmi um álagið sem aðstandendur standi frammi fyrir. Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Segir kerfið augljóslega mölbrotið Kona á fertugsaldri sem varð úti í óveðri í desember 2022 hét Helena Ósk Gunnarsdóttir. Stjúpbræður hennar létust með tólf klukkustunda millibili úr ofskömmtun í ágúst síðastliðnum. 26. október 2024 17:14 Mest lesið Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent Bein útsending: Framboðslistum skilað í Hörpu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Innlent Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ Innlent Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Innlent Trump lék ruslakarl í Wisconsin Erlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent „Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Innlent Fleiri fréttir Fá greitt 150 þúsund krónum minna en læknar í sömu stöðu Matráður segir upp á Mánagarði Listum skilað í Hörpu og lokadagur Norðurlandaráðsþings Ekki nauðvörn og fimm ára dómur fyrir manndrápstilraun stendur Eitt barn útskrifað af gjörgæslu Ábyrg framtíð býður bara fram í Reykjavík norður Bein útsending: Framboðslistum skilað í Hörpu Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Lilja Rafney skipar annað sætið á lista Flokks fólksins Þau eru í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Frestur til að skila framboðslistum rennur út í dag Ógnuðu afgreiðslumanni með hníf Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ „Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ Ár frá andláti Ibrahims: „Hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring“ „Flokkarnir urðu skíthræddir“ Flestir treysta Miðflokknum best fyrir málefnum hælisleitenda Fá ekki nauðsynlega þjónustu vegna verkfalls: „Það verður mikið rof á hans þroskaferli“ Húsnæði verði „fyrst og fremst heimili en ekki fjárfestingarvara“ Þjónusturof hjá fötluðum börnum og hamfaraflóð á Spáni Kjörstjórn borist 26 listar Fær ekki krónu eftir slys í Húsdýragarðinum Sammála um að of langt hafi verið gengið á Covid-tímum Tók til baka það sem hún sagði um grunaðan höfuðpaur Leita allra leiða til að lengja í séreignarsparnaði inn á lánin Skora á Höllu að stoppa Bjarna Sjá meira
„Frásögn af bræðrunum Jóni Kjartani og Sindra Geir, sem faðir þeirra Ásgeir Gíslason treysti mér fyrir, vakti mikla athygli á dögunum. Að bræður í blóma lífsins látist á sama sólarhringnum í sömu íbúð úr ofskömmtun er sorglegra en orð fá lýst. En um leið er þetta grimm áminning um hræðilegar afleiðingar sjúkdómsins. Eftir sitja aðstandendur í djúpri sorg og vanmætti,“ segir Sigmar í aðsendri grein á Vísi í dag. Hann segir andlát bræðranna hafa haft víðtæk áhrif, og muni hafa það. „Þann 9. ágúst létust ekki bara tveir bræður. Faðir missti líka drengina sína tvo. Þrjár systur syrgja núna bræður sína. Tvö ung börn Sindra, þriggja ára sonur og dóttir sem er tæpra tveggja ára, fá aldrei að kynnast föður sínum,“ segir Sigmar. Þrátt fyrir tilraunir Sindra til að verða edrú hafi sjúkdómurinn náð yfirhöndinni. Hann ítrekar að fjölskylda drengjanna kennir engum um. Þau vilji samt sjá samfélagið taka betur á þessum vanda. „Að raunverulegar úrbætur forði öðrum frá svona mikilli sorg. Ábyrgðin liggur hjá stjórnmálamönnum og fjárveitingarvaldinu, ekki fagfólkinu og meðferðarstöðvunum. Allt fagfólkið okkar sem vinnur í þessum málaflokki gerir það ekki bara fyrir launin heldur líka af hugsjón. Þeim finnst sárt að löng bið sé eina svarið. Biðlistar og forgangsröðun kemur til af illri nauðsyn í fjársveltu kerfi,“ segir Sigmar. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar Vísir/Vilhelm Hann segir að erfið staða aðstandenda gleymist of í þessari umræðu. Bæði á meðan fólk er veikt og eftir það deyr. Hann segist til dæmis hafa nýverið rætt við föður ungs manns sem fór erlendis í meðferð. Það hafi kostað mikinn pening en fjölskyldan hafi náð að borga það. Þau fái ekkert endurgreitt frá Sjúkratryggingum þrátt fyrir að hér á landi séu svo langir biðlistar að fólk komist ekki að mánuðum saman. „Faðirinn sér ekki eftir peningunum enda gengur syni hans vel. En honum finnst sérstakt að fólk sem í flýti kemur ástvini í skjól erlendis, af því hér eru langir biðlistar, fái þessi svör. Sú sjálfsagða sjálfsbjargarviðleitni leiðir síðan til þess að kerfið hér fer í lás. Computer says no,“ segir Sigmar. Þetta sé dæmi um álagið sem aðstandendur standi frammi fyrir.
Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Segir kerfið augljóslega mölbrotið Kona á fertugsaldri sem varð úti í óveðri í desember 2022 hét Helena Ósk Gunnarsdóttir. Stjúpbræður hennar létust með tólf klukkustunda millibili úr ofskömmtun í ágúst síðastliðnum. 26. október 2024 17:14 Mest lesið Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent Bein útsending: Framboðslistum skilað í Hörpu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Innlent Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ Innlent Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Innlent Trump lék ruslakarl í Wisconsin Erlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent „Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Innlent Fleiri fréttir Fá greitt 150 þúsund krónum minna en læknar í sömu stöðu Matráður segir upp á Mánagarði Listum skilað í Hörpu og lokadagur Norðurlandaráðsþings Ekki nauðvörn og fimm ára dómur fyrir manndrápstilraun stendur Eitt barn útskrifað af gjörgæslu Ábyrg framtíð býður bara fram í Reykjavík norður Bein útsending: Framboðslistum skilað í Hörpu Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Lilja Rafney skipar annað sætið á lista Flokks fólksins Þau eru í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Frestur til að skila framboðslistum rennur út í dag Ógnuðu afgreiðslumanni með hníf Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ „Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ Ár frá andláti Ibrahims: „Hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring“ „Flokkarnir urðu skíthræddir“ Flestir treysta Miðflokknum best fyrir málefnum hælisleitenda Fá ekki nauðsynlega þjónustu vegna verkfalls: „Það verður mikið rof á hans þroskaferli“ Húsnæði verði „fyrst og fremst heimili en ekki fjárfestingarvara“ Þjónusturof hjá fötluðum börnum og hamfaraflóð á Spáni Kjörstjórn borist 26 listar Fær ekki krónu eftir slys í Húsdýragarðinum Sammála um að of langt hafi verið gengið á Covid-tímum Tók til baka það sem hún sagði um grunaðan höfuðpaur Leita allra leiða til að lengja í séreignarsparnaði inn á lánin Skora á Höllu að stoppa Bjarna Sjá meira
Segir kerfið augljóslega mölbrotið Kona á fertugsaldri sem varð úti í óveðri í desember 2022 hét Helena Ósk Gunnarsdóttir. Stjúpbræður hennar létust með tólf klukkustunda millibili úr ofskömmtun í ágúst síðastliðnum. 26. október 2024 17:14