Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar 30. október 2024 11:17 Heita vatnið er ein af okkar dýrmætustu auðlindum og fylgja því mikil lífsgæði. Við erum svo heppin að hafa gnægð af því á hagstæðu verði, en því miður förum við oft kærulauslega með það. Nú þegar styttist í veturinn er tilvalið að staldra við og íhuga hvernig við getum minnkað notkunina til að tryggja að allir hafi nægt heitt vatn án þess að skerða lífsgæði okkar. Hvernig nýtum við heita vatnið best til upphitunar? Stærsti hluti heita vatnsins sem almenningur notar fer í upphitun húsnæðis. Ólíkt rafmagni, þar sem hægt er að ná 100% nýtingu í rafhitun, er nýting heita vatnsins til upphitunar háð því hvernig við notum það. Hvernig hitum við hús með heitu vatni? Heitu vatni er dælt upp úr borholum víða um landið, oft við hitastig yfir 70°C. Vatninu er síðan dælt inn í heimili okkar og tengt við ofna, sturtur og krana. Þegar 70°C er of heitt fyrir beina notkun, fer vatnið í gegnum blöndunartæki sem lækka hitastigið með köldu vatni. Ofnar nota hins vegar heita vatnið beint. Vatnið streymir um ofnana, hitar þá upp, og hitinn þeirra geislar út í herbergið. Við þetta kólnar vatnið og fer kaldara út úr ofnunum en það kom inn. Munurinn á hitastigi vatnsins sem fer inn í ofninn og vatnsins sem kemur út úr honum er mælikvarði á það hversu vel ofninn nýtir heita vatnið til að hita upp rýmið. Hvernig aukum við nýtinguna? Það er freistandi að skrúfa ofninn í botn þegar okkur er kalt. En ef frárenslið úr ofninum er mjög heitt, erum við ekki að nýta vatnið sem skyldi. Til dæmis, ef innrennslið er 70°C og frárenslið 60°C, þá erum við aðeins að nýta 10°C af varmaorku. Ef frárenslið er 40°C, erum við að nýta 30°C af varmaorku, sem er þrefalt meiri nýting. Hér eru nokkur ráð til að auka nýtinguna: Stilltu ofninn skynsamlega: Forðastu að setja ofninn á fullt nema brýna nauðsyn beri til. Betra er að hækka hann smám saman og fylgjast með hvernig hitastigið í herberginu breytist. Gott er að hafa hitamæli í stærri rýmum, staðsettan við augnhæð, til að fylgjast með hitastiginu og grípa fyrr inn ef það lækkar. Veldu rétta stærð af ofni: Stórir ofnar eru oft skilvirkari en litlir. Ef þú þarft sífellt að hafa ofninn á fullu, gæti verið tímabært að íhuga að skipta honum út fyrir stærri eða skilvirkari ofn. Yfirborðsflatarmálið skiptir mestu máli, þar sem það eykur varmaflutninginn til rýmisins. Betri tækni: Fjárfesting í nýrri tækni getur bætt nýtinguna til muna. Þetta gæti verið varmadælur, sem nýta orku úr umhverfinu til upphitunar, eða orkusparandi stjórnbúnaður sem stillir hitann sjálfkrafa eftir þörf. Snjallir ofnastillar geta fylgst með hitastigi herbergisins og lækkað hitann þegar enginn er heima. Lokaðu gluggunum: Einfaldasta ráðið er að skilja ekki glugga eftir opna. Það gagnast lítið að reyna að auka nýtingu ofnanna ef hitinn sleppur út um opna glugga. Ef þú ert að glíma við raka, íhugaðu þá að nota rakaþétti til að halda rakastiginu í skefjum án þess að tapa hita. Með því að fara varlega með heita vatnið okkar og auka nýtingu þess getum við tryggt að allir njóti nægs hita í vetur. Við getum þannig verndað okkar sameiginlegu auðlindir án þess að fórna lífsgæðum.Höfundur er verkfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vatn Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Heita vatnið er ein af okkar dýrmætustu auðlindum og fylgja því mikil lífsgæði. Við erum svo heppin að hafa gnægð af því á hagstæðu verði, en því miður förum við oft kærulauslega með það. Nú þegar styttist í veturinn er tilvalið að staldra við og íhuga hvernig við getum minnkað notkunina til að tryggja að allir hafi nægt heitt vatn án þess að skerða lífsgæði okkar. Hvernig nýtum við heita vatnið best til upphitunar? Stærsti hluti heita vatnsins sem almenningur notar fer í upphitun húsnæðis. Ólíkt rafmagni, þar sem hægt er að ná 100% nýtingu í rafhitun, er nýting heita vatnsins til upphitunar háð því hvernig við notum það. Hvernig hitum við hús með heitu vatni? Heitu vatni er dælt upp úr borholum víða um landið, oft við hitastig yfir 70°C. Vatninu er síðan dælt inn í heimili okkar og tengt við ofna, sturtur og krana. Þegar 70°C er of heitt fyrir beina notkun, fer vatnið í gegnum blöndunartæki sem lækka hitastigið með köldu vatni. Ofnar nota hins vegar heita vatnið beint. Vatnið streymir um ofnana, hitar þá upp, og hitinn þeirra geislar út í herbergið. Við þetta kólnar vatnið og fer kaldara út úr ofnunum en það kom inn. Munurinn á hitastigi vatnsins sem fer inn í ofninn og vatnsins sem kemur út úr honum er mælikvarði á það hversu vel ofninn nýtir heita vatnið til að hita upp rýmið. Hvernig aukum við nýtinguna? Það er freistandi að skrúfa ofninn í botn þegar okkur er kalt. En ef frárenslið úr ofninum er mjög heitt, erum við ekki að nýta vatnið sem skyldi. Til dæmis, ef innrennslið er 70°C og frárenslið 60°C, þá erum við aðeins að nýta 10°C af varmaorku. Ef frárenslið er 40°C, erum við að nýta 30°C af varmaorku, sem er þrefalt meiri nýting. Hér eru nokkur ráð til að auka nýtinguna: Stilltu ofninn skynsamlega: Forðastu að setja ofninn á fullt nema brýna nauðsyn beri til. Betra er að hækka hann smám saman og fylgjast með hvernig hitastigið í herberginu breytist. Gott er að hafa hitamæli í stærri rýmum, staðsettan við augnhæð, til að fylgjast með hitastiginu og grípa fyrr inn ef það lækkar. Veldu rétta stærð af ofni: Stórir ofnar eru oft skilvirkari en litlir. Ef þú þarft sífellt að hafa ofninn á fullu, gæti verið tímabært að íhuga að skipta honum út fyrir stærri eða skilvirkari ofn. Yfirborðsflatarmálið skiptir mestu máli, þar sem það eykur varmaflutninginn til rýmisins. Betri tækni: Fjárfesting í nýrri tækni getur bætt nýtinguna til muna. Þetta gæti verið varmadælur, sem nýta orku úr umhverfinu til upphitunar, eða orkusparandi stjórnbúnaður sem stillir hitann sjálfkrafa eftir þörf. Snjallir ofnastillar geta fylgst með hitastigi herbergisins og lækkað hitann þegar enginn er heima. Lokaðu gluggunum: Einfaldasta ráðið er að skilja ekki glugga eftir opna. Það gagnast lítið að reyna að auka nýtingu ofnanna ef hitinn sleppur út um opna glugga. Ef þú ert að glíma við raka, íhugaðu þá að nota rakaþétti til að halda rakastiginu í skefjum án þess að tapa hita. Með því að fara varlega með heita vatnið okkar og auka nýtingu þess getum við tryggt að allir njóti nægs hita í vetur. Við getum þannig verndað okkar sameiginlegu auðlindir án þess að fórna lífsgæðum.Höfundur er verkfræðingur
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar