Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar 30. október 2024 12:15 Árið 2016 skrifaði KÍ undir samkomulag í bandalagi við BHM og BSRB um breytingar á lífeyrisréttindum, þannig að hægt væri að samræma réttindi á opinberum markaði við þau sem eru á almennum markaði. Lífeyrisréttindi á opinberum vinnumarkaði voru vissulega mun betri en þau sem eru á almennum markaði. Því var um mikla kjaraskerðingu að ræða fyrir félagsfólk Kennarasamband Íslands. „Það er sameiginleg stefna fulltrúa opinberra launagreiðenda og bandalaga opinberra starfsmanna að laun og önnur kjör hjá hinu opinbera séu samkeppnishæf. Vinna þarf sérstaklega að því að jafna laun einstakra hópa milli almenns og opinbers vinnumarkaðar og munu aðilar beita sér fyrir því að sérstaklega verði unnið að slíkri launajöfnun.“ Gefin var frestur fram í apríl 2018 til að hefja vinnuna og 6 til 10 ár til að markmið um jöfnun launa væri komin inn í kjarasamninga. Síðan eru liðin rúm 8 ár. Ekkert bólar á jöfnun launa og hafa sveitarfélög sýnt því lítinn áhuga að ræða það af alvöru. Lengi í kjaraviðræðum var það afstaða ríkis og sveitarfélag að laun kennara gætu ekki verið hærri sökum þess að lífeyrisskuldbindingar opinberra aðila voru svo miklar. Inga Rún Ólafsdóttir sviðstjóri kjararáðs Sambands íslenskra sveitarfélaga sagðist í Kastljósi í gær gjarnan vilja jafna þessi kjör, enda séu það sameiginleg markmið með KÍ. Hún vísar ítrekað í lífskjarasamninga. Félög kennarar hafa undanfarin ár einmitt samið um lífskjarasamninga. En í hvert skipti minnt á jöfnun launa. Við undirritun síðustu samninga var samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga gert fullljóst að jöfnun launa biði ekki mikið lengur. Inga Rún hélt einnig áfram að halda því fram að ekki hafi komið kröfugerð frá KÍ. Inga Rún er vel gefin kona og það skilur enginn kennari hvernig hún skilur ekki að jöfnun launa er krafan. Útfærslan er það sem þarf að ræða. Félagsdómur er einnig búin að benda á það að jöfnun launa er krafan. Hún deilir síðan skoðun borgarstjóra um það að mögulega væri nú hægt að greiða hærri laun ef fólk vinnur meira. En um það snýst málið ekki. Málið snýst um kjaraskerðingu með fyrirheit um kjarabætur sem hefur ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir KÍ, verið staðið við. Ég stend með kennurum í verkfalli og kjarabaráttu og hvet þig kæri lesandi til að gera það líka. Ég minni einnig á að kjararáð SNS starfar í umboði sveitarfélaganna og hver kjörin fulltrúi ber ábyrgð á þeirri stöðu sem er uppi núna. Höfundur er kennari og aðstoðarskólastjóri í 3. sæti lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Árið 2016 skrifaði KÍ undir samkomulag í bandalagi við BHM og BSRB um breytingar á lífeyrisréttindum, þannig að hægt væri að samræma réttindi á opinberum markaði við þau sem eru á almennum markaði. Lífeyrisréttindi á opinberum vinnumarkaði voru vissulega mun betri en þau sem eru á almennum markaði. Því var um mikla kjaraskerðingu að ræða fyrir félagsfólk Kennarasamband Íslands. „Það er sameiginleg stefna fulltrúa opinberra launagreiðenda og bandalaga opinberra starfsmanna að laun og önnur kjör hjá hinu opinbera séu samkeppnishæf. Vinna þarf sérstaklega að því að jafna laun einstakra hópa milli almenns og opinbers vinnumarkaðar og munu aðilar beita sér fyrir því að sérstaklega verði unnið að slíkri launajöfnun.“ Gefin var frestur fram í apríl 2018 til að hefja vinnuna og 6 til 10 ár til að markmið um jöfnun launa væri komin inn í kjarasamninga. Síðan eru liðin rúm 8 ár. Ekkert bólar á jöfnun launa og hafa sveitarfélög sýnt því lítinn áhuga að ræða það af alvöru. Lengi í kjaraviðræðum var það afstaða ríkis og sveitarfélag að laun kennara gætu ekki verið hærri sökum þess að lífeyrisskuldbindingar opinberra aðila voru svo miklar. Inga Rún Ólafsdóttir sviðstjóri kjararáðs Sambands íslenskra sveitarfélaga sagðist í Kastljósi í gær gjarnan vilja jafna þessi kjör, enda séu það sameiginleg markmið með KÍ. Hún vísar ítrekað í lífskjarasamninga. Félög kennarar hafa undanfarin ár einmitt samið um lífskjarasamninga. En í hvert skipti minnt á jöfnun launa. Við undirritun síðustu samninga var samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga gert fullljóst að jöfnun launa biði ekki mikið lengur. Inga Rún hélt einnig áfram að halda því fram að ekki hafi komið kröfugerð frá KÍ. Inga Rún er vel gefin kona og það skilur enginn kennari hvernig hún skilur ekki að jöfnun launa er krafan. Útfærslan er það sem þarf að ræða. Félagsdómur er einnig búin að benda á það að jöfnun launa er krafan. Hún deilir síðan skoðun borgarstjóra um það að mögulega væri nú hægt að greiða hærri laun ef fólk vinnur meira. En um það snýst málið ekki. Málið snýst um kjaraskerðingu með fyrirheit um kjarabætur sem hefur ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir KÍ, verið staðið við. Ég stend með kennurum í verkfalli og kjarabaráttu og hvet þig kæri lesandi til að gera það líka. Ég minni einnig á að kjararáð SNS starfar í umboði sveitarfélaganna og hver kjörin fulltrúi ber ábyrgð á þeirri stöðu sem er uppi núna. Höfundur er kennari og aðstoðarskólastjóri í 3. sæti lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjördæmi.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun