Skora á Höllu að stoppa Bjarna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2024 12:29 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á fundi forseta Íslands á dögunum í aðdraganda þingrofs. Vísir/Vilhelm Sex náttúru- og dýraverndarsamtök skora á forseta Íslands að stöðva áform Bjarna Benediktssonar að gefa út hvalveiðileyfi á lokadögum tímabundinnar starfsstjórnar. Þetta kemur fram í áskorun sem Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, sendir til fjölmiðla. Ekki kemur fram í áskoruninni hvernig samtökin ætlast til þess að Halla forseti grípi inn í. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og matvælaráðherra upplýsti í síðustu viku um að hvalveiðafyrirtækið Hvalur hf. sem er að hluta í eigu Kristjáns Loftssonar hefði skilað inn umsókn um hvalveiði. Umsóknin yrði tekin til umfjöllunar í matvælaráðuneytinu. Formaður VG sagði vendingar í matvælaráðuneytinu og mögulegt leyfi til hvalveiða draga fram hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgangist völd þegar viðnámið sé lítið. Það hljómi sem brandari að líkja útgáfu hvalveiðileyfis við útgáfu ökuskírteinis, líkt og Jón Gunnarsson hafi gert. „Hann [Jón Gunnarsson] talar um að það að gefa út leyfi til þess að veiða hval sé eins og að gefa út ökuskírteini og manni finnst það vera eins og eitthvað grín. En ég held að samfélagið allt hafi áhyggjur af dýravelferðarsjónarmiðum og öðrum sjónarmiðum sem lúta að þessari atvinnugrein,“ sagði Svandís, formaður VG og fyrrverandi matvælaráðherra, sem stöðvaði hvalveiðar í fyrra með umdeildum hætti. Að neðan má sjá áskorun Hvalavina til forseta Íslands. Kæra frú forseti Halla Tómasdóttir, Við biðlum til þín að stíga inn í og reyna að beita þínu áhrifavaldi til stöðva þau áform forsætisráðherra að ætla að gefa út hvalveiðileyfi á lokadögum tímabundinnar starfsstjórnar. Við teljum þetta vera misbeitingu valds og langt út fyrir það verkefni sem þú samþykktir og gafst út, 15. október síðastliðinn, að starfsstjórn ætti einungis að gegna þeim störfum sem NAUÐSYNLEG eru við stjórn landsins. Kannanir sýna að meirihluti landsmanna er á móti hvalveiðum. Þetta snýst því ekki einungis um viðkvæma hvalastofna og vernd þeirra heldur einnig um lýðræði og vilja Íslendinga. Undirrituð samtök skora á forseta Íslands að ítreka fyrri yfirlýsingu um að verkefni starfsstjórnar sé að gegna nauðsynlegum störfum eins og að afgreiða fjárlög. Ekki að taka umdeildar stefnumótandi ákvarðanir um dráp á langreyðum í þágu eins fyrirtækis. Stattu vörð um hvalina og þjóðina. Með fyrirfram þökk, Hvalavinir Landvernd Náttúruverndarsamtök Íslands Samtök grænkera á Íslandi Samtök um dýravelferð á Íslandi Ungir umhverfissinnar Hvalveiðar Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ Innlent Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Trump lék ruslakarl í Wisconsin Erlent „Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Innlent Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ Innlent Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Erlent Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framboðslistum skilað í Hörpu Væri valdníðsla af starfsstjórn að gefa út nýtt hvalveiðileyfi Lilja Rafney skipar annað sætið á lista Flokks fólksins Þau eru í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Frestur til að skila framboðslistum rennur út í dag Ógnuðu afgreiðslumanni með hníf Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ „Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ Ár frá andláti Ibrahims: „Hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring“ „Flokkarnir urðu skíthræddir“ Flestir treysta Miðflokknum best fyrir málefnum hælisleitenda Fá ekki nauðsynlega þjónustu vegna verkfalls: „Það verður mikið rof á hans þroskaferli“ Húsnæði verði „fyrst og fremst heimili en ekki fjárfestingarvara“ Þjónusturof hjá fötluðum börnum og hamfaraflóð á Spáni Kjörstjórn borist 26 listar Fær ekki krónu eftir slys í Húsdýragarðinum Sammála um að of langt hafi verið gengið á Covid-tímum Tók til baka það sem hún sagði um grunaðan höfuðpaur Leita allra leiða til að lengja í séreignarsparnaði inn á lánin Skora á Höllu að stoppa Bjarna Segist ekki transfóbískur en þó sammála J.K. Rowling Færri börn undir eftirliti vegna E.coli en enn fimm á gjörgæslu Kosningapallborðið: Formenn flokka sem bítast um fylgi frá hægri Verðbólgan hjaðnar og hamfaraflóð á Spáni Skert athygli þegar ekið var inn á öfugan vegarhelming Þau skipa lista Sósíalista í Suðurkjördæmi Sjá meira
Þetta kemur fram í áskorun sem Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, sendir til fjölmiðla. Ekki kemur fram í áskoruninni hvernig samtökin ætlast til þess að Halla forseti grípi inn í. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og matvælaráðherra upplýsti í síðustu viku um að hvalveiðafyrirtækið Hvalur hf. sem er að hluta í eigu Kristjáns Loftssonar hefði skilað inn umsókn um hvalveiði. Umsóknin yrði tekin til umfjöllunar í matvælaráðuneytinu. Formaður VG sagði vendingar í matvælaráðuneytinu og mögulegt leyfi til hvalveiða draga fram hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgangist völd þegar viðnámið sé lítið. Það hljómi sem brandari að líkja útgáfu hvalveiðileyfis við útgáfu ökuskírteinis, líkt og Jón Gunnarsson hafi gert. „Hann [Jón Gunnarsson] talar um að það að gefa út leyfi til þess að veiða hval sé eins og að gefa út ökuskírteini og manni finnst það vera eins og eitthvað grín. En ég held að samfélagið allt hafi áhyggjur af dýravelferðarsjónarmiðum og öðrum sjónarmiðum sem lúta að þessari atvinnugrein,“ sagði Svandís, formaður VG og fyrrverandi matvælaráðherra, sem stöðvaði hvalveiðar í fyrra með umdeildum hætti. Að neðan má sjá áskorun Hvalavina til forseta Íslands. Kæra frú forseti Halla Tómasdóttir, Við biðlum til þín að stíga inn í og reyna að beita þínu áhrifavaldi til stöðva þau áform forsætisráðherra að ætla að gefa út hvalveiðileyfi á lokadögum tímabundinnar starfsstjórnar. Við teljum þetta vera misbeitingu valds og langt út fyrir það verkefni sem þú samþykktir og gafst út, 15. október síðastliðinn, að starfsstjórn ætti einungis að gegna þeim störfum sem NAUÐSYNLEG eru við stjórn landsins. Kannanir sýna að meirihluti landsmanna er á móti hvalveiðum. Þetta snýst því ekki einungis um viðkvæma hvalastofna og vernd þeirra heldur einnig um lýðræði og vilja Íslendinga. Undirrituð samtök skora á forseta Íslands að ítreka fyrri yfirlýsingu um að verkefni starfsstjórnar sé að gegna nauðsynlegum störfum eins og að afgreiða fjárlög. Ekki að taka umdeildar stefnumótandi ákvarðanir um dráp á langreyðum í þágu eins fyrirtækis. Stattu vörð um hvalina og þjóðina. Með fyrirfram þökk, Hvalavinir Landvernd Náttúruverndarsamtök Íslands Samtök grænkera á Íslandi Samtök um dýravelferð á Íslandi Ungir umhverfissinnar
Hvalveiðar Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ Innlent Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Trump lék ruslakarl í Wisconsin Erlent „Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Innlent Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ Innlent Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Erlent Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framboðslistum skilað í Hörpu Væri valdníðsla af starfsstjórn að gefa út nýtt hvalveiðileyfi Lilja Rafney skipar annað sætið á lista Flokks fólksins Þau eru í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Frestur til að skila framboðslistum rennur út í dag Ógnuðu afgreiðslumanni með hníf Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ „Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ Ár frá andláti Ibrahims: „Hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring“ „Flokkarnir urðu skíthræddir“ Flestir treysta Miðflokknum best fyrir málefnum hælisleitenda Fá ekki nauðsynlega þjónustu vegna verkfalls: „Það verður mikið rof á hans þroskaferli“ Húsnæði verði „fyrst og fremst heimili en ekki fjárfestingarvara“ Þjónusturof hjá fötluðum börnum og hamfaraflóð á Spáni Kjörstjórn borist 26 listar Fær ekki krónu eftir slys í Húsdýragarðinum Sammála um að of langt hafi verið gengið á Covid-tímum Tók til baka það sem hún sagði um grunaðan höfuðpaur Leita allra leiða til að lengja í séreignarsparnaði inn á lánin Skora á Höllu að stoppa Bjarna Segist ekki transfóbískur en þó sammála J.K. Rowling Færri börn undir eftirliti vegna E.coli en enn fimm á gjörgæslu Kosningapallborðið: Formenn flokka sem bítast um fylgi frá hægri Verðbólgan hjaðnar og hamfaraflóð á Spáni Skert athygli þegar ekið var inn á öfugan vegarhelming Þau skipa lista Sósíalista í Suðurkjördæmi Sjá meira