Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar 31. október 2024 06:03 Kristrún Frostadóttir hefur í sinni valdatíð umturnað stefnumálum Samfylkingarinnar, sem þar með verður Nýja Samfylkingin, eða, eins nánast mætti segja, Framsókn Nr. 2, B2. Eru þessar miklu breytingar, þar sem ESB, Evru, hvalavernd og svo mildi í mannúðarmálum, gagnvart flóttafólki, er varpað fyrir róða, og lítið gert með umhverfismál, græn mál, dýra-, náttúru- og umhverfisvernd - sem allir sannir jafnaðarmannaflokkar styðja heilshugar - uppstokkun auðlindamála og nýja stjórnarskrá, en gulli og grænum skógum lofað í heilbriðgðismálum, húsnæðismálum og samgöngumálum, stórfellt undrunar- og áhyggjuefni. Líka furðulegt, hvernig fjórðungur kjósenda hefur gleypt þessar breytingar. Allir hinir flokkarnir, ekki sízt Framsókn, voru með þessa málaflokka fyrir. Það alvaralega varðandi Kristrúnu og hennar loforð hér, er þó þetta: Heilbrigðis-, húsnæðis- og samgöngumál eru allt málaflokkar mikilla útgjalda - Kristrún, gerir enga fullnægjandi grein fyrir, hvaðan féð á að koma. Segja má, að sú stefna, sem Kristrún hefur innleitt í Samfylkinguna, beri mikinn keim af stefnu Framnsóknar, og er af og frá, að Kristrún geti eignað sér þá stefnu, eða, að sérstök ástæða sé til að styja hana, eða Nýju Samfylkinguna, greiða henni atkvæði, út á hana. Krtistrún er sízt trúverðugri í þessum málum, en hinir flokkarnir, sem allir styðja þessi sömu mál, og þá sérstaklega ekki eftir að hún kom til dyranna, eins og hún er klædd, í máli félaga síns, Dags B., reyndar óviljandi, en eftir það er staða Kristrúnar, með tilliti til heilinda og trúverðugleika, hjá undirrituðum ekki upp á marga fiska. Það hefði verið miklu einfaldara fyrir Kristrúnu, að ganga beint í Framsókn, heldur en að umturna Samfylkingunni og ryðja þar út nánast öllu bezta fólkinu. Fer þetta allt fram hjá kjósendum? Kristrún er, sem sagt, á fullu í því, að skipta kökunni, lofa upp í ermina á sér, án þess að gera mikið með það, hvernig tryggja má stærsta mögulega og bezta mögulega köku. Stærð kökunnar auðvitað mál nr. 1 Til að skapa velferð, þarf fyrst að skapa þannig ramma um efnahagsmálin, að atvinnulífið megi vaxa og dafna. Aukin verðamætasköpun, eða útgjaldalækkun, sem ekki bitnar á velferð, t.a.m. vaxtalækkun, er forsenda aukinnar velsældar. Eftir því, sem þetta er betur gert, verður kakan, sem til skiptanna kemur, stærri. Meira í hvers hlut, hærra framlag til hvers þáttar velferðarsamfélagsins. Þetta er auðvitað mál nr. 1. Með þetta gerir Kristrún þó ekkert. Þýðingarmestu efnahagsmál okkar tíma - Evrópumálin, fyrst framhald samninga við ESB um mögulega aðild. Fyrir öðrum flokkum, sem telja sig jafnaðarmannaflokk, er Evrópusamstarfið grunnpunktur. Hér talar Kristrún um, að það vilji hún ekki, því það muni kljúfa þjóðina. Vitaskuld stenzt það ekki. Við erum bara að tala um það eitt, að ljúka samningaviðræðum við ESB og sjá, hvað út úr þeim kemur. Hvernig gætu slíkar þreifingar og samningaumleitanir klofið þjóðina? Klufu forsetakosningarnar þjóðina? Mismunandi skoðanir og stefnur, og stuðningur við þær, eru auðvitað líka bara lýðræðið í hnotskurn. - Upptaka Evru, sem þá fyrst kæmi þó til greina, ef/þegar góðir samningar hafa náðst við ESB og meirihluti væri fyrir aðild. Evran myndi færa stöðugleika inn í íslenzkt efnahagslíf, stórlækka vexti og tilkostnað, ekki bara fyrir ríkið, heldur líka fyrir fyrirtæki og allan almenning, og, það, sem afar mikilvægt væri, afgerandi, laða að erlenda fjárfestingu og fyrirtæki; stórskerpa á samkeppni banka og verzlunar- og þjónustufyrirtækja – hvernig litist mönnum á, að fá hér inn t.a.m. Aldi og Lidl – en það myndi færa niður verðlag og auka kaupmátt, án launahækkana. Ef kæmu hér inn öflug erlend verzlunarfyrirtæki, og bankar, en það getur aðeins gerzt, þegar hér verður komin Evra, gæti það lækkað vöruverð, bankakostnað og vexti um helming! -Auðlindamálin, aukin hlutdeild þjóðarinnar í þeim mikla arði, sem verður til í sjávarútvegi, t.a.m. með umtalsverðu auðlindagjaldi á hagnað í sjávarútvegi, að greiddum sköttum, eins og Norðmenn beita á laxeldisfyrirtæki, fyrir afnot af hafi og strönd; sameign þjóðarinnar. Með þessi stórmál gerir Kristrún lítið eða ekkert. Hvernig meta helztu efnahagssérfræðingar okkar stöðu? IMD í Sviss, er talinn einn hæfasti háskóli heims á sviði efnahagsmála. Hann hefur um langt árabil framkvæmt úttekt á samkeppnishæfni 63 þjóða. Skilgreinir háskólinn samkeppnishæfi með tilliti til fjögurra þátta: Efnahagsleg frammistaða Skilvirkni hins opinbera Skilvirkni atvinnulífsins Staða samfélagslegra innviða. Fyrir 2022 er Danmörk í heildina tekið nr. 1, Sviss nr. 2, Singapúr nr. 3, Svíþjóð nr. 4 og svo koma Finnland og Noregur í 8. og 9. sæti. Ísland í 16. sæti. Það, sem dregur Ísland stórlega niður, er „efnahagsleg frammistaða“. Fyrsti og þýðingarmesti þátturinn, því efnahagslegar framfarir eru forsenda aukinnar velferðar. Þar er Ísland aftast á merinn, í 56. sæti. Ræður þar mestu um, að erlend fjárfesting og alþjóðaviðskipti eru hér í lágmarki. Hlutfall erlendra fjárfesta í kauphöllinni er t.a.m. aðeins 5%. Á hverju strandar svo erlend fjárfesting? Svarið er einfalt: Fyrst og fremst á íslenzku krónunni. Allir þekkja sögu gengissviptinga, gengisfellinga og gjaldeyrishafta krónunnar. Það er synd, að Kristrún, velmenntaður hagfræðingur og banka- og efnahags sérfræðingur, sem vill verða leiðandi stjórnmálamaður hér, skuli ekki sjá og skilja, að ESB og Evran gætu tryggt okkur meiri aukningu velferðar, en allar aðrar leiðir. Eins og stefnumál flokka hér hafa þróast, er aðeins einn flokkur, sem vill berjast fyrir fullri ESB-aðild og upptöku Evru. Viðreisn. Aðeins Viðreisn vill brjóta upp tvöfallt verðlag krónuhagkerfisins. Enginn annar. Höfundur er samfélagsrýnis og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Kristrún Frostadóttir hefur í sinni valdatíð umturnað stefnumálum Samfylkingarinnar, sem þar með verður Nýja Samfylkingin, eða, eins nánast mætti segja, Framsókn Nr. 2, B2. Eru þessar miklu breytingar, þar sem ESB, Evru, hvalavernd og svo mildi í mannúðarmálum, gagnvart flóttafólki, er varpað fyrir róða, og lítið gert með umhverfismál, græn mál, dýra-, náttúru- og umhverfisvernd - sem allir sannir jafnaðarmannaflokkar styðja heilshugar - uppstokkun auðlindamála og nýja stjórnarskrá, en gulli og grænum skógum lofað í heilbriðgðismálum, húsnæðismálum og samgöngumálum, stórfellt undrunar- og áhyggjuefni. Líka furðulegt, hvernig fjórðungur kjósenda hefur gleypt þessar breytingar. Allir hinir flokkarnir, ekki sízt Framsókn, voru með þessa málaflokka fyrir. Það alvaralega varðandi Kristrúnu og hennar loforð hér, er þó þetta: Heilbrigðis-, húsnæðis- og samgöngumál eru allt málaflokkar mikilla útgjalda - Kristrún, gerir enga fullnægjandi grein fyrir, hvaðan féð á að koma. Segja má, að sú stefna, sem Kristrún hefur innleitt í Samfylkinguna, beri mikinn keim af stefnu Framnsóknar, og er af og frá, að Kristrún geti eignað sér þá stefnu, eða, að sérstök ástæða sé til að styja hana, eða Nýju Samfylkinguna, greiða henni atkvæði, út á hana. Krtistrún er sízt trúverðugri í þessum málum, en hinir flokkarnir, sem allir styðja þessi sömu mál, og þá sérstaklega ekki eftir að hún kom til dyranna, eins og hún er klædd, í máli félaga síns, Dags B., reyndar óviljandi, en eftir það er staða Kristrúnar, með tilliti til heilinda og trúverðugleika, hjá undirrituðum ekki upp á marga fiska. Það hefði verið miklu einfaldara fyrir Kristrúnu, að ganga beint í Framsókn, heldur en að umturna Samfylkingunni og ryðja þar út nánast öllu bezta fólkinu. Fer þetta allt fram hjá kjósendum? Kristrún er, sem sagt, á fullu í því, að skipta kökunni, lofa upp í ermina á sér, án þess að gera mikið með það, hvernig tryggja má stærsta mögulega og bezta mögulega köku. Stærð kökunnar auðvitað mál nr. 1 Til að skapa velferð, þarf fyrst að skapa þannig ramma um efnahagsmálin, að atvinnulífið megi vaxa og dafna. Aukin verðamætasköpun, eða útgjaldalækkun, sem ekki bitnar á velferð, t.a.m. vaxtalækkun, er forsenda aukinnar velsældar. Eftir því, sem þetta er betur gert, verður kakan, sem til skiptanna kemur, stærri. Meira í hvers hlut, hærra framlag til hvers þáttar velferðarsamfélagsins. Þetta er auðvitað mál nr. 1. Með þetta gerir Kristrún þó ekkert. Þýðingarmestu efnahagsmál okkar tíma - Evrópumálin, fyrst framhald samninga við ESB um mögulega aðild. Fyrir öðrum flokkum, sem telja sig jafnaðarmannaflokk, er Evrópusamstarfið grunnpunktur. Hér talar Kristrún um, að það vilji hún ekki, því það muni kljúfa þjóðina. Vitaskuld stenzt það ekki. Við erum bara að tala um það eitt, að ljúka samningaviðræðum við ESB og sjá, hvað út úr þeim kemur. Hvernig gætu slíkar þreifingar og samningaumleitanir klofið þjóðina? Klufu forsetakosningarnar þjóðina? Mismunandi skoðanir og stefnur, og stuðningur við þær, eru auðvitað líka bara lýðræðið í hnotskurn. - Upptaka Evru, sem þá fyrst kæmi þó til greina, ef/þegar góðir samningar hafa náðst við ESB og meirihluti væri fyrir aðild. Evran myndi færa stöðugleika inn í íslenzkt efnahagslíf, stórlækka vexti og tilkostnað, ekki bara fyrir ríkið, heldur líka fyrir fyrirtæki og allan almenning, og, það, sem afar mikilvægt væri, afgerandi, laða að erlenda fjárfestingu og fyrirtæki; stórskerpa á samkeppni banka og verzlunar- og þjónustufyrirtækja – hvernig litist mönnum á, að fá hér inn t.a.m. Aldi og Lidl – en það myndi færa niður verðlag og auka kaupmátt, án launahækkana. Ef kæmu hér inn öflug erlend verzlunarfyrirtæki, og bankar, en það getur aðeins gerzt, þegar hér verður komin Evra, gæti það lækkað vöruverð, bankakostnað og vexti um helming! -Auðlindamálin, aukin hlutdeild þjóðarinnar í þeim mikla arði, sem verður til í sjávarútvegi, t.a.m. með umtalsverðu auðlindagjaldi á hagnað í sjávarútvegi, að greiddum sköttum, eins og Norðmenn beita á laxeldisfyrirtæki, fyrir afnot af hafi og strönd; sameign þjóðarinnar. Með þessi stórmál gerir Kristrún lítið eða ekkert. Hvernig meta helztu efnahagssérfræðingar okkar stöðu? IMD í Sviss, er talinn einn hæfasti háskóli heims á sviði efnahagsmála. Hann hefur um langt árabil framkvæmt úttekt á samkeppnishæfni 63 þjóða. Skilgreinir háskólinn samkeppnishæfi með tilliti til fjögurra þátta: Efnahagsleg frammistaða Skilvirkni hins opinbera Skilvirkni atvinnulífsins Staða samfélagslegra innviða. Fyrir 2022 er Danmörk í heildina tekið nr. 1, Sviss nr. 2, Singapúr nr. 3, Svíþjóð nr. 4 og svo koma Finnland og Noregur í 8. og 9. sæti. Ísland í 16. sæti. Það, sem dregur Ísland stórlega niður, er „efnahagsleg frammistaða“. Fyrsti og þýðingarmesti þátturinn, því efnahagslegar framfarir eru forsenda aukinnar velferðar. Þar er Ísland aftast á merinn, í 56. sæti. Ræður þar mestu um, að erlend fjárfesting og alþjóðaviðskipti eru hér í lágmarki. Hlutfall erlendra fjárfesta í kauphöllinni er t.a.m. aðeins 5%. Á hverju strandar svo erlend fjárfesting? Svarið er einfalt: Fyrst og fremst á íslenzku krónunni. Allir þekkja sögu gengissviptinga, gengisfellinga og gjaldeyrishafta krónunnar. Það er synd, að Kristrún, velmenntaður hagfræðingur og banka- og efnahags sérfræðingur, sem vill verða leiðandi stjórnmálamaður hér, skuli ekki sjá og skilja, að ESB og Evran gætu tryggt okkur meiri aukningu velferðar, en allar aðrar leiðir. Eins og stefnumál flokka hér hafa þróast, er aðeins einn flokkur, sem vill berjast fyrir fullri ESB-aðild og upptöku Evru. Viðreisn. Aðeins Viðreisn vill brjóta upp tvöfallt verðlag krónuhagkerfisins. Enginn annar. Höfundur er samfélagsrýnis og dýraverndarsinni.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun