Fær ekki krónu eftir slys í Húsdýragarðinum Jón Þór Stefánsson skrifar 30. október 2024 16:24 Slysið átti sér stað í rennibraut við kastala í Húsdýragarðinum í Laugardal. Vísir/Vilhelm Kona sem lenti í slysi þegar hún renndi sér niður rennibraut í Fjölskyldu og húsdýragarðinum í Reykjavík á ekki rétt á skaðabótum frá borginni og tryggingafélagi hennar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Í dómnum kemur fram að þann 28. desember hafi konan farið ásamt barnsföður sínum og dóttur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Þau hafi verið við leik í leikkastala þar sem dóttir hennar vildi renna sér niður rennibraut. Konan hafi því ákveðið að renna sér á undan til að taka á móti dótturinni. Tókst á loft og skall niður Umrædd rennibraut er brött, síðan aflíðandi, svo brött aftur og að lokum aftur aflíðandi þegar hún endar. Þá hafi hún verið mjög blaut á þessum tímapunkti. Konan hafi runnið hraðar en hún ætlaði sér, tekist á loft á miðri leið og skollið harkalega niður afur. Hún fann strax fyrir verkjum frá mjóbaki og upp í hrygginn og var flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans. Þar kom í ljós að hún hlaut samfallsbrot á brjósthryggjarbol. Vegna þessa er hún sögð hafa hlotið varanlegt líkamstjón vegna slyssins, og verið metin með 16 prósent varanlega örorku. Rakti slysið til saknæmrar háttsemi Að mati konunar mátti rekja slysið til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Hún sagði til að mynda að merkingar hefðu verið í ólagi. Tryggingafélagið VÍS hafnaði bótaskyldu. Konan skaut því til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum sem komst að þeirri niðurstöðu að hún ætti ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu Reykjavíkurborgar. Hún sætti sig ekki við þá niðurstöðu og höfðaði mál. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að rekja slysið til saknæmrar eða ólögmætrar háttsemi starfsmanna borgarinnar. Í dómnum segir að það sé ekki rétt að merkingum hafi verið ábótavant. Merkingar hafi verið á leiktækinu sem gáfu til kynna að það væri ætlað börnum eldri en þriggja ára. Hún hefði því getað gefið sér að það væri ætlað börnum en ekki fullorðnum. Allra veðra von á Íslandi Konan hafði einnig talað um að starfsmenn borgarinnar hefðu átt að þurrka regnvatn úr rennibrautinni, eða loka henni vegna veðuraðstæðna. Í dómnum segir að hún hefði mátt vita að „á Íslandi er allra veðra von, ekki hvað síst í desember, og því mikilvægt að fara að öllu með gát.“ Að mati dómsins verður ekki annað séð af gögnum málsins nema að fyllsta öryggis hafi verið gætt eins og kostur var að teknu tilliti til aðstæðna. Einnig hafi umrætt leiktæki uppfyllt kröfur íslenskra laga um aðbúnað og öryggi. Því var tjón konunnar rekið til óhappatilviljunar þar sem engum er kennt um. Því var Reykjavíkurborg og VÍS sýknuð í málinu. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Dómsmál Tryggingar Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Í dómnum kemur fram að þann 28. desember hafi konan farið ásamt barnsföður sínum og dóttur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Þau hafi verið við leik í leikkastala þar sem dóttir hennar vildi renna sér niður rennibraut. Konan hafi því ákveðið að renna sér á undan til að taka á móti dótturinni. Tókst á loft og skall niður Umrædd rennibraut er brött, síðan aflíðandi, svo brött aftur og að lokum aftur aflíðandi þegar hún endar. Þá hafi hún verið mjög blaut á þessum tímapunkti. Konan hafi runnið hraðar en hún ætlaði sér, tekist á loft á miðri leið og skollið harkalega niður afur. Hún fann strax fyrir verkjum frá mjóbaki og upp í hrygginn og var flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans. Þar kom í ljós að hún hlaut samfallsbrot á brjósthryggjarbol. Vegna þessa er hún sögð hafa hlotið varanlegt líkamstjón vegna slyssins, og verið metin með 16 prósent varanlega örorku. Rakti slysið til saknæmrar háttsemi Að mati konunar mátti rekja slysið til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Hún sagði til að mynda að merkingar hefðu verið í ólagi. Tryggingafélagið VÍS hafnaði bótaskyldu. Konan skaut því til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum sem komst að þeirri niðurstöðu að hún ætti ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu Reykjavíkurborgar. Hún sætti sig ekki við þá niðurstöðu og höfðaði mál. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að rekja slysið til saknæmrar eða ólögmætrar háttsemi starfsmanna borgarinnar. Í dómnum segir að það sé ekki rétt að merkingum hafi verið ábótavant. Merkingar hafi verið á leiktækinu sem gáfu til kynna að það væri ætlað börnum eldri en þriggja ára. Hún hefði því getað gefið sér að það væri ætlað börnum en ekki fullorðnum. Allra veðra von á Íslandi Konan hafði einnig talað um að starfsmenn borgarinnar hefðu átt að þurrka regnvatn úr rennibrautinni, eða loka henni vegna veðuraðstæðna. Í dómnum segir að hún hefði mátt vita að „á Íslandi er allra veðra von, ekki hvað síst í desember, og því mikilvægt að fara að öllu með gát.“ Að mati dómsins verður ekki annað séð af gögnum málsins nema að fyllsta öryggis hafi verið gætt eins og kostur var að teknu tilliti til aðstæðna. Einnig hafi umrætt leiktæki uppfyllt kröfur íslenskra laga um aðbúnað og öryggi. Því var tjón konunnar rekið til óhappatilviljunar þar sem engum er kennt um. Því var Reykjavíkurborg og VÍS sýknuð í málinu.
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Dómsmál Tryggingar Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira