Lacasse, sem fékk íslenskt ríkisfang eftir að hafa spilað með ÍBV í mörg ár, sleit krossband í leik með Utah Royals fyrir landsleikjahléið.
Hún varð að draga sig úr kanadíska landsliðinu og nú er ljóst að meiðslin fóru á versta veg. Hún skemmdi líka fleiri liðbönd í hnénu.
Cloé Eyja var skorin upp og nú tekur við löng endurhæfing hjá henni.
Hún mun missa af restinni af þessu tímabili og stórum hluta af því næsta.
Hin 31 árs gamla Lacasse lék með Arsenal síðustu ár en gekk til liðs við Utah Royals í ágúst.
Hún hafði skorað fjögur mörk í níu leikjum á tímabilinu þar á meðal fyrstu þrennuna í sögu félagsins 13. október síðastliðinn.