Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar 31. október 2024 18:02 Athyglisverð þakkar kveðja frá Bandaríkjamanninum Jónathan Haidt Sú kveðja til Ástralskra yfirvalda er í tilefni nýrra laga. Laga, eru í vinnslu hér um að takmarka aðgengi barna og unglinga að þeim nýju fjölmiðlum sem eru að skaða milljónir heilabúa. Greinin var í blaðinu Advertiser 14.oktober 2024 Hann sér það sem ábendingu til Bandarískra stjórnvalda að gera það sama. Samt er þetta mál að hindra börn og unglinga í að sjá þessa fjölmiðla, á ýmsan hátt, líka viss frumskógur. Sem er af því, að sumt á þeim hefur verið lífgefandi á ótal vegu. Þegar því miður, of mikið er í hina áttina, og er mjög eyðileggjandi fyrir þau sem hafa það ekki í sér að skilgreina gott frá vafasömu og hættulegu. Við heyrum of mikið af þeim skaðlegu áhrifum hér í Ástralíu og ég les á blöðunum að það sama er að gerast á Íslandi og víða um heim. Ein sagan er sú að maður á einum af þessum fjölmiðlum laug að táningi að hann væri 18 ára, sem var þá mjög spennandi fyrir stelpuna og lét lokka sig. Sannleikur var hinsvegar sá að hann var fimmtugur. Hann tók hana niður á strönd og það kostaði hana 15 ára stelpu lífið. Sú staðreynd að ungir einstaklingar láta blekkjast er sú að minni sýn. Að hún liggur í einhverri tegund af tómleika í þessum ungmennum og þau eru að leita að einhverju sem veiti það sem þau þrá og þurfa. Þessi ungmenni upplifa vöntun á einhverju í líf sitt. Vöntun sem við þau eldri án þeirra fjölmiðla urðum að finna á öðrum vettvöngum. Það er til dæmis tilfinningin um að upplifa sig ekki hafa alvöru virði, sé líklegt svar að minni reynslu og upplifun. Af því að það er ekki nóg að vita röklega að við höfum virði. Það er ekki fyllilega í öllu um okkur, nema ef foreldrar hafi vírað það inn með ást og kærleika í gegn um árin. Og heilmiklu af gagnlegum leiðbeiningum. Þessi rándýr í mannlegum líkömum vita það og nýta sér það til að finna sér leið inn í huga varnarlausra barna og unglinga í gegn um tækni. Með allskonar faguryrðum. Orðum sem eru ekki neitt nema eins og beit á öngli á veiðistöng sem þeir senda inn í, ekki bara heilabúin heldur smeygja því um allt í tilfinningum þeirra. Með því ná þeir þeim tökum á heilabúum þeirra sem þeir leggja upp með til að ná. Völdum sem þeir ná yfir þau sem eru ekki víruð með nægt innsæi og skilning á slíku, til að gefa ekki aðgang að sér. Það var ungur maður á skjánum hér í Adelaide sem er kominn í fangelsi í Ameríku fyrir ótal glæpi af því tagi sem hafa ýtt unglingum í sjálfsmorð. Löngu fyrir daga þessara miðla, urðu unglingar líka fyrir ýmsu ljótu af hendi og frá munnum foreldra og ættingja, og fólks á götunni. Frá einstaklingum sem þurftu að henda skít á aðra með árásir og fordóma sem settu mengun í taugakerfin. Ástand sem þau vissu ekki um, hvað þá að þau skildu, að orka reynslunnar sem eru þungar tilfinningar sætu þar lengi. Það er að segja ef ekki væri talað um það, og dæmið skilgreint á sanngjarnan hátt. Það sama væri að gerast þegar slæm orð kæmu frá þessum fjölmiðlum. Orð sem þau ná hugsanlega ekki heldur að vita röklega þegar þau horfa og hlusta á þau. Málfar sem er sett út til að skilaboð dragi úr sjálfsákvörðunar rétti og líka úr lífsgleði þeirra og láti þau treysta þessu ósýnilega rándýri á tölvu einhversstaðar sem þau vita ekki hvar sé. Sem er af því að slíkt gengur á jákvæðu sjálfs virðis inni-eignina, sem einskonar orku úttekt. Ástand sem var aldrei nefnt á mínum tímum á Íslandi. En ég fór að ná að skynja og skilja það hér í svo mörgu eftir vinnu mína hér í ýmsu tengdu slíkum atriðum. Og hafði mína eigin upplifun af slíku úr meira en einni átt, og líka krökkum í umhverfinu. Afleiðingarnar geta orðið að uppsöfnuð neikvæð skilaboð valdi þunglyndi og tilfinningu fyrir að hafa ekkert virði sem mannvera. Og ef unglingurinn upplifir sig ekki hafa í neitt skjól að venda geta tilfinningarnar borið þau ofurliði og þau enda líf sitt. Það er samt ónefnt atriði í þessu öllu með að fá óæskilegt efni að sér. Dýrtíðin í heiminum er að koma í veg fyrir að foreldrar hafi tækifæri til að verja nægum tíma með börnum sínum. Þess þarf til að börnin fái almennilegar og gagnlegar samræður við þau. Sem sé til að hjálpa þeim að vita hvað sé gagnleg fræðsla, og hvað sé hættulegt efni. En ekki allir foreldrar eru með það í sér og væri þá af ýmsum ástæðum. Það eru því fleiri atriði í því dæmi sem þarf að sinna til að snúa þessu dæmi við. Það að styðja þau til að byggja sig upp innan frá. Í þeim tilgangi að þau vita hver þau séu sem þau. Og að hjálpa þeim að skilja og styrkja eigið innsæi, „gut feeling“, ekki að vera bara hjarðverur í ætt sinni. Samt hafa þessir fjölmiðlar líka gert allskonar góða hluti og verið notaðir til að hjálpa öðrum á mjög hjartnæman hátt. Spurningin er þá? Gæti það verið að sókn í að horfa og hlusta á þessa nýju fjölmiðla sé flótti frá því sem sé í lífi þeirra, og þá hvað þau séu að flýja? Það gæti til dæmis verið að vera ekki að fá þá athygli og tíma sem þau þurfi frá foreldri eða foreldrum. Einstaklinga sem hafa kannski ekki þann þroska og meðvitund til að vita hvernig sjálf barna ætti að vera byggt upp fyrir líf sitt og þegar þau yrðu eldri. Af því að þau höfðu ekki notið slíks sjálf sem börn og unglingar. Eru þessir nýju fjölmiðlar kannski leið yngri kynslóða til að gubba af því sem Thomas Hubl segir að fari niður kynslóðirnar og að óþjálfað næmi geti verið að neyðast til að létta byrðirnar? Tæknin er í raun góð fyrir svo margt sem hún veitir. Eins og tölvupósta, aðgang að Skype, og að geta Googlað blöð sem mann langi að lesa. Skype gefur tækifæri til að sjá andlitin á ættingjum, vinum og fjölskyldumeðlimum sem búa í öðru landi. En það er mikilvægt að hafa vaðið fyrir neðan sig þann fjölda tjáskiptamiðla, og passa sig á að láta ekki glepjast. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langan tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Athyglisverð þakkar kveðja frá Bandaríkjamanninum Jónathan Haidt Sú kveðja til Ástralskra yfirvalda er í tilefni nýrra laga. Laga, eru í vinnslu hér um að takmarka aðgengi barna og unglinga að þeim nýju fjölmiðlum sem eru að skaða milljónir heilabúa. Greinin var í blaðinu Advertiser 14.oktober 2024 Hann sér það sem ábendingu til Bandarískra stjórnvalda að gera það sama. Samt er þetta mál að hindra börn og unglinga í að sjá þessa fjölmiðla, á ýmsan hátt, líka viss frumskógur. Sem er af því, að sumt á þeim hefur verið lífgefandi á ótal vegu. Þegar því miður, of mikið er í hina áttina, og er mjög eyðileggjandi fyrir þau sem hafa það ekki í sér að skilgreina gott frá vafasömu og hættulegu. Við heyrum of mikið af þeim skaðlegu áhrifum hér í Ástralíu og ég les á blöðunum að það sama er að gerast á Íslandi og víða um heim. Ein sagan er sú að maður á einum af þessum fjölmiðlum laug að táningi að hann væri 18 ára, sem var þá mjög spennandi fyrir stelpuna og lét lokka sig. Sannleikur var hinsvegar sá að hann var fimmtugur. Hann tók hana niður á strönd og það kostaði hana 15 ára stelpu lífið. Sú staðreynd að ungir einstaklingar láta blekkjast er sú að minni sýn. Að hún liggur í einhverri tegund af tómleika í þessum ungmennum og þau eru að leita að einhverju sem veiti það sem þau þrá og þurfa. Þessi ungmenni upplifa vöntun á einhverju í líf sitt. Vöntun sem við þau eldri án þeirra fjölmiðla urðum að finna á öðrum vettvöngum. Það er til dæmis tilfinningin um að upplifa sig ekki hafa alvöru virði, sé líklegt svar að minni reynslu og upplifun. Af því að það er ekki nóg að vita röklega að við höfum virði. Það er ekki fyllilega í öllu um okkur, nema ef foreldrar hafi vírað það inn með ást og kærleika í gegn um árin. Og heilmiklu af gagnlegum leiðbeiningum. Þessi rándýr í mannlegum líkömum vita það og nýta sér það til að finna sér leið inn í huga varnarlausra barna og unglinga í gegn um tækni. Með allskonar faguryrðum. Orðum sem eru ekki neitt nema eins og beit á öngli á veiðistöng sem þeir senda inn í, ekki bara heilabúin heldur smeygja því um allt í tilfinningum þeirra. Með því ná þeir þeim tökum á heilabúum þeirra sem þeir leggja upp með til að ná. Völdum sem þeir ná yfir þau sem eru ekki víruð með nægt innsæi og skilning á slíku, til að gefa ekki aðgang að sér. Það var ungur maður á skjánum hér í Adelaide sem er kominn í fangelsi í Ameríku fyrir ótal glæpi af því tagi sem hafa ýtt unglingum í sjálfsmorð. Löngu fyrir daga þessara miðla, urðu unglingar líka fyrir ýmsu ljótu af hendi og frá munnum foreldra og ættingja, og fólks á götunni. Frá einstaklingum sem þurftu að henda skít á aðra með árásir og fordóma sem settu mengun í taugakerfin. Ástand sem þau vissu ekki um, hvað þá að þau skildu, að orka reynslunnar sem eru þungar tilfinningar sætu þar lengi. Það er að segja ef ekki væri talað um það, og dæmið skilgreint á sanngjarnan hátt. Það sama væri að gerast þegar slæm orð kæmu frá þessum fjölmiðlum. Orð sem þau ná hugsanlega ekki heldur að vita röklega þegar þau horfa og hlusta á þau. Málfar sem er sett út til að skilaboð dragi úr sjálfsákvörðunar rétti og líka úr lífsgleði þeirra og láti þau treysta þessu ósýnilega rándýri á tölvu einhversstaðar sem þau vita ekki hvar sé. Sem er af því að slíkt gengur á jákvæðu sjálfs virðis inni-eignina, sem einskonar orku úttekt. Ástand sem var aldrei nefnt á mínum tímum á Íslandi. En ég fór að ná að skynja og skilja það hér í svo mörgu eftir vinnu mína hér í ýmsu tengdu slíkum atriðum. Og hafði mína eigin upplifun af slíku úr meira en einni átt, og líka krökkum í umhverfinu. Afleiðingarnar geta orðið að uppsöfnuð neikvæð skilaboð valdi þunglyndi og tilfinningu fyrir að hafa ekkert virði sem mannvera. Og ef unglingurinn upplifir sig ekki hafa í neitt skjól að venda geta tilfinningarnar borið þau ofurliði og þau enda líf sitt. Það er samt ónefnt atriði í þessu öllu með að fá óæskilegt efni að sér. Dýrtíðin í heiminum er að koma í veg fyrir að foreldrar hafi tækifæri til að verja nægum tíma með börnum sínum. Þess þarf til að börnin fái almennilegar og gagnlegar samræður við þau. Sem sé til að hjálpa þeim að vita hvað sé gagnleg fræðsla, og hvað sé hættulegt efni. En ekki allir foreldrar eru með það í sér og væri þá af ýmsum ástæðum. Það eru því fleiri atriði í því dæmi sem þarf að sinna til að snúa þessu dæmi við. Það að styðja þau til að byggja sig upp innan frá. Í þeim tilgangi að þau vita hver þau séu sem þau. Og að hjálpa þeim að skilja og styrkja eigið innsæi, „gut feeling“, ekki að vera bara hjarðverur í ætt sinni. Samt hafa þessir fjölmiðlar líka gert allskonar góða hluti og verið notaðir til að hjálpa öðrum á mjög hjartnæman hátt. Spurningin er þá? Gæti það verið að sókn í að horfa og hlusta á þessa nýju fjölmiðla sé flótti frá því sem sé í lífi þeirra, og þá hvað þau séu að flýja? Það gæti til dæmis verið að vera ekki að fá þá athygli og tíma sem þau þurfi frá foreldri eða foreldrum. Einstaklinga sem hafa kannski ekki þann þroska og meðvitund til að vita hvernig sjálf barna ætti að vera byggt upp fyrir líf sitt og þegar þau yrðu eldri. Af því að þau höfðu ekki notið slíks sjálf sem börn og unglingar. Eru þessir nýju fjölmiðlar kannski leið yngri kynslóða til að gubba af því sem Thomas Hubl segir að fari niður kynslóðirnar og að óþjálfað næmi geti verið að neyðast til að létta byrðirnar? Tæknin er í raun góð fyrir svo margt sem hún veitir. Eins og tölvupósta, aðgang að Skype, og að geta Googlað blöð sem mann langi að lesa. Skype gefur tækifæri til að sjá andlitin á ættingjum, vinum og fjölskyldumeðlimum sem búa í öðru landi. En það er mikilvægt að hafa vaðið fyrir neðan sig þann fjölda tjáskiptamiðla, og passa sig á að láta ekki glepjast. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langan tíma.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar