Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Lovísa Arnardóttir skrifar 31. október 2024 09:10 Sigursteinn Másson segir ekki liggja svo á að gefa út nýtt starfsleyfi til hvalveiða að það geti ekki beðið þar til ný ríkisstjórn tekur við. Vísir/Arnar Sigursteinn Másson stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslandi, DÍS, segir það ólýðræðislegt og valdníðslu að taka ákvörðun í starfsstjórn um að gefa út nýtt starfsleyfi til hvalveiða. Jón Gunnarsson aðstoðarmaður forsætisráðherra i matvælaráðuneytinu segir umsóknina til afgreiðslu í ráðuneytinu. Það megi ekki tefja afgreiðslu auk þess sem það þurfi að tryggja fyrirtækjunum fyrirsjáanleika. Hann hafi verið enginn síðustu tvö ár. Í ráðuneytinu er nú bæði til skoðunar umsókn um að veiða langreyð og hrefnu. Sigursteinn og Jón ræddu hvalveiðar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jón Gunnarsson er aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu og hefur sagt í viðtali að hann sé þar til að „þrífa upp eftir Vinstri græna“. Sigursteinn segir þrjár ástæður fyrir þvi að óeðlilegt væri að gefa út nýtt leyfi til hvalveiða á meðan starfsstjórn er við völd. Um sé að ræða tímabundna minnihlutastjórn sem nýtur ekki stuðnings meirihluta. Hlutverk hennar sé að skapa stjórnskipunarlega festu þar til meirihluti tekur. En ekki að taka stefnumótandi eða bindandi ákvarðanir fyrir næstu ríkisstjórn eða ríkisstjórnir. „Vegna þess að leyfi Hvals hf. er ekki bara til fimm ára. Það er ótímabundið leyfi eða annars til öryggis til fimm eða tíu ára,“ segir Sigursteinn og að þannig væri það augljóslega stefnumótandi eða bindandi ákvörðun. Hann segir ekki liggja á því að afgreiða þessa umsókn fyrir áramót eða fyrir kosningar í lok nóvember. Venjan sé sú að þau hafi verið afgreidd í janúar eða febrúar það ár sem hvalveiðar eigi að hefjast. Þ‘a bendir hann á í þriðja lagi að enn sé verið að bíða eftir niðurstöðum starfshóps forsætisráðherra sem er að skoða hvalveiðar út frá lagalegri stöðu og heildarhagsmunum Íslands. „Þannig það væri mjög sérkennilegt, að vaða í þetta nú,“ segir Sigursteinn. Verði að tryggja fyrirsjáanleika Jón sagði hvalveiðimálið aðeins eitt þeirra mála sem eru í vinnslu í matvælaráðuneytinu. Það hafi borist til ráðuneytisins umsóknir til hvalveiða og að þær hafi allajafna verið afgreiddar í sömu viku og þær hafi borist. Það hafi breyst á þessu kjörtímabili þegar Svandís Svavarsdóttir tók umsókn Hvals hf. til afgreiðslu. Hann segir að í fyrsta skipti í langan tíma sé líka umsókn um hrefnuveiðar. „Þetta eru miklar fjárfestingar hjá þessum fyrirtækjum,“ segir Jón og að sem dæmi þurfi Hvalur hf. að ráða 200 til 300 manns í vinnu fyrir næsta sumar. Það hafi skapast óvissa í málsmeðferð í ráðuneytinu og því sé ekki óeðlilegt að fyrirtækin vilji fá svar sem fyrst, innan sex mánaða, til að eyða þessari óvissu um framhaldið. Hvað varðar það að um sé að ræða starfsstjórn segir Jón að umsóknin sé eins og hver önnur umsókn um tiltekna atvinnustarfsemi. Ráðuneytinu beri að fara að lögum, eins og umboðsmaður hafi bent á í umsögn. Hann segir lögin skýr og að ákvörðunin eigi ekki að vera geðþóttaákvörðun ákveðins ráðherra. Sigursteinn segir að alvöru undirbúningur fyrir slíka vertíð hefjist ekki fyrr en á öðrum ársfjórðungi, í kringum apríl. „Þetta er ekkert eins og hvert annað starfsleyfi,“ segir Sigursteinn og bendir á að frá árinu 2017 hafi nánast allar skoðanakannanir að fleiri en færri landsmenn eru andvígir hvalveiðum. Ákvörðunin hljóti að eiga taka tillit til þess í lýðræðissamfélagi. Þá segir hann þetta einnig hafa áhrif á stöðu okkar alþjóðlega og bendir á að okkar helstu viðskiptalönd banni þessar veiðar. „Það getur ekki legið svo mikið á að vaða í þetta núna. Það væri ólýðræðislegt og valdníðsla hreinlega.“ Þekktir frasar hjá andstæðingum Jón segir þetta þekkta frasa hjá fólki sem er andvígt hvalveiðum. Málið snúist um ráðningu tvö til þrjú hundruð manns í vinnu. Áður fyrr hafi fólk getað gengið að þessu starfi vísu og því hafi verið í lagi að gefa leyfið út seinna, en starfsfólkið hafi ekki getað gengið að starfinu vísu síðustu ár. Það sé breytingin hér. Starfsmenn séu á öðrum skipum og þurfi að geta planað sinn tíma og sumarleyfi. Verði leyfið gefið út telur Jón ekki forsendu fyrir nýjan ráðherra sem tekur við í nýrri ríkisstjórn til að draga leyfið til baka verði það gefið út. Þá segir Jón að ákvarðanir stjórnvalda eigi ekki að byggja á niðurstöðu skoðanakannana. Fólk hafi verið á móti Kárahnjúkavirkjun og Hvalfjarðargöngunum á meðan það var í byggingu. Jón segir arfrán hvala þekkt og hingað til hafi það ekki haft áhrif á eftirspurn ferðamanna til Íslands. Það sé búið að þróa nýjar aðferðir við aflífun með raflosti sem veiðimenn hafi ekki enn fengið að prófa. Hann segir starfshópinn hafa óskað eftir frestun á að skila skýrslu sem átti að skila í nóvember. Hann segir ekki búið að taka ákvörðun, það sé verið að vinna umsóknina hjá stjórnsýslunni og henni beri að tefja ekki málið. Hann segist ekki geta sagt il um það hvenær ákvörðunin verður tekin. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni að ofan. Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalir Bítið Tengdar fréttir Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. 25. október 2024 09:17 Gagnlegt að sjá hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgengst völd Formaður VG segir vendingar í matvælaráðuneytinu og mögulegt leyfi til hvalveiða draga fram hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgangist völd þegar viðnámið sé lítið. Það hljómi sem brandari að líkja útgáfu hvalveiðileyfis við útgáfu ökuskírteinis, líkt og Jón Gunnarsson hafi gert. 25. október 2024 11:50 Valdníðsla og hneyksli Ákvörðun matvælaráðherra að taka umsókn um leyfi til hvalveiða til efnislegrar meðferðar stuttu fyrir kosningar er hneyksli og ber vott um valdníðslu að sögn talskonu Hvalavina. Vinstri græn beri ábyrgð á stöðunni sem upp sé komin. 25. október 2024 19:08 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Í ráðuneytinu er nú bæði til skoðunar umsókn um að veiða langreyð og hrefnu. Sigursteinn og Jón ræddu hvalveiðar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jón Gunnarsson er aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu og hefur sagt í viðtali að hann sé þar til að „þrífa upp eftir Vinstri græna“. Sigursteinn segir þrjár ástæður fyrir þvi að óeðlilegt væri að gefa út nýtt leyfi til hvalveiða á meðan starfsstjórn er við völd. Um sé að ræða tímabundna minnihlutastjórn sem nýtur ekki stuðnings meirihluta. Hlutverk hennar sé að skapa stjórnskipunarlega festu þar til meirihluti tekur. En ekki að taka stefnumótandi eða bindandi ákvarðanir fyrir næstu ríkisstjórn eða ríkisstjórnir. „Vegna þess að leyfi Hvals hf. er ekki bara til fimm ára. Það er ótímabundið leyfi eða annars til öryggis til fimm eða tíu ára,“ segir Sigursteinn og að þannig væri það augljóslega stefnumótandi eða bindandi ákvörðun. Hann segir ekki liggja á því að afgreiða þessa umsókn fyrir áramót eða fyrir kosningar í lok nóvember. Venjan sé sú að þau hafi verið afgreidd í janúar eða febrúar það ár sem hvalveiðar eigi að hefjast. Þ‘a bendir hann á í þriðja lagi að enn sé verið að bíða eftir niðurstöðum starfshóps forsætisráðherra sem er að skoða hvalveiðar út frá lagalegri stöðu og heildarhagsmunum Íslands. „Þannig það væri mjög sérkennilegt, að vaða í þetta nú,“ segir Sigursteinn. Verði að tryggja fyrirsjáanleika Jón sagði hvalveiðimálið aðeins eitt þeirra mála sem eru í vinnslu í matvælaráðuneytinu. Það hafi borist til ráðuneytisins umsóknir til hvalveiða og að þær hafi allajafna verið afgreiddar í sömu viku og þær hafi borist. Það hafi breyst á þessu kjörtímabili þegar Svandís Svavarsdóttir tók umsókn Hvals hf. til afgreiðslu. Hann segir að í fyrsta skipti í langan tíma sé líka umsókn um hrefnuveiðar. „Þetta eru miklar fjárfestingar hjá þessum fyrirtækjum,“ segir Jón og að sem dæmi þurfi Hvalur hf. að ráða 200 til 300 manns í vinnu fyrir næsta sumar. Það hafi skapast óvissa í málsmeðferð í ráðuneytinu og því sé ekki óeðlilegt að fyrirtækin vilji fá svar sem fyrst, innan sex mánaða, til að eyða þessari óvissu um framhaldið. Hvað varðar það að um sé að ræða starfsstjórn segir Jón að umsóknin sé eins og hver önnur umsókn um tiltekna atvinnustarfsemi. Ráðuneytinu beri að fara að lögum, eins og umboðsmaður hafi bent á í umsögn. Hann segir lögin skýr og að ákvörðunin eigi ekki að vera geðþóttaákvörðun ákveðins ráðherra. Sigursteinn segir að alvöru undirbúningur fyrir slíka vertíð hefjist ekki fyrr en á öðrum ársfjórðungi, í kringum apríl. „Þetta er ekkert eins og hvert annað starfsleyfi,“ segir Sigursteinn og bendir á að frá árinu 2017 hafi nánast allar skoðanakannanir að fleiri en færri landsmenn eru andvígir hvalveiðum. Ákvörðunin hljóti að eiga taka tillit til þess í lýðræðissamfélagi. Þá segir hann þetta einnig hafa áhrif á stöðu okkar alþjóðlega og bendir á að okkar helstu viðskiptalönd banni þessar veiðar. „Það getur ekki legið svo mikið á að vaða í þetta núna. Það væri ólýðræðislegt og valdníðsla hreinlega.“ Þekktir frasar hjá andstæðingum Jón segir þetta þekkta frasa hjá fólki sem er andvígt hvalveiðum. Málið snúist um ráðningu tvö til þrjú hundruð manns í vinnu. Áður fyrr hafi fólk getað gengið að þessu starfi vísu og því hafi verið í lagi að gefa leyfið út seinna, en starfsfólkið hafi ekki getað gengið að starfinu vísu síðustu ár. Það sé breytingin hér. Starfsmenn séu á öðrum skipum og þurfi að geta planað sinn tíma og sumarleyfi. Verði leyfið gefið út telur Jón ekki forsendu fyrir nýjan ráðherra sem tekur við í nýrri ríkisstjórn til að draga leyfið til baka verði það gefið út. Þá segir Jón að ákvarðanir stjórnvalda eigi ekki að byggja á niðurstöðu skoðanakannana. Fólk hafi verið á móti Kárahnjúkavirkjun og Hvalfjarðargöngunum á meðan það var í byggingu. Jón segir arfrán hvala þekkt og hingað til hafi það ekki haft áhrif á eftirspurn ferðamanna til Íslands. Það sé búið að þróa nýjar aðferðir við aflífun með raflosti sem veiðimenn hafi ekki enn fengið að prófa. Hann segir starfshópinn hafa óskað eftir frestun á að skila skýrslu sem átti að skila í nóvember. Hann segir ekki búið að taka ákvörðun, það sé verið að vinna umsóknina hjá stjórnsýslunni og henni beri að tefja ekki málið. Hann segist ekki geta sagt il um það hvenær ákvörðunin verður tekin. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni að ofan.
Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalir Bítið Tengdar fréttir Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. 25. október 2024 09:17 Gagnlegt að sjá hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgengst völd Formaður VG segir vendingar í matvælaráðuneytinu og mögulegt leyfi til hvalveiða draga fram hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgangist völd þegar viðnámið sé lítið. Það hljómi sem brandari að líkja útgáfu hvalveiðileyfis við útgáfu ökuskírteinis, líkt og Jón Gunnarsson hafi gert. 25. október 2024 11:50 Valdníðsla og hneyksli Ákvörðun matvælaráðherra að taka umsókn um leyfi til hvalveiða til efnislegrar meðferðar stuttu fyrir kosningar er hneyksli og ber vott um valdníðslu að sögn talskonu Hvalavina. Vinstri græn beri ábyrgð á stöðunni sem upp sé komin. 25. október 2024 19:08 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. 25. október 2024 09:17
Gagnlegt að sjá hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgengst völd Formaður VG segir vendingar í matvælaráðuneytinu og mögulegt leyfi til hvalveiða draga fram hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgangist völd þegar viðnámið sé lítið. Það hljómi sem brandari að líkja útgáfu hvalveiðileyfis við útgáfu ökuskírteinis, líkt og Jón Gunnarsson hafi gert. 25. október 2024 11:50
Valdníðsla og hneyksli Ákvörðun matvælaráðherra að taka umsókn um leyfi til hvalveiða til efnislegrar meðferðar stuttu fyrir kosningar er hneyksli og ber vott um valdníðslu að sögn talskonu Hvalavina. Vinstri græn beri ábyrgð á stöðunni sem upp sé komin. 25. október 2024 19:08