Ekki nauðvörn og fimm ára dómur fyrir manndrápstilraun stendur Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2024 11:18 Hæstiréttur hafnaði áfrýjunarbeiðni Skúla Helgasonar sem dæmdur var í fimm ára fangelsi í maí. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Skúla Helgasonar sem dæmdur var í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann ítekað með vasahníf. Maðurinn vildi meina að um neyðarvörn hafi verið að ræða og að Landsréttur hefði ekki tekið tillit til þess. Landsréttur þyngdi dóm yfir manninum í fimm ár í maí síðastliðinn, en í héraði hafði Skúli, sem er á fertugsaldri, verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi. Í málinu beitti Skúli fyrir sér neyðarvörn, sem Landsréttur féllst ekki á og taldi að Skúla hefði mátt vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af árásinni. Í dómum kom fram að Skúli hafi ítrekað stungið annan mann með vasahníf þannig að hann hafi hlotið stunguáverka, þar af einn sem náði inn í kviðarhol og í gegnum milta svo fjarlægja þurfti miltað, og annan sem olli loftbrjósti. Árás í gamlárspartýi Umrædd árás var gerð að morgni nýársdags 2020. Kom fram í dómi að Skúli hafi þar haldið samkvæmi á gamlárskvöld og einnig hjá nágranna hans, en gestir hafi þar farið á milli samkvæmanna. Skúli sagðist hafa neytt áfengis og verið undir töluverðum áhrifum en þó munað eftir rifrildi milli tveggja, sem einnig voru ákærðir í héraði. Hann hafi verið sleginn í gólfið í partíi nágrannans. Seinna hafi einn meðákærði og drengur sem Skúli þekkti ekki ruðst inn til hans með flöskur í hönd. Drengurinn hafi brotið flösku á andlitinu á honum og látið höggin dynja á honum. Hann hafi talið sig hafa dottið út í skamma stund og mundi ekki vel eftir kvöldinu. „[Skúli] mundi þó að hafa verið með lítinn vasahníf í buxnavasanum og hann hafi stungið drenginn, sem hann þekkti ekki, einu sinni,“ sagði í dómi. Ekki sammála Skúla Skúli byggði áfrýjun sína á að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur þar sem málsmeðferð fyrir dómi hefði verið stórlega ábótavant. Þá lyti áfrýjun að atriði sem hefði verulega almenna þýðingu og varði rétt manna til að verja sig fyrir ólögmætum árásum annarra. Hann sagði sömuleiðis rannsókn lögreglu hafa verið ábótavant. „Gefa verði neyðarvarnarsjónarmiðum meiri gaum og gera ítarlega grein fyrir þeim í heildarmati í niðurstöðu dóms,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar þar sem farið var yfir áfrýjunbeiðni Skúla. Hæstiréttur ákvað hins vegar að að virtum gögnum málsins yrði ekki séð að málið lyti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn. Þá byggi niðurstaða Landsréttar um sakfellingu á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar en það mat verði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Beiðninni sé því hafnað. Dómsmál Tengdar fréttir Reyndi að drepa mann eftir að upp úr sauð á gamlárskvöld Skúli Helgason, karlmaður á fertugsaldri, hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps, með því að stinga mann ítrekað. Í héraði hlaut hann aðeins þriggja og hálfs árs refsingu. 10. maí 2024 16:51 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skiluðu meðmælalistum í Hörpu Innlent Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Innlent Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ Innlent Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Innlent Trump lék ruslakarl í Wisconsin Erlent Fá greitt 150 þúsund krónum minna en læknar í sömu stöðu Innlent Fleiri fréttir Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Fá greitt 150 þúsund krónum minna en læknar í sömu stöðu Matráður segir upp á Mánagarði Listum skilað í Hörpu og lokadagur Norðurlandaráðsþings Ekki nauðvörn og fimm ára dómur fyrir manndrápstilraun stendur Eitt barn útskrifað af gjörgæslu Ábyrg framtíð býður bara fram í Reykjavík norður Skiluðu meðmælalistum í Hörpu Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Lilja Rafney skipar annað sætið á lista Flokks fólksins Þau eru í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Frestur til að skila framboðslistum rennur út í dag Ógnuðu afgreiðslumanni með hníf Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ „Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ Ár frá andláti Ibrahims: „Hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring“ „Flokkarnir urðu skíthræddir“ Sjá meira
Landsréttur þyngdi dóm yfir manninum í fimm ár í maí síðastliðinn, en í héraði hafði Skúli, sem er á fertugsaldri, verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi. Í málinu beitti Skúli fyrir sér neyðarvörn, sem Landsréttur féllst ekki á og taldi að Skúla hefði mátt vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af árásinni. Í dómum kom fram að Skúli hafi ítrekað stungið annan mann með vasahníf þannig að hann hafi hlotið stunguáverka, þar af einn sem náði inn í kviðarhol og í gegnum milta svo fjarlægja þurfti miltað, og annan sem olli loftbrjósti. Árás í gamlárspartýi Umrædd árás var gerð að morgni nýársdags 2020. Kom fram í dómi að Skúli hafi þar haldið samkvæmi á gamlárskvöld og einnig hjá nágranna hans, en gestir hafi þar farið á milli samkvæmanna. Skúli sagðist hafa neytt áfengis og verið undir töluverðum áhrifum en þó munað eftir rifrildi milli tveggja, sem einnig voru ákærðir í héraði. Hann hafi verið sleginn í gólfið í partíi nágrannans. Seinna hafi einn meðákærði og drengur sem Skúli þekkti ekki ruðst inn til hans með flöskur í hönd. Drengurinn hafi brotið flösku á andlitinu á honum og látið höggin dynja á honum. Hann hafi talið sig hafa dottið út í skamma stund og mundi ekki vel eftir kvöldinu. „[Skúli] mundi þó að hafa verið með lítinn vasahníf í buxnavasanum og hann hafi stungið drenginn, sem hann þekkti ekki, einu sinni,“ sagði í dómi. Ekki sammála Skúla Skúli byggði áfrýjun sína á að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur þar sem málsmeðferð fyrir dómi hefði verið stórlega ábótavant. Þá lyti áfrýjun að atriði sem hefði verulega almenna þýðingu og varði rétt manna til að verja sig fyrir ólögmætum árásum annarra. Hann sagði sömuleiðis rannsókn lögreglu hafa verið ábótavant. „Gefa verði neyðarvarnarsjónarmiðum meiri gaum og gera ítarlega grein fyrir þeim í heildarmati í niðurstöðu dóms,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar þar sem farið var yfir áfrýjunbeiðni Skúla. Hæstiréttur ákvað hins vegar að að virtum gögnum málsins yrði ekki séð að málið lyti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn. Þá byggi niðurstaða Landsréttar um sakfellingu á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar en það mat verði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Beiðninni sé því hafnað.
Dómsmál Tengdar fréttir Reyndi að drepa mann eftir að upp úr sauð á gamlárskvöld Skúli Helgason, karlmaður á fertugsaldri, hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps, með því að stinga mann ítrekað. Í héraði hlaut hann aðeins þriggja og hálfs árs refsingu. 10. maí 2024 16:51 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skiluðu meðmælalistum í Hörpu Innlent Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Innlent Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ Innlent Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Innlent Trump lék ruslakarl í Wisconsin Erlent Fá greitt 150 þúsund krónum minna en læknar í sömu stöðu Innlent Fleiri fréttir Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Fá greitt 150 þúsund krónum minna en læknar í sömu stöðu Matráður segir upp á Mánagarði Listum skilað í Hörpu og lokadagur Norðurlandaráðsþings Ekki nauðvörn og fimm ára dómur fyrir manndrápstilraun stendur Eitt barn útskrifað af gjörgæslu Ábyrg framtíð býður bara fram í Reykjavík norður Skiluðu meðmælalistum í Hörpu Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Lilja Rafney skipar annað sætið á lista Flokks fólksins Þau eru í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Frestur til að skila framboðslistum rennur út í dag Ógnuðu afgreiðslumanni með hníf Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ „Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ Ár frá andláti Ibrahims: „Hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring“ „Flokkarnir urðu skíthræddir“ Sjá meira
Reyndi að drepa mann eftir að upp úr sauð á gamlárskvöld Skúli Helgason, karlmaður á fertugsaldri, hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps, með því að stinga mann ítrekað. Í héraði hlaut hann aðeins þriggja og hálfs árs refsingu. 10. maí 2024 16:51