Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Árni Sæberg skrifar 31. október 2024 12:24 Benóný Harðarson, til vinstri, er forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna og kom fram fyrir hönd Matvís í tengslum við mál Flame. Davíð Fei Wong er einn eigenda Flame. Samsett/VM/Skjáskot Matvæla- og veitingafélag Íslands, Matvís, hefur verið dæmt skaðabótaskylt vegna eftirlitsheimsóknar á veitingastaðinn Flame í Reykjavík. Fulltrúar stéttarfélagsins bökuðu eigendum staðarins tjón með því að fá starfsfólk staðarins til að hætta í vinnunni. Þó er talið sannað að starfsfólkinu hafi ekki verið greidd laun í samræmi við lög. Ítarlega hefur verið fjallað um veitingastaðinn Flame í Borgartúni, þar sem grunur var uppi um stórfelldan launaþjófnað og óeðlilega meðferð á þremur starfsmönnum. Veitingastaðurinn Bambus, sem er í eigu sama fólks, kom einnig við sögu. Tveir fulltrúar Matvís réðust í eftirlitsheimsókn á Flame með fulltingi tveggja lögregluþjóna. Þann 19. ágúst árið 2022. Fulltrúarnir ræddu við starfsmennina þrjá og lögðu að þeim að segja upp störfum og flytja úr íbúð sem þeir bjuggi í á vegum atvinnuveitendanna. Fréttatilkynning og mikil umfjöllun Í kjölfarið sendi félagið frá sér fréttatilkynningu um málið og fulltrúar þess tjáðu sig um það í fjölmiðlum og tíunduðu það sem eigendur staðarins voru grunaðir um. Eigendurnir sáu sér þá eina leið færa að loka veitingastaðnum eftir að starfsmenn þeirra hættu að undirlagi stéttarfélagsins. Þeir höfðuðu skaðabótamál á hendur Matvís og kröfðust bóta vegna háttsemi starfsmanna Matvís, fréttatilkynningarinnar og framkomu starfsmanna í fjölmiðlum. Sögðust geta reddað starfsmönnunum vinnu Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp 29. október, segir að af upptökum af eftirlitsheimsókninni á Flame megi ráða að í upphafi eftirlitsheimsóknarinnar hafi eftirlitsfulltrúar meðal annars óskað eftir upplýsingum um hve lengi starfsfólkið hefði unnið á veitingastaðnum og hve langur vinnudagur þess væri. Af samskiptunum að dæma virtist starfsfólkið hafa upplýst um laun sín og einn starfsmaðurinn sagst vinna að minnsta kosti tíu tíma á dag. Þá hafi komið fram í máli starfsfólksins að það byggi saman, en ráða yrði að fulltrúar Matvís hefðu verið upplýstir um að húsnæðið væri í eigu fyrirsvarsmanna Flame. „Sögðu fulltrúar stefnda að þeir vildu hjálpa starfsfólkinu að fá aðra vinnu, útvega því íbúð og að það hætti störfum fyrir stefnanda Teppanyaki Iceland ehf. Fulltrúar stefndu upplýstu um að þeir héldu að starfsfólkið myndi ekki fá greitt um næstu mánaðamót vegna vinnu ágústmánaðar.“ Sextán til sautján tímar á dag Þá hafi komið fram í máli fulltrúanna að Teppanyaki Iceland ehf., félag eigenda Flame, væri í mikilli skuld við íslenska ríkið, ekki væru greiddir skattar eða lögbundin gjöld og því hefði ríkið lagt fram kæru og fryst allar eignir á öllum bankareikningum. Loks hafi komið fram í máli eins starfsmanns Flame að lágmarksvinna væri tíu tímar en ekki væri öll vinna skráð. Fulltrúi Matvís hafi þá sagt við lögreglumann að raunverulega væri vinnan sextán eða sautján tímar á dag, eins og Íslendingar myndu telja þá. Háttsemin vék verulega frá háttsemisreglum Í dóminum er tilgangur eftirlitsheimsókna stéttarfélaga rakinn, þær hafi þann tilgang að ganga úr skugga um að atvinnurekandi og starfsmenn hans starfi í samræmi við gildandi lög, reglugerðir og kjarasamninga. Eftirlitsheimsókn skuli því meðal annars hafa það markmið að afla upplýsinga um raunveruleg launakjör starfsmanna og geti leitt til viðbragða, meðal annars af hálfu stéttarfélags, sé eitthvað brogað í þeim efnum. Háttsemi fulltrúa Matvís í umræddri eftilitsheimsókn hafi vikið verulega frá þeirri háttsemi sem vænta hafi mátt af þeim, einkum í ljósi skráðra hátternisreglna sem fram komi í handbók ASÍ um eftirlitsfulltrúa. Það skoðist í ljósi þess að Matvís sé falið sérstakt hlutverk við eftirlit á vettvangi atvinnurekenda og verði að gera ríkar kröfur til þess að félagið fari með slíkar heimildir í samræmi við skráðar hátternisreglur. „Að teknu tilliti til þessa, að virtum framangreindum atvikum,er ljóstað umrædd eftirlitsheimsókn fór fram meðólögmætum hætti og að framganga fulltrúa stefnda var þess eðlis að skilyrðinuum saknæmi erjafnframt fullnægt, en á umræddri háttsemi ber stefndi ábyrgð samkvæmt reglum um vinnuveitendaábyrgð.“ Tókst að sýna fram á tjón þrátt fyrir faraldurinn Þá segir í dóminum að eigendur Flame hafi lagt fram virðisaukaskattsskýrslur til sönnunar um að þeir hefðu orðið fyrir tjóni, en af framlögðum skýrslum megi ráða að tekjur þeirra lækkuðu frá því að eftirlitsheimsókn Matvís fór fram 19. ágúst 2022, sé til dæmis litið til virðisaukaskattsskýrslna vegna ágúst 2022 til desember sama ár og þær bornar saman við sams konar skýrslur fyrri mánuði ársins 2022. Jafnframt væri ljóst að Flame hafi verið lokað strax í kjölfar eftirlitsheimsóknarinnar, sökum brotthvarfs þriggja sérhæfðra starfsmanna hans, og hann hafi raunar að mestu verið lokaður til mars 2023. Með þessu þyki eigendurnir hafa leitt nægar líkur að því að hann hafi orðið fyrir tjóni sem rekja megi til eftirlitsheimsóknarinnar. Matvís mótmælti því að eigendurni hefðu orðið fyrir tjóni og vísuðu meðal annars til þess að staðurinn hefði þegar verið í miklum rekstrarörðugleikum vegna heimsfaraldurs Covid-19 og þess að Flame hefði sannanlega hlunnfarið starfsmenn sína um laun frá apríl 2021 og því ekki lögmætar forsendur fyrir rekstri hans. Með hliðsjón af framangreindu yrði fallist á að kröfu eigenda Flame um viðurkenningu á bótaskyldu Matvís. Fjárhæð skaðabóta liggur ekki fyrir. Yfirlýsingin rúmaðist innan tjáningarfrelsis Sem áður segir kröfðust eigendur Flame einnig skaðabóta vegna meints tjóns vegna fréttatilkynningar Matvís og tjáningar starfsmanna þess í fjölmiðlum í kjölfarið. Í dóminum er rakið að eigandi Flame sé einkahlutafélag og að þótt lögaðilar hafi hagsmuni af því að verða ekki fyrir óréttmætu umtali séu þeir hagsmunir öðruvísi en hagsmunir einstaklinga og fremur viðskiptalegs eðlis. Þannig hafi lögaðilar ekki verið taldir njóta stjórnarskrárbundinnar æruverndar, svo sem einstaklingar gera samkvæmt stjórnarskránni. Afmörkun á hagsmunum skipti máli við mat á því hvort skilyrðum til takmörkunar á tjáningarfrelsi sé fullnægt, samanber tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár. Þannig þurfi meira að koma til þegar um lögaðila er að ræða heldur en einstaklinga svo tjáning sem beinist að lögaðilum sæti takmörkunum. Að virtum atvikum málsins hafi yfirlýsing sem senda var fjölmiðlum og tjáning starfsmanna Matvís í fjölmiðlum rúmast innan tjáningarfrelsis og geti því ekki talist saknæm og ólögmæt háttsemi. Því væri Matvís sýknað af kröfum um skaðabætur vegna þessa. Með hliðsjón af úrslitum málsins var Matvís dæmt til að greiða eigendum Flame hluta málskostnaðar, 1,2 milljónir króna. Stéttarfélög Kjaramál Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Fullyrðingar um mansal og stórfelldan launaþjófnað rökleysa Forsvarsmenn veitingastaðanna Flame og Bambus segja kolrangt að starfsfólk veitingastaðanna hafi unnið í tíu til sextán tíma, sex daga vikunnar. Ljóst sé að fullyrðingar um mansal og stórfelldan launaþjófnað eigi ekki við rök að styðjast. Undirbúningur að stefnu á hendur Matvís, félagi iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum, er hafinn. 1. nóvember 2022 17:47 Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56 Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Ítarlega hefur verið fjallað um veitingastaðinn Flame í Borgartúni, þar sem grunur var uppi um stórfelldan launaþjófnað og óeðlilega meðferð á þremur starfsmönnum. Veitingastaðurinn Bambus, sem er í eigu sama fólks, kom einnig við sögu. Tveir fulltrúar Matvís réðust í eftirlitsheimsókn á Flame með fulltingi tveggja lögregluþjóna. Þann 19. ágúst árið 2022. Fulltrúarnir ræddu við starfsmennina þrjá og lögðu að þeim að segja upp störfum og flytja úr íbúð sem þeir bjuggi í á vegum atvinnuveitendanna. Fréttatilkynning og mikil umfjöllun Í kjölfarið sendi félagið frá sér fréttatilkynningu um málið og fulltrúar þess tjáðu sig um það í fjölmiðlum og tíunduðu það sem eigendur staðarins voru grunaðir um. Eigendurnir sáu sér þá eina leið færa að loka veitingastaðnum eftir að starfsmenn þeirra hættu að undirlagi stéttarfélagsins. Þeir höfðuðu skaðabótamál á hendur Matvís og kröfðust bóta vegna háttsemi starfsmanna Matvís, fréttatilkynningarinnar og framkomu starfsmanna í fjölmiðlum. Sögðust geta reddað starfsmönnunum vinnu Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp 29. október, segir að af upptökum af eftirlitsheimsókninni á Flame megi ráða að í upphafi eftirlitsheimsóknarinnar hafi eftirlitsfulltrúar meðal annars óskað eftir upplýsingum um hve lengi starfsfólkið hefði unnið á veitingastaðnum og hve langur vinnudagur þess væri. Af samskiptunum að dæma virtist starfsfólkið hafa upplýst um laun sín og einn starfsmaðurinn sagst vinna að minnsta kosti tíu tíma á dag. Þá hafi komið fram í máli starfsfólksins að það byggi saman, en ráða yrði að fulltrúar Matvís hefðu verið upplýstir um að húsnæðið væri í eigu fyrirsvarsmanna Flame. „Sögðu fulltrúar stefnda að þeir vildu hjálpa starfsfólkinu að fá aðra vinnu, útvega því íbúð og að það hætti störfum fyrir stefnanda Teppanyaki Iceland ehf. Fulltrúar stefndu upplýstu um að þeir héldu að starfsfólkið myndi ekki fá greitt um næstu mánaðamót vegna vinnu ágústmánaðar.“ Sextán til sautján tímar á dag Þá hafi komið fram í máli fulltrúanna að Teppanyaki Iceland ehf., félag eigenda Flame, væri í mikilli skuld við íslenska ríkið, ekki væru greiddir skattar eða lögbundin gjöld og því hefði ríkið lagt fram kæru og fryst allar eignir á öllum bankareikningum. Loks hafi komið fram í máli eins starfsmanns Flame að lágmarksvinna væri tíu tímar en ekki væri öll vinna skráð. Fulltrúi Matvís hafi þá sagt við lögreglumann að raunverulega væri vinnan sextán eða sautján tímar á dag, eins og Íslendingar myndu telja þá. Háttsemin vék verulega frá háttsemisreglum Í dóminum er tilgangur eftirlitsheimsókna stéttarfélaga rakinn, þær hafi þann tilgang að ganga úr skugga um að atvinnurekandi og starfsmenn hans starfi í samræmi við gildandi lög, reglugerðir og kjarasamninga. Eftirlitsheimsókn skuli því meðal annars hafa það markmið að afla upplýsinga um raunveruleg launakjör starfsmanna og geti leitt til viðbragða, meðal annars af hálfu stéttarfélags, sé eitthvað brogað í þeim efnum. Háttsemi fulltrúa Matvís í umræddri eftilitsheimsókn hafi vikið verulega frá þeirri háttsemi sem vænta hafi mátt af þeim, einkum í ljósi skráðra hátternisreglna sem fram komi í handbók ASÍ um eftirlitsfulltrúa. Það skoðist í ljósi þess að Matvís sé falið sérstakt hlutverk við eftirlit á vettvangi atvinnurekenda og verði að gera ríkar kröfur til þess að félagið fari með slíkar heimildir í samræmi við skráðar hátternisreglur. „Að teknu tilliti til þessa, að virtum framangreindum atvikum,er ljóstað umrædd eftirlitsheimsókn fór fram meðólögmætum hætti og að framganga fulltrúa stefnda var þess eðlis að skilyrðinuum saknæmi erjafnframt fullnægt, en á umræddri háttsemi ber stefndi ábyrgð samkvæmt reglum um vinnuveitendaábyrgð.“ Tókst að sýna fram á tjón þrátt fyrir faraldurinn Þá segir í dóminum að eigendur Flame hafi lagt fram virðisaukaskattsskýrslur til sönnunar um að þeir hefðu orðið fyrir tjóni, en af framlögðum skýrslum megi ráða að tekjur þeirra lækkuðu frá því að eftirlitsheimsókn Matvís fór fram 19. ágúst 2022, sé til dæmis litið til virðisaukaskattsskýrslna vegna ágúst 2022 til desember sama ár og þær bornar saman við sams konar skýrslur fyrri mánuði ársins 2022. Jafnframt væri ljóst að Flame hafi verið lokað strax í kjölfar eftirlitsheimsóknarinnar, sökum brotthvarfs þriggja sérhæfðra starfsmanna hans, og hann hafi raunar að mestu verið lokaður til mars 2023. Með þessu þyki eigendurnir hafa leitt nægar líkur að því að hann hafi orðið fyrir tjóni sem rekja megi til eftirlitsheimsóknarinnar. Matvís mótmælti því að eigendurni hefðu orðið fyrir tjóni og vísuðu meðal annars til þess að staðurinn hefði þegar verið í miklum rekstrarörðugleikum vegna heimsfaraldurs Covid-19 og þess að Flame hefði sannanlega hlunnfarið starfsmenn sína um laun frá apríl 2021 og því ekki lögmætar forsendur fyrir rekstri hans. Með hliðsjón af framangreindu yrði fallist á að kröfu eigenda Flame um viðurkenningu á bótaskyldu Matvís. Fjárhæð skaðabóta liggur ekki fyrir. Yfirlýsingin rúmaðist innan tjáningarfrelsis Sem áður segir kröfðust eigendur Flame einnig skaðabóta vegna meints tjóns vegna fréttatilkynningar Matvís og tjáningar starfsmanna þess í fjölmiðlum í kjölfarið. Í dóminum er rakið að eigandi Flame sé einkahlutafélag og að þótt lögaðilar hafi hagsmuni af því að verða ekki fyrir óréttmætu umtali séu þeir hagsmunir öðruvísi en hagsmunir einstaklinga og fremur viðskiptalegs eðlis. Þannig hafi lögaðilar ekki verið taldir njóta stjórnarskrárbundinnar æruverndar, svo sem einstaklingar gera samkvæmt stjórnarskránni. Afmörkun á hagsmunum skipti máli við mat á því hvort skilyrðum til takmörkunar á tjáningarfrelsi sé fullnægt, samanber tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár. Þannig þurfi meira að koma til þegar um lögaðila er að ræða heldur en einstaklinga svo tjáning sem beinist að lögaðilum sæti takmörkunum. Að virtum atvikum málsins hafi yfirlýsing sem senda var fjölmiðlum og tjáning starfsmanna Matvís í fjölmiðlum rúmast innan tjáningarfrelsis og geti því ekki talist saknæm og ólögmæt háttsemi. Því væri Matvís sýknað af kröfum um skaðabætur vegna þessa. Með hliðsjón af úrslitum málsins var Matvís dæmt til að greiða eigendum Flame hluta málskostnaðar, 1,2 milljónir króna.
Stéttarfélög Kjaramál Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Fullyrðingar um mansal og stórfelldan launaþjófnað rökleysa Forsvarsmenn veitingastaðanna Flame og Bambus segja kolrangt að starfsfólk veitingastaðanna hafi unnið í tíu til sextán tíma, sex daga vikunnar. Ljóst sé að fullyrðingar um mansal og stórfelldan launaþjófnað eigi ekki við rök að styðjast. Undirbúningur að stefnu á hendur Matvís, félagi iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum, er hafinn. 1. nóvember 2022 17:47 Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56 Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Fullyrðingar um mansal og stórfelldan launaþjófnað rökleysa Forsvarsmenn veitingastaðanna Flame og Bambus segja kolrangt að starfsfólk veitingastaðanna hafi unnið í tíu til sextán tíma, sex daga vikunnar. Ljóst sé að fullyrðingar um mansal og stórfelldan launaþjófnað eigi ekki við rök að styðjast. Undirbúningur að stefnu á hendur Matvís, félagi iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum, er hafinn. 1. nóvember 2022 17:47
Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31
Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56
Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06