Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. október 2024 13:20 Bryndís Haraldsdóttir er forseti Norðurlandaráðs og er hæstánægð með hvernig til tóks á þinginu. Vísir/Vilhelm Á lokadegi Norðurlandaráðsþingsins samþykkti það þingsályktunartillögu um breytingu á Helsingfors-sáttmálanum. Þingið vill að ríkisstjórnir á Norðurlöndunum finni út úr því hvernig þær geti boðið Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum fulla aðild að Norðurlandaráði. Lokadagur Norðurlandaráðsþingsins á Íslandi er runninn upp og en Bryndís Haraldsdóttir forseti Norðurlandaráðs, segir sögulega heimsókn Úkraínuforseta standa upp úr. „Og séð hversu ofboðslega mikil samstaða er meðal þingmanna Norðurlandanna með baráttu Úkraínumanna og svo fengum við Svetlönu Tsikhanovskaya sem var líka með áhrifamikið erindi þannig að það verður að segjast að það sem stendur upp úr eftir þetta þing og gerir það sögulegt,“ segir Bryndís. Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, var gestur á Norðurlandaráðsþinginu.Vísir/Vilhelm Sjá nánar: Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi Færeyingar hafa sótt það fast í marga áratugi að hljóta fulla aðild að Norðurlandaráði. Álendingar og Grænlendingar vilja það sama en það vakti athygli að enginn ráðherra Grænlands er viðstaddur þingið vegna óánægju þeirra yfir því að hafa ekki vægi til jafns við önnur ríki í Norðurlandaráði. Í morgun samþykkti ráðið þingsályktunartillögu um breytingu á Helsingfors-sáttmálanum. Verið er að færa inn nýjar greinar eins og um öryggis- og varnarmál, loftslagsmál og fleira. En það sem meira er, Norðurlandaráðsþingið leggur til að hópur verði settur á laggirnar sem er skipaður fulltrúum ríkisstjórna landanna til að leysa úr því hvernig hægt verði að gefa Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum fulla aðild. „Ég er rosalega glöð með þennan áfanga sem náðist þarna áðan því það var svo mikill samhljómur. Þetta er þó auðvitað ekki þannig að sé búið að svara öllum spurningum og einverjir kunna að velta fyrir sér stjórnarskrá og slíku en þá er það kannski okkar afstaða að segja, það er þá bara verkefni Dana, Færeyinga og Grænlendinga. Mette Frederiksen var skýr í máli sínu hér á þinginu um að þetta væri eitthvað sem þau myndu leysa. Finnar og Álendingar þurfa svo kannski aðeins að renna yfir þetta sín megin.“ Þetta sé stórt skref í rétta átt „Það er allavega skýrt að Norðurlandaráð er að hvetja ríkisstjórnir landanna til að breyta Helsingfors-sáttamálanum og ná betur utan um þessi átta lönd sem eru og eiga að vera fullir þátttakendur í norrænu samstarfi.“ Norðurlandaráð Norðurslóðir Utanríkismál Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Álandseyjar Færeyjar Grænland Tengdar fréttir Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, hefur ekki heyrt frá eiginmanni sínum sem hefur verið í fangelsi í heimalandinu í sex hundruð daga og veit ekki hvort hann er yfir höfuð enn á lífi. Hún hvetur Íslendinga til að halda áfram að styðja við baráttuna fyrir lýðræði í Belarús og til þess að nýta kosningaréttinn sinn sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut. 29. október 2024 23:16 Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Forseti Úkraínu segir Rússa hafa tekist að leggja Georgíu nánast undir sig í nýafstöðnum kosningum þar og Moldóva muni falla innan tveggja ára nái Rússar sínu fram. Hann gangrýnir hik Vesturlanda varðandi heimildir á notkun langdrægra vopna á sama tíma og Putin fari yfir rauðar línur með innflutningi hermanna frá norður Kóreu. 29. október 2024 20:01 Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Lokadagur Norðurlandaráðsþingsins á Íslandi er runninn upp og en Bryndís Haraldsdóttir forseti Norðurlandaráðs, segir sögulega heimsókn Úkraínuforseta standa upp úr. „Og séð hversu ofboðslega mikil samstaða er meðal þingmanna Norðurlandanna með baráttu Úkraínumanna og svo fengum við Svetlönu Tsikhanovskaya sem var líka með áhrifamikið erindi þannig að það verður að segjast að það sem stendur upp úr eftir þetta þing og gerir það sögulegt,“ segir Bryndís. Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, var gestur á Norðurlandaráðsþinginu.Vísir/Vilhelm Sjá nánar: Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi Færeyingar hafa sótt það fast í marga áratugi að hljóta fulla aðild að Norðurlandaráði. Álendingar og Grænlendingar vilja það sama en það vakti athygli að enginn ráðherra Grænlands er viðstaddur þingið vegna óánægju þeirra yfir því að hafa ekki vægi til jafns við önnur ríki í Norðurlandaráði. Í morgun samþykkti ráðið þingsályktunartillögu um breytingu á Helsingfors-sáttmálanum. Verið er að færa inn nýjar greinar eins og um öryggis- og varnarmál, loftslagsmál og fleira. En það sem meira er, Norðurlandaráðsþingið leggur til að hópur verði settur á laggirnar sem er skipaður fulltrúum ríkisstjórna landanna til að leysa úr því hvernig hægt verði að gefa Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum fulla aðild. „Ég er rosalega glöð með þennan áfanga sem náðist þarna áðan því það var svo mikill samhljómur. Þetta er þó auðvitað ekki þannig að sé búið að svara öllum spurningum og einverjir kunna að velta fyrir sér stjórnarskrá og slíku en þá er það kannski okkar afstaða að segja, það er þá bara verkefni Dana, Færeyinga og Grænlendinga. Mette Frederiksen var skýr í máli sínu hér á þinginu um að þetta væri eitthvað sem þau myndu leysa. Finnar og Álendingar þurfa svo kannski aðeins að renna yfir þetta sín megin.“ Þetta sé stórt skref í rétta átt „Það er allavega skýrt að Norðurlandaráð er að hvetja ríkisstjórnir landanna til að breyta Helsingfors-sáttamálanum og ná betur utan um þessi átta lönd sem eru og eiga að vera fullir þátttakendur í norrænu samstarfi.“
Norðurlandaráð Norðurslóðir Utanríkismál Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Álandseyjar Færeyjar Grænland Tengdar fréttir Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, hefur ekki heyrt frá eiginmanni sínum sem hefur verið í fangelsi í heimalandinu í sex hundruð daga og veit ekki hvort hann er yfir höfuð enn á lífi. Hún hvetur Íslendinga til að halda áfram að styðja við baráttuna fyrir lýðræði í Belarús og til þess að nýta kosningaréttinn sinn sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut. 29. október 2024 23:16 Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Forseti Úkraínu segir Rússa hafa tekist að leggja Georgíu nánast undir sig í nýafstöðnum kosningum þar og Moldóva muni falla innan tveggja ára nái Rússar sínu fram. Hann gangrýnir hik Vesturlanda varðandi heimildir á notkun langdrægra vopna á sama tíma og Putin fari yfir rauðar línur með innflutningi hermanna frá norður Kóreu. 29. október 2024 20:01 Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, hefur ekki heyrt frá eiginmanni sínum sem hefur verið í fangelsi í heimalandinu í sex hundruð daga og veit ekki hvort hann er yfir höfuð enn á lífi. Hún hvetur Íslendinga til að halda áfram að styðja við baráttuna fyrir lýðræði í Belarús og til þess að nýta kosningaréttinn sinn sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut. 29. október 2024 23:16
Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Forseti Úkraínu segir Rússa hafa tekist að leggja Georgíu nánast undir sig í nýafstöðnum kosningum þar og Moldóva muni falla innan tveggja ára nái Rússar sínu fram. Hann gangrýnir hik Vesturlanda varðandi heimildir á notkun langdrægra vopna á sama tíma og Putin fari yfir rauðar línur með innflutningi hermanna frá norður Kóreu. 29. október 2024 20:01
Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18