Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar 31. október 2024 15:17 Það er svo augljóst að það er útlendingavandamál á Íslandi. Ég segi það ekki af því að ég er haldinn einhverri útlendingaandúð, ég er það alls ekki. Konan mín, mágkona, amma mín heitin, maður móður minnar og kona föður míns eru öll útlendingar. En að sjá ekki vandann er ekkert annað en að stinga höfðinu ofan í sandinn. Vandamálið snýr að því hve hræðilega illa gengur að fá innflytjendur til þess að tileinka sér tungu heimamanna, raunar svo mjög að samkvæmt nýrri skýrslu frá OECD þá gengur það hvergi verr í heiminum en hér. Stöðugt er verið að ýta íslenskunni út út um allt. Sífellt fleiri vinnustaðir vinna ekki lengur á íslensku og mjög víða er þjónusta ekki lengur aðgengileg á íslensku. Ég hef kynnst og vingast við fjöldann allan af innflytjendum í hinum ýmsu störfum sem ég hef sinnt í ferðaþjónustu og í byggingariðnaði. Mín reynsla hefur verið sú að mikill meirihluti innflytjenda sem ég hef kynnst hefur lítinn áhuga á að læra íslensku. Viðhorfið ,,til hvers að læra og tala íslensku þegar að allir hér kunna ensku" er verulega útbreitt. Nú er svo komið að þetta ömurlega viðhorf er einnig orðið algengt hjá fjöldann allan af fyrirtækjum í landinu og meira að segja hjá sumum sveitarfélögum. Þessi þróun er að eiga sér stað á ógnarhraða. Breytingar á íbúasamsetningu þessa lands eru einnig að breytast með ógnarhraða, hraðar en í nokkru öðru landi samkvæmt OECD. Ef fram fer sem horfir þá verða Íslendingar komnir í minnihluta árið 2039 ef miðað er við fjölgun útlendinga á síðustu tveimur árum. Hvað verður um íslenskuna þá? Það stefnir í að íslensk tunga verður aðeins til heimabrúks hjá litlum frumbyggjaminnihlutahópi. Er það ekki vandamál? Höfundur er leiðsögumaður, skógfræðingur og húsasmíðanemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Útlendingar” og “þetta fólk” Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Sjá meira
Það er svo augljóst að það er útlendingavandamál á Íslandi. Ég segi það ekki af því að ég er haldinn einhverri útlendingaandúð, ég er það alls ekki. Konan mín, mágkona, amma mín heitin, maður móður minnar og kona föður míns eru öll útlendingar. En að sjá ekki vandann er ekkert annað en að stinga höfðinu ofan í sandinn. Vandamálið snýr að því hve hræðilega illa gengur að fá innflytjendur til þess að tileinka sér tungu heimamanna, raunar svo mjög að samkvæmt nýrri skýrslu frá OECD þá gengur það hvergi verr í heiminum en hér. Stöðugt er verið að ýta íslenskunni út út um allt. Sífellt fleiri vinnustaðir vinna ekki lengur á íslensku og mjög víða er þjónusta ekki lengur aðgengileg á íslensku. Ég hef kynnst og vingast við fjöldann allan af innflytjendum í hinum ýmsu störfum sem ég hef sinnt í ferðaþjónustu og í byggingariðnaði. Mín reynsla hefur verið sú að mikill meirihluti innflytjenda sem ég hef kynnst hefur lítinn áhuga á að læra íslensku. Viðhorfið ,,til hvers að læra og tala íslensku þegar að allir hér kunna ensku" er verulega útbreitt. Nú er svo komið að þetta ömurlega viðhorf er einnig orðið algengt hjá fjöldann allan af fyrirtækjum í landinu og meira að segja hjá sumum sveitarfélögum. Þessi þróun er að eiga sér stað á ógnarhraða. Breytingar á íbúasamsetningu þessa lands eru einnig að breytast með ógnarhraða, hraðar en í nokkru öðru landi samkvæmt OECD. Ef fram fer sem horfir þá verða Íslendingar komnir í minnihluta árið 2039 ef miðað er við fjölgun útlendinga á síðustu tveimur árum. Hvað verður um íslenskuna þá? Það stefnir í að íslensk tunga verður aðeins til heimabrúks hjá litlum frumbyggjaminnihlutahópi. Er það ekki vandamál? Höfundur er leiðsögumaður, skógfræðingur og húsasmíðanemi
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar