Ríkjandi meistari stígur á svið Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2024 10:02 Það mæta kanónur til leiks á öðru keppniskvöldi Úrvalsdeildarinnar í pílukasti, með ríkjandi meistara Hallgrím Egilsson fremstan í flokki. Stöð 2 Sport Ríkjandi meistari mætir til keppni á morgun þegar annað keppniskvöld Úrvalsdeildarinnar í pílukasti fer fram á Bullseye við Snorrabraut í Reykjavík. Keppnin er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Dilyan Kolev úr Píludeild Þórs fagnaði sigri á fyrsta keppniskvöldinu, á Selfossi um síðustu helgi. Alls taka 16 bestu pílukastarar landsins þátt í Úrvalsdeildinni og keppir hver þeirra á tveimur af fjórum mótum, áður en átta manna úrslitin taka við í lok þessa mánaðar. Nánar má lesa um fyrirkomulagið hér. Í fyrsta leiknum annað kvöld mætast Grindvíkingarnir Alexander Veigar Þorvaldsson og Guðjón Hauksson. Alexander er einn af bestu pílukösturum landsins um þessar mundir en Guðjón er einn reynslumesti kastarinn á landinu og á fjölmarga Íslandsmeistaratitla. Í öðrum leik kvöldsins mætast þeir Hörður Þór Guðjónsson frá Pílufélagi Grindavíkur og Árni Ágúst Daníelsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar. Hörður kemur inn í miklu formi en hann sigraði síðustu umferð efstu deildar Floridana deildarinnar sem fór fram fyrir nokkrum vikum. Árni Ágúst er ungur og efnilegur kastari sem hefur tekið miklum framförum síðastliðna mánuði og mun ekki gefa Herði neitt eftir. Ríkjandi meistari mætir Skagamanni Í þriðja leik kvöldsins mætast þeir Haraldur Birgisson frá Pílufélagi Kópavogs og Arngrímur Anton Ólafsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar. Haraldur er með bakið upp við vegg eftir tap í fyrstu umferð og þarf því nauðsynlega á sigri að halda til að eiga möguleika á að enda í efstu 8 sætunum fyrir niðurskurð. Haraldur mun þó eiga fullt í fangi með Anton þar sem hann er gríðalega öflugur. Anton tók þátt fyrir Íslands hönd á PDC World Cup of Darts ásamt Pétri Rúðrik Guðmundssyni og er því vel kunnugur að spila fyrir framan myndavélar og fullan sal af fólki. Í fjórða og síðasta leik fjórðungsúrslitanna mætir loks Úrvalsdeildarmeistarinn frá því í fyrra, Hallgrímur Egilsson, til leiks en hann spilar fyrir Pílukastfélag Reykjavíkur. Hann tekur á móti Gunnari Hafsteini Ólafssyni frá Pílufélagi Akraness. Hallgrímur er sigurstranglegri en Gunnar hefur verið að spila fantagóða pílu uppá síðkastið og verður spennandi að fylgjast með. Eftir fjórðungsúrslit kvöldins verða spiluð undanúrslit og fylgir úrslitaleikurinn þar á eftir, allt í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:30 annað kvöld. Pílukast Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira
Dilyan Kolev úr Píludeild Þórs fagnaði sigri á fyrsta keppniskvöldinu, á Selfossi um síðustu helgi. Alls taka 16 bestu pílukastarar landsins þátt í Úrvalsdeildinni og keppir hver þeirra á tveimur af fjórum mótum, áður en átta manna úrslitin taka við í lok þessa mánaðar. Nánar má lesa um fyrirkomulagið hér. Í fyrsta leiknum annað kvöld mætast Grindvíkingarnir Alexander Veigar Þorvaldsson og Guðjón Hauksson. Alexander er einn af bestu pílukösturum landsins um þessar mundir en Guðjón er einn reynslumesti kastarinn á landinu og á fjölmarga Íslandsmeistaratitla. Í öðrum leik kvöldsins mætast þeir Hörður Þór Guðjónsson frá Pílufélagi Grindavíkur og Árni Ágúst Daníelsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar. Hörður kemur inn í miklu formi en hann sigraði síðustu umferð efstu deildar Floridana deildarinnar sem fór fram fyrir nokkrum vikum. Árni Ágúst er ungur og efnilegur kastari sem hefur tekið miklum framförum síðastliðna mánuði og mun ekki gefa Herði neitt eftir. Ríkjandi meistari mætir Skagamanni Í þriðja leik kvöldsins mætast þeir Haraldur Birgisson frá Pílufélagi Kópavogs og Arngrímur Anton Ólafsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar. Haraldur er með bakið upp við vegg eftir tap í fyrstu umferð og þarf því nauðsynlega á sigri að halda til að eiga möguleika á að enda í efstu 8 sætunum fyrir niðurskurð. Haraldur mun þó eiga fullt í fangi með Anton þar sem hann er gríðalega öflugur. Anton tók þátt fyrir Íslands hönd á PDC World Cup of Darts ásamt Pétri Rúðrik Guðmundssyni og er því vel kunnugur að spila fyrir framan myndavélar og fullan sal af fólki. Í fjórða og síðasta leik fjórðungsúrslitanna mætir loks Úrvalsdeildarmeistarinn frá því í fyrra, Hallgrímur Egilsson, til leiks en hann spilar fyrir Pílukastfélag Reykjavíkur. Hann tekur á móti Gunnari Hafsteini Ólafssyni frá Pílufélagi Akraness. Hallgrímur er sigurstranglegri en Gunnar hefur verið að spila fantagóða pílu uppá síðkastið og verður spennandi að fylgjast með. Eftir fjórðungsúrslit kvöldins verða spiluð undanúrslit og fylgir úrslitaleikurinn þar á eftir, allt í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:30 annað kvöld.
Pílukast Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira