Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 1. nóvember 2024 10:17 Félagsbústaðir vilja hækka leigu um 6,5% umfram vísitölu neysluverðs. Félagið leigir út húsnæði til fólks undir ákveðnum tekju- og eignarmörkum. Flokkur fólksins í borginni hefur mótmælt þessu harðlega strax á umsagnarferli. Ekkert lát er á árásum á fátækasta fólkið í borginni. Fulltrúi Flokks fólksins í velferðarráði styður ekki að leiga verði hækkuð og það án nokkurra mótvægisaðgerða. Ef þarf að hækka húsaleigu hjá Félagsbústöðum til að halda fyrirtækinu á floti má ætla að viðskiptamódel Félagsbústaða gangi ekki upp miðað við núverandi forsendur. Leigumarkaðurinn er alvarlega sjúkur og hafa stjórnvöld gert lítið til að koma böndum á hann. Flokkur fólksins vill koma varanlegri skikkan á hinn almenna leigumarkað og setja takmarkanir varðandi hækkanir á leiguverði. Leita þarf annarra leiða en að hækka leigu hjá þeim verst settu. Efla þarf réttarvernd leigjenda og verja leigjendur Félagsbústaða fyrir hækkunum með sérstökum aðgerðum s.s. að hækka sérstakan húsnæðisstuðning sem nemur hækkunum Félagsbústaða. Fulltrúa Flokks fólksins finnst sífellt að stjórnvöld hugsi um hvað sé íþyngjandi fyrir leigusala en sjaldnar er hugað að leigukaupa. Þetta er ekkert annað er árásir á okkar minnstu bræður og systur. Koma verður böndum á stjórnlausan leigumarkað og standa vörð á sama tíma um þá sem minna mega sín í samfélagi okkar þar sem fátækt og ójöfnuður hefur aukist. Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi. Hún skipar einnig 2. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Félagsbústaðir vilja hækka leigu um 6,5% umfram vísitölu neysluverðs. Félagið leigir út húsnæði til fólks undir ákveðnum tekju- og eignarmörkum. Flokkur fólksins í borginni hefur mótmælt þessu harðlega strax á umsagnarferli. Ekkert lát er á árásum á fátækasta fólkið í borginni. Fulltrúi Flokks fólksins í velferðarráði styður ekki að leiga verði hækkuð og það án nokkurra mótvægisaðgerða. Ef þarf að hækka húsaleigu hjá Félagsbústöðum til að halda fyrirtækinu á floti má ætla að viðskiptamódel Félagsbústaða gangi ekki upp miðað við núverandi forsendur. Leigumarkaðurinn er alvarlega sjúkur og hafa stjórnvöld gert lítið til að koma böndum á hann. Flokkur fólksins vill koma varanlegri skikkan á hinn almenna leigumarkað og setja takmarkanir varðandi hækkanir á leiguverði. Leita þarf annarra leiða en að hækka leigu hjá þeim verst settu. Efla þarf réttarvernd leigjenda og verja leigjendur Félagsbústaða fyrir hækkunum með sérstökum aðgerðum s.s. að hækka sérstakan húsnæðisstuðning sem nemur hækkunum Félagsbústaða. Fulltrúa Flokks fólksins finnst sífellt að stjórnvöld hugsi um hvað sé íþyngjandi fyrir leigusala en sjaldnar er hugað að leigukaupa. Þetta er ekkert annað er árásir á okkar minnstu bræður og systur. Koma verður böndum á stjórnlausan leigumarkað og standa vörð á sama tíma um þá sem minna mega sín í samfélagi okkar þar sem fátækt og ójöfnuður hefur aukist. Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi. Hún skipar einnig 2. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi alþingiskosningum.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar