Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2024 12:09 Ruben Amorim hefur náð frábærum árangri sem stjóri Sporting Lissabon. Getty/Diogo Cardoso Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur nú staðfest komu portúgalska stjórans Ruben Amorim. Hann mun taka formlega við liðinu mánudaginn 11. nóvember. Amorim hefur skrifað undir samning við United sem gildir til júní 2027, með möguleika á árs framlengingu. Hann mætir á Old Trafford þegar hann hefur lokið sínum skyldum hjá Sporting Lissabon. It's done.Bem-vindo ao Manchester United, Ruben Amorim 🇵🇹🤝🔴#MUFC— Manchester United (@ManUtd) November 1, 2024 United mætir Chelsea á sunnudaginn, spilar síðan við gríska liðið PAOK í Evrópudeildinni á fimmtudaginn í næstu viku og síðasti leikurinn fyrir landsleikjahlé er síðan á móti Leicester. Ruud van Nistelrooy mun stýra United í þessum leikjum áður en Amorim tekur svo til starfa. Amorim, sem er 39 ára gamall, hefur stýrt Sporting Lissabon frá árinu 2020 og gerði liðið að portúgölskum meistara í fyrsta sinn í nítján ár. Hann vann portúgalska meistaratitilinn tvisvar með liðinu. Sporting Lissabon tilkynnti fyrr í þessari viku að United hefði samþykkt að greiða 10 milljónir evra til að leysa Amorim undan samningi, en klásúla í samningnum gerði það kleift. Amorim er sjötti stjórinn sem United ræður frá því að 26 ára stjórnartíð Sir Alex Ferguson lauk árið 2013. Ten Hag hafði stýrt liðinu frá sumrinu 2022 og unnið með því enska deildabikarinn fyrra tímabil sitt og enska bikarmeistaratitilinn seinna tímabilið. Fyrsti leikur United undir stjórn Amorim verður útileikur gegn nýliðum Ipswich 24. nóvember en fyrstu heimaleikurinn verður svo við norska liðið Bodö/Glimt í Evrópudeildinni 28. nóvember. Enski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Amorim hefur skrifað undir samning við United sem gildir til júní 2027, með möguleika á árs framlengingu. Hann mætir á Old Trafford þegar hann hefur lokið sínum skyldum hjá Sporting Lissabon. It's done.Bem-vindo ao Manchester United, Ruben Amorim 🇵🇹🤝🔴#MUFC— Manchester United (@ManUtd) November 1, 2024 United mætir Chelsea á sunnudaginn, spilar síðan við gríska liðið PAOK í Evrópudeildinni á fimmtudaginn í næstu viku og síðasti leikurinn fyrir landsleikjahlé er síðan á móti Leicester. Ruud van Nistelrooy mun stýra United í þessum leikjum áður en Amorim tekur svo til starfa. Amorim, sem er 39 ára gamall, hefur stýrt Sporting Lissabon frá árinu 2020 og gerði liðið að portúgölskum meistara í fyrsta sinn í nítján ár. Hann vann portúgalska meistaratitilinn tvisvar með liðinu. Sporting Lissabon tilkynnti fyrr í þessari viku að United hefði samþykkt að greiða 10 milljónir evra til að leysa Amorim undan samningi, en klásúla í samningnum gerði það kleift. Amorim er sjötti stjórinn sem United ræður frá því að 26 ára stjórnartíð Sir Alex Ferguson lauk árið 2013. Ten Hag hafði stýrt liðinu frá sumrinu 2022 og unnið með því enska deildabikarinn fyrra tímabil sitt og enska bikarmeistaratitilinn seinna tímabilið. Fyrsti leikur United undir stjórn Amorim verður útileikur gegn nýliðum Ipswich 24. nóvember en fyrstu heimaleikurinn verður svo við norska liðið Bodö/Glimt í Evrópudeildinni 28. nóvember.
Enski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira