Erlent

Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu

Kjartan Kjartansson skrifar
Björgunarlið leitar að fólki í rústunum eftir að steinsteypt skyggni hrundi við lestarstöð í Novi Sad í Serbíu.
Björgunarlið leitar að fólki í rústunum eftir að steinsteypt skyggni hrundi við lestarstöð í Novi Sad í Serbíu. AP

Átta manns eru látnir eftir að steypuskyggni á járnbrautarstöð í næststærstu borg Serbíu í dag. Tveir til viðbótar eru slasaðir, þar á meðal karlmaður sem þurfti að aflima, og fleiri voru fastir undir brakinu.

Fólkið sem lést sat á bekkjum undir skyggninu þegar það hrundi í Novi Sad í norðanverðri Serbíu um hádegi að staðartíma í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stúlka er önnur tveggja manneskja sem eru undir brakinu.

Lestarstöðin var gerð upp fyrir þremur árum og frekari endurbætur voru gerðar í ár. Yfirvöld sem bera ábyrgð á stöðinni segja að skyggnið hafi ekki verið gert upp en það var reist árið 1964.

Björgunaraðgerðir við lestarstöðina í Novi Sad í Serbíu.AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×