Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 19:18 Sem nýútskrifaður kennari, umsjónarkennari og fagkennari í erlendum málum hef ég nú þá vitneskju og sýn að skólastarf snýst ekki bara um að miðla námsefni heldur snýst það að miklu leyti um heildstæða umsjón og umhyggju fyrir nemendum. Dagleg verkefni mín ná langt út fyrir kennslustundirnar sem ég kenni og langt út fyrir venjulegan 8-16 vinnutíma. Mín helstu verkefni er að fara yfir verkefni nemenda og veita þeim gagnlega endurgjöf sem þau geta byggt á. Ég bý til nýtt námsefni og tek tillit til sérþarfa nemenda minna með ýmsum aðlögunum. Ég tek tillit til og sinni líðan þeirra og ræði við foreldra og samstarfsfólk til að tryggja stuðning fyrir hvern nemanda og að öllum líði sem best í skólanum. Öll mín vinna byggir á skipulagi, því enn sem komið er vantar mig reynslu í bakpokann sem ég er að safna í. Í nýliðnu vetrarfríi vann ég stanslaust til að halda utan um allt það sem safnast hefur upp. Þetta er vinna sem tilheyrir því að vera faglegur og samviskusamur kennari. Ég spyr mig hvort ég geti starfað við þetta í mörg ár í viðbót ef starfið tekur stóran part af mínum frítíma en launin eru ekki í takt við það. Við sem stöndum framarlega í að byggja framtíð barnanna eigum það skilið að vera metin að verðleikum. Verkfall hefur nú skollið á og heldur líklega áfram ef ekki næst að semja um kjarabætur. Heyrst hefur að kröfurnar séu ekki skýrar en ég sem er ný í þessu starfi sé ekki betur en að þær séu mjög skýrar: kennarar eru að fara fram á sambærileg laun á við aðrar fagstéttir og um leið að fá viðurkenningu á því hlutverki sem þeir gegna í samfélaginu. Það þarf að fjárfesta í framtíð barnanna og sú fjárfesting hefst á því að virða og styðja kennara í störfum sínum. Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Skóla- og menntamál Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Sjá meira
Sem nýútskrifaður kennari, umsjónarkennari og fagkennari í erlendum málum hef ég nú þá vitneskju og sýn að skólastarf snýst ekki bara um að miðla námsefni heldur snýst það að miklu leyti um heildstæða umsjón og umhyggju fyrir nemendum. Dagleg verkefni mín ná langt út fyrir kennslustundirnar sem ég kenni og langt út fyrir venjulegan 8-16 vinnutíma. Mín helstu verkefni er að fara yfir verkefni nemenda og veita þeim gagnlega endurgjöf sem þau geta byggt á. Ég bý til nýtt námsefni og tek tillit til sérþarfa nemenda minna með ýmsum aðlögunum. Ég tek tillit til og sinni líðan þeirra og ræði við foreldra og samstarfsfólk til að tryggja stuðning fyrir hvern nemanda og að öllum líði sem best í skólanum. Öll mín vinna byggir á skipulagi, því enn sem komið er vantar mig reynslu í bakpokann sem ég er að safna í. Í nýliðnu vetrarfríi vann ég stanslaust til að halda utan um allt það sem safnast hefur upp. Þetta er vinna sem tilheyrir því að vera faglegur og samviskusamur kennari. Ég spyr mig hvort ég geti starfað við þetta í mörg ár í viðbót ef starfið tekur stóran part af mínum frítíma en launin eru ekki í takt við það. Við sem stöndum framarlega í að byggja framtíð barnanna eigum það skilið að vera metin að verðleikum. Verkfall hefur nú skollið á og heldur líklega áfram ef ekki næst að semja um kjarabætur. Heyrst hefur að kröfurnar séu ekki skýrar en ég sem er ný í þessu starfi sé ekki betur en að þær séu mjög skýrar: kennarar eru að fara fram á sambærileg laun á við aðrar fagstéttir og um leið að fá viðurkenningu á því hlutverki sem þeir gegna í samfélaginu. Það þarf að fjárfesta í framtíð barnanna og sú fjárfesting hefst á því að virða og styðja kennara í störfum sínum. Höfundur er kennari
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar