Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. nóvember 2024 20:53 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands óttast að afstaða ríkisins gagnvart verkfallsboðun lækna muni hleypa illu blóði og aukinni hörku í kjaraviðræðurnar. Ríkið telur að verkfallsboðunin sé ólögmæt. Steinunn segir að verið sé að þrýsta læknum í harðari aðgerðir. Félagsmenn í Læknafélagi Íslands samþykktu í gær með 93 prósent atkvæða að boða til verkfalls sem átti að hefjast 18. nóvember, hefðu samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Á aðalfundi Læknafélagsins í dag kom fram að íslenska ríkið telur boðunina ólögmæta. Mikil óánægja ríkir meðal lækna um þá niðurstöðu ríkisins. Viðræður gengið vel hingað til Steinunn segir að henni hafi fundist kjaraviðræðurnar ganga vel hingað til, og hún hafi fundið fyrir sameiginlegum vilja beggja vegna borðsins að nálgast þær á uppbyggilegan hátt. Þetta útspil geti hins vegar hleypt illu blóði í viðræðurnar. „Það var mín tilfinning á aðalfundinum, að þetta hafi farið mjög illa í félagsmenn sem þar voru staddir, svo ekki sé harðar að orði kveðið,“ segir Steinunn, en hún var viðmælandi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Steinunn segir að afstaða ríkisins hafi komið mjög flatt upp á lækna, þau hafi boðað til verkfalls með nákvæmlega sama hætti fyrir tíu árum síðan. „Eina verkfallið sem við höfum farið í. Þá voru ekki gerðar neinar athugasemdir við útfærsluna sem var algjörlega sambærileg,“ segir hún. Aðgerðir dæmdar ólöglegar og hvatt til harðari aðgerða í staðinn Steinunn segir að athugasemdir ríkisins snúi að útfærslunni á sjálfum verkfallsaðgerðunum. Til dæmis séu gerðar athugasemdir við það að verkföllum sé skipt milli deilda til dæmis á Landspítalanum eftir dögum, í staðinn fyrir að taka allan Landspítalann í einu. „Við þurfum í rauninni að leggjast yfir það hvernig við bregðumst við þessu og hvort við þurfum þá að útfæra það þannig að við þurfum að taka heilan spítala í einu.“ Það eru miklu harðari aðgerðir í sjálfu sér? „Nefnilega, þannig að okkur finnst svolítið eins og með þessu sé verið að þrýsta okkur í harðari aðgerðir. Við vildum fara mildilega af stað vegna þess að við vitum að þessi þjónusta er gríðarlega mikilvæg og hún er viðkvæm,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Heilbrigðismál Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Læknaverkfall 2024 Tengdar fréttir Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Íslenska ríkið telur að boðun Læknafélags Íslands á verkfalli lækna sem hefjast á þann 18. nóvember sé ólögmæt. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem nú stendur yfir í höfuðstöðvum félagsins í Hlíðarsmára. 1. nóvember 2024 15:24 Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Félagsmenn í Læknafélagi Íslands samþykktu í gær með 93 prósent atkvæða að boða til verkfalls sem átti að hefjast 18. nóvember, hefðu samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Á aðalfundi Læknafélagsins í dag kom fram að íslenska ríkið telur boðunina ólögmæta. Mikil óánægja ríkir meðal lækna um þá niðurstöðu ríkisins. Viðræður gengið vel hingað til Steinunn segir að henni hafi fundist kjaraviðræðurnar ganga vel hingað til, og hún hafi fundið fyrir sameiginlegum vilja beggja vegna borðsins að nálgast þær á uppbyggilegan hátt. Þetta útspil geti hins vegar hleypt illu blóði í viðræðurnar. „Það var mín tilfinning á aðalfundinum, að þetta hafi farið mjög illa í félagsmenn sem þar voru staddir, svo ekki sé harðar að orði kveðið,“ segir Steinunn, en hún var viðmælandi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Steinunn segir að afstaða ríkisins hafi komið mjög flatt upp á lækna, þau hafi boðað til verkfalls með nákvæmlega sama hætti fyrir tíu árum síðan. „Eina verkfallið sem við höfum farið í. Þá voru ekki gerðar neinar athugasemdir við útfærsluna sem var algjörlega sambærileg,“ segir hún. Aðgerðir dæmdar ólöglegar og hvatt til harðari aðgerða í staðinn Steinunn segir að athugasemdir ríkisins snúi að útfærslunni á sjálfum verkfallsaðgerðunum. Til dæmis séu gerðar athugasemdir við það að verkföllum sé skipt milli deilda til dæmis á Landspítalanum eftir dögum, í staðinn fyrir að taka allan Landspítalann í einu. „Við þurfum í rauninni að leggjast yfir það hvernig við bregðumst við þessu og hvort við þurfum þá að útfæra það þannig að við þurfum að taka heilan spítala í einu.“ Það eru miklu harðari aðgerðir í sjálfu sér? „Nefnilega, þannig að okkur finnst svolítið eins og með þessu sé verið að þrýsta okkur í harðari aðgerðir. Við vildum fara mildilega af stað vegna þess að við vitum að þessi þjónusta er gríðarlega mikilvæg og hún er viðkvæm,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands.
Heilbrigðismál Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Læknaverkfall 2024 Tengdar fréttir Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Íslenska ríkið telur að boðun Læknafélags Íslands á verkfalli lækna sem hefjast á þann 18. nóvember sé ólögmæt. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem nú stendur yfir í höfuðstöðvum félagsins í Hlíðarsmára. 1. nóvember 2024 15:24 Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Íslenska ríkið telur að boðun Læknafélags Íslands á verkfalli lækna sem hefjast á þann 18. nóvember sé ólögmæt. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem nú stendur yfir í höfuðstöðvum félagsins í Hlíðarsmára. 1. nóvember 2024 15:24
Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42