Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. nóvember 2024 20:53 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands óttast að afstaða ríkisins gagnvart verkfallsboðun lækna muni hleypa illu blóði og aukinni hörku í kjaraviðræðurnar. Ríkið telur að verkfallsboðunin sé ólögmæt. Steinunn segir að verið sé að þrýsta læknum í harðari aðgerðir. Félagsmenn í Læknafélagi Íslands samþykktu í gær með 93 prósent atkvæða að boða til verkfalls sem átti að hefjast 18. nóvember, hefðu samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Á aðalfundi Læknafélagsins í dag kom fram að íslenska ríkið telur boðunina ólögmæta. Mikil óánægja ríkir meðal lækna um þá niðurstöðu ríkisins. Viðræður gengið vel hingað til Steinunn segir að henni hafi fundist kjaraviðræðurnar ganga vel hingað til, og hún hafi fundið fyrir sameiginlegum vilja beggja vegna borðsins að nálgast þær á uppbyggilegan hátt. Þetta útspil geti hins vegar hleypt illu blóði í viðræðurnar. „Það var mín tilfinning á aðalfundinum, að þetta hafi farið mjög illa í félagsmenn sem þar voru staddir, svo ekki sé harðar að orði kveðið,“ segir Steinunn, en hún var viðmælandi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Steinunn segir að afstaða ríkisins hafi komið mjög flatt upp á lækna, þau hafi boðað til verkfalls með nákvæmlega sama hætti fyrir tíu árum síðan. „Eina verkfallið sem við höfum farið í. Þá voru ekki gerðar neinar athugasemdir við útfærsluna sem var algjörlega sambærileg,“ segir hún. Aðgerðir dæmdar ólöglegar og hvatt til harðari aðgerða í staðinn Steinunn segir að athugasemdir ríkisins snúi að útfærslunni á sjálfum verkfallsaðgerðunum. Til dæmis séu gerðar athugasemdir við það að verkföllum sé skipt milli deilda til dæmis á Landspítalanum eftir dögum, í staðinn fyrir að taka allan Landspítalann í einu. „Við þurfum í rauninni að leggjast yfir það hvernig við bregðumst við þessu og hvort við þurfum þá að útfæra það þannig að við þurfum að taka heilan spítala í einu.“ Það eru miklu harðari aðgerðir í sjálfu sér? „Nefnilega, þannig að okkur finnst svolítið eins og með þessu sé verið að þrýsta okkur í harðari aðgerðir. Við vildum fara mildilega af stað vegna þess að við vitum að þessi þjónusta er gríðarlega mikilvæg og hún er viðkvæm,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Heilbrigðismál Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Læknaverkfall 2024 Tengdar fréttir Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Íslenska ríkið telur að boðun Læknafélags Íslands á verkfalli lækna sem hefjast á þann 18. nóvember sé ólögmæt. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem nú stendur yfir í höfuðstöðvum félagsins í Hlíðarsmára. 1. nóvember 2024 15:24 Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Félagsmenn í Læknafélagi Íslands samþykktu í gær með 93 prósent atkvæða að boða til verkfalls sem átti að hefjast 18. nóvember, hefðu samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Á aðalfundi Læknafélagsins í dag kom fram að íslenska ríkið telur boðunina ólögmæta. Mikil óánægja ríkir meðal lækna um þá niðurstöðu ríkisins. Viðræður gengið vel hingað til Steinunn segir að henni hafi fundist kjaraviðræðurnar ganga vel hingað til, og hún hafi fundið fyrir sameiginlegum vilja beggja vegna borðsins að nálgast þær á uppbyggilegan hátt. Þetta útspil geti hins vegar hleypt illu blóði í viðræðurnar. „Það var mín tilfinning á aðalfundinum, að þetta hafi farið mjög illa í félagsmenn sem þar voru staddir, svo ekki sé harðar að orði kveðið,“ segir Steinunn, en hún var viðmælandi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Steinunn segir að afstaða ríkisins hafi komið mjög flatt upp á lækna, þau hafi boðað til verkfalls með nákvæmlega sama hætti fyrir tíu árum síðan. „Eina verkfallið sem við höfum farið í. Þá voru ekki gerðar neinar athugasemdir við útfærsluna sem var algjörlega sambærileg,“ segir hún. Aðgerðir dæmdar ólöglegar og hvatt til harðari aðgerða í staðinn Steinunn segir að athugasemdir ríkisins snúi að útfærslunni á sjálfum verkfallsaðgerðunum. Til dæmis séu gerðar athugasemdir við það að verkföllum sé skipt milli deilda til dæmis á Landspítalanum eftir dögum, í staðinn fyrir að taka allan Landspítalann í einu. „Við þurfum í rauninni að leggjast yfir það hvernig við bregðumst við þessu og hvort við þurfum þá að útfæra það þannig að við þurfum að taka heilan spítala í einu.“ Það eru miklu harðari aðgerðir í sjálfu sér? „Nefnilega, þannig að okkur finnst svolítið eins og með þessu sé verið að þrýsta okkur í harðari aðgerðir. Við vildum fara mildilega af stað vegna þess að við vitum að þessi þjónusta er gríðarlega mikilvæg og hún er viðkvæm,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands.
Heilbrigðismál Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Læknaverkfall 2024 Tengdar fréttir Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Íslenska ríkið telur að boðun Læknafélags Íslands á verkfalli lækna sem hefjast á þann 18. nóvember sé ólögmæt. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem nú stendur yfir í höfuðstöðvum félagsins í Hlíðarsmára. 1. nóvember 2024 15:24 Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Íslenska ríkið telur að boðun Læknafélags Íslands á verkfalli lækna sem hefjast á þann 18. nóvember sé ólögmæt. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem nú stendur yfir í höfuðstöðvum félagsins í Hlíðarsmára. 1. nóvember 2024 15:24
Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42