Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Sindri Sverrisson skrifar 2. nóvember 2024 15:11 Ruben Amorim tekur við Manchester United 11. nóvember en Åge Hareide efast um að Portúgalinn hafi það sem til þarf. Samsett/Getty Åge Hareide, klandsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segir að nýr stjóri Manchester United, Ruben Amorim, sé einfaldlega of ungur fyrir starfið. Hinn 39 ára gamli Amorim hefur gert frábæra hluti með Sporting Lissabon og unnið tvo Portúgalsmeistaratitla, en eftir níu daga tekur hann við sem knattspyrnustjóri United. Hareide hafði mælt með því að United leitaði aftur til Ole Gunnars Solskjær, sem Hareide þekkir og þjálfaði hjá Molde undir lok síðustu aldar. Forráðamenn United voru hins vegar með Amorim efstan á blaði og varð að ósk sinni með því að fá hann til félagsins. „Mér finnst hann kannski of ungur. Þetta er án vafa eitt erfiðasta starfið í evrópskum fótbolta og þó að hann hafi staðið sig vel hjá Sporting þá hefur hann verið svolítið undir ratsjánni,“ sagði Hareide sem er fótboltasérfræðingur norska ríkismiðilsins NRK. „Hann hefur sýnt hæfileika í Sporting. En portúgalska deildin snýst um fjögur lið, ef við erum sanngjarnir. Núna er hann að fara í ensku úrvalsdeildina sem er eitthvað allt annað,“ sagði Hareide. Sá yngsti síðan Matt Busby tók við Amorim verður yngsti stjóri United í 79 ár, eða frá því að sjálfur Sir Matt Busby var ráðinn til félagsins árið 1945, þá 36 ára gamall. NRK fékk annan sérfræðing, Kristoffer Lökberg, til að tjá sig einnig um komu Portúgalans. „Þetta er ungur stjóri, yngri en 40 ára. Það er eitt og sér sérstakt í svona stóru starfi. En hann hefur sýnt í Sporting að hann getur unnið titla,“ sagði Lökberg. „Það er jákvætt hvað þetta gekk hratt. Það bendir til þess að stjórnendur hafi verið með skýra áætlun. Að því sögðu er hlægilegt að Ten Hag hafi fengið að halda áfram svona lengi. Þetta hefur legið í loftinu í marga mánuði,“ sagði Lökberg en Erik ten Hag hélt starfi sínu í sumar og var svo rekinn á mánudaginn síðasta. Ruud van Nistelrooy stýrir United nú tímabundið og verður því við stjórnvölinn á morgun þegar United mætir Chelsea. Enski boltinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fattaði upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti Fleiri fréttir Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Sjá meira
Hinn 39 ára gamli Amorim hefur gert frábæra hluti með Sporting Lissabon og unnið tvo Portúgalsmeistaratitla, en eftir níu daga tekur hann við sem knattspyrnustjóri United. Hareide hafði mælt með því að United leitaði aftur til Ole Gunnars Solskjær, sem Hareide þekkir og þjálfaði hjá Molde undir lok síðustu aldar. Forráðamenn United voru hins vegar með Amorim efstan á blaði og varð að ósk sinni með því að fá hann til félagsins. „Mér finnst hann kannski of ungur. Þetta er án vafa eitt erfiðasta starfið í evrópskum fótbolta og þó að hann hafi staðið sig vel hjá Sporting þá hefur hann verið svolítið undir ratsjánni,“ sagði Hareide sem er fótboltasérfræðingur norska ríkismiðilsins NRK. „Hann hefur sýnt hæfileika í Sporting. En portúgalska deildin snýst um fjögur lið, ef við erum sanngjarnir. Núna er hann að fara í ensku úrvalsdeildina sem er eitthvað allt annað,“ sagði Hareide. Sá yngsti síðan Matt Busby tók við Amorim verður yngsti stjóri United í 79 ár, eða frá því að sjálfur Sir Matt Busby var ráðinn til félagsins árið 1945, þá 36 ára gamall. NRK fékk annan sérfræðing, Kristoffer Lökberg, til að tjá sig einnig um komu Portúgalans. „Þetta er ungur stjóri, yngri en 40 ára. Það er eitt og sér sérstakt í svona stóru starfi. En hann hefur sýnt í Sporting að hann getur unnið titla,“ sagði Lökberg. „Það er jákvætt hvað þetta gekk hratt. Það bendir til þess að stjórnendur hafi verið með skýra áætlun. Að því sögðu er hlægilegt að Ten Hag hafi fengið að halda áfram svona lengi. Þetta hefur legið í loftinu í marga mánuði,“ sagði Lökberg en Erik ten Hag hélt starfi sínu í sumar og var svo rekinn á mánudaginn síðasta. Ruud van Nistelrooy stýrir United nú tímabundið og verður því við stjórnvölinn á morgun þegar United mætir Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fattaði upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti Fleiri fréttir Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Sjá meira