Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. nóvember 2024 19:02 Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens. Vísir/ÍVAR Sjúkratryggingum Íslands hefur verið gert að greiða 41 milljón króna í stjórnvaldssekt vegna ólögmætra samninga við myndgreiningarfyrirtæki, samkvæmt nýjum úrskurði. Framkvæmdastjóri Intuens, segulómunarfyrirtækis sem kærði Sjúkratryggingar, segir stofnunina mismuna fyrirtækjum og hindra eðlilega samkeppni. Starfsemi segulómunarfyrirtækisins Intuens rataði í fréttir fyrir ári síðan, eftir að læknar stigu fram og gagnrýndu fyrirtækið fyrir að bjóða upp á heilskimun með segulómun, sem margir sögðu peningaplokk. Fréttir voru fluttar af því að fyrirtækið hefði gert grundvallarbreytingar á starfsemi sinni í kjölfarið. Intuens sótti loks um að komast á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands vegna hefðbundinna segulómrannsókna, sem Sjúkratryggingar eru þegar með við þrjú önnur fyrirtæki en því var hafnað. Intuens kærði Sjúkratryggingar til kærunefndar útboðsmála, krafðist þess að samningar við hin fyrirtækin yrðu lýstir óvirkir og að farið yrði í útboð. „Þetta eru náttúrulega bara kolólöglegir samningar, og hafa verið í tuttugu ár, sem Sjúkratryggingar hafa alltaf endurnýjað reglulega,“ segir Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens. Með stærri stjórnvaldssektum Úrskurður kærunefndarinnar, sem gefinn var út í gær, virðist staðfesta þetta. Þar segir að samningarnir hafi verið gerðir heimildarlaust án auglýsingar í andstöðu við lög og skilyrði til að óvirkja þá væru því uppfyllt. Á hinn bóginn krefðust brýnir almannahagsmunir þess að áframhaldandi framkvæmd samninganna væri nauðsynleg og þeir verða því áfram í gildi til 1. janúar næstkomandi. Sjúkratryggingar þurfi þó vegna hinna ólögmætu samninga að greiða 41 milljón króna í stjórnvaldssekt. „Þetta er með stærri stjórnvaldssektum sem sést hafa,“ segir Steinunn. „Niðurstaðan í þessari kæru er náttúrulega stór viðurkenning gagnvart því að hér sé verið að brjóta lög og svo að hér sé verið að mismuna fyrirtækjum, og hindra eðlilega samkeppni á Íslandi um þessa þjónustu.“ Þó að Steinunn líti á úrskurðinn sem ákveðna viðukenningu verður Intuens ekki ágengt að sinni. Sjúkratryggingar hafi hafið útboð, og með því verði hinir ólögmætu samningar leystir af hólmi með nýjum. En Steinunn hefur ýmislegt við þessa framkvæmd að athuga. „Þetta útboð sem er núna í gangi gerir nýjum fyrirtækjum ekki kleift að taka þátt í þessu útboði. Þetta er í raun klæðskerasniðið útboð handa þeim fyrirtækjum sem sinna myndgreiningarþjónustu á Íslandi í dag.“ Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Intuens vill samning við Sjúkratryggingar vegna segulómrannsókna Fyrirtækið Intuens ehf, sem vakti athygli seint á síðasta ári vegna umdeildra heilskimana, var synjað um samning um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í starfsemi fyrirtækisins. Samkeppniseftirlitið segir innkomu fyrirtækisins hvata samkeppni á markaði, en þegar eru þrjú myndgreiningarfyrirtæki með samning við SÍ. 5. júní 2024 11:59 Stöðva ekki starfsemi Intuens Heilbrigðisráðuneytið telur ekki forsendur til þess að stöðva rekstur Intuens Segulómunar. Það er vegna þess að fyrirtækið gerði grundvallarbreytingar á starfsemi sinni í framhaldi af samskiptum sínum við ráðuneytið og embætti landlæknis. 12. desember 2023 13:03 Setja heilskimunina í biðstöðu: „Ætluðum ekki að herja á viðkvæma hópa eða græða“ Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens, segir að segulómunarþjónusta fyrirtækisins hafi verið sett fram í góðri trú. Segulómunin hefur nú verið sett „á hold“ og segir Steinunn að framhaldið sé til skoðunar. 24. nóvember 2023 17:19 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Starfsemi segulómunarfyrirtækisins Intuens rataði í fréttir fyrir ári síðan, eftir að læknar stigu fram og gagnrýndu fyrirtækið fyrir að bjóða upp á heilskimun með segulómun, sem margir sögðu peningaplokk. Fréttir voru fluttar af því að fyrirtækið hefði gert grundvallarbreytingar á starfsemi sinni í kjölfarið. Intuens sótti loks um að komast á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands vegna hefðbundinna segulómrannsókna, sem Sjúkratryggingar eru þegar með við þrjú önnur fyrirtæki en því var hafnað. Intuens kærði Sjúkratryggingar til kærunefndar útboðsmála, krafðist þess að samningar við hin fyrirtækin yrðu lýstir óvirkir og að farið yrði í útboð. „Þetta eru náttúrulega bara kolólöglegir samningar, og hafa verið í tuttugu ár, sem Sjúkratryggingar hafa alltaf endurnýjað reglulega,“ segir Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens. Með stærri stjórnvaldssektum Úrskurður kærunefndarinnar, sem gefinn var út í gær, virðist staðfesta þetta. Þar segir að samningarnir hafi verið gerðir heimildarlaust án auglýsingar í andstöðu við lög og skilyrði til að óvirkja þá væru því uppfyllt. Á hinn bóginn krefðust brýnir almannahagsmunir þess að áframhaldandi framkvæmd samninganna væri nauðsynleg og þeir verða því áfram í gildi til 1. janúar næstkomandi. Sjúkratryggingar þurfi þó vegna hinna ólögmætu samninga að greiða 41 milljón króna í stjórnvaldssekt. „Þetta er með stærri stjórnvaldssektum sem sést hafa,“ segir Steinunn. „Niðurstaðan í þessari kæru er náttúrulega stór viðurkenning gagnvart því að hér sé verið að brjóta lög og svo að hér sé verið að mismuna fyrirtækjum, og hindra eðlilega samkeppni á Íslandi um þessa þjónustu.“ Þó að Steinunn líti á úrskurðinn sem ákveðna viðukenningu verður Intuens ekki ágengt að sinni. Sjúkratryggingar hafi hafið útboð, og með því verði hinir ólögmætu samningar leystir af hólmi með nýjum. En Steinunn hefur ýmislegt við þessa framkvæmd að athuga. „Þetta útboð sem er núna í gangi gerir nýjum fyrirtækjum ekki kleift að taka þátt í þessu útboði. Þetta er í raun klæðskerasniðið útboð handa þeim fyrirtækjum sem sinna myndgreiningarþjónustu á Íslandi í dag.“
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Intuens vill samning við Sjúkratryggingar vegna segulómrannsókna Fyrirtækið Intuens ehf, sem vakti athygli seint á síðasta ári vegna umdeildra heilskimana, var synjað um samning um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í starfsemi fyrirtækisins. Samkeppniseftirlitið segir innkomu fyrirtækisins hvata samkeppni á markaði, en þegar eru þrjú myndgreiningarfyrirtæki með samning við SÍ. 5. júní 2024 11:59 Stöðva ekki starfsemi Intuens Heilbrigðisráðuneytið telur ekki forsendur til þess að stöðva rekstur Intuens Segulómunar. Það er vegna þess að fyrirtækið gerði grundvallarbreytingar á starfsemi sinni í framhaldi af samskiptum sínum við ráðuneytið og embætti landlæknis. 12. desember 2023 13:03 Setja heilskimunina í biðstöðu: „Ætluðum ekki að herja á viðkvæma hópa eða græða“ Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens, segir að segulómunarþjónusta fyrirtækisins hafi verið sett fram í góðri trú. Segulómunin hefur nú verið sett „á hold“ og segir Steinunn að framhaldið sé til skoðunar. 24. nóvember 2023 17:19 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Intuens vill samning við Sjúkratryggingar vegna segulómrannsókna Fyrirtækið Intuens ehf, sem vakti athygli seint á síðasta ári vegna umdeildra heilskimana, var synjað um samning um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í starfsemi fyrirtækisins. Samkeppniseftirlitið segir innkomu fyrirtækisins hvata samkeppni á markaði, en þegar eru þrjú myndgreiningarfyrirtæki með samning við SÍ. 5. júní 2024 11:59
Stöðva ekki starfsemi Intuens Heilbrigðisráðuneytið telur ekki forsendur til þess að stöðva rekstur Intuens Segulómunar. Það er vegna þess að fyrirtækið gerði grundvallarbreytingar á starfsemi sinni í framhaldi af samskiptum sínum við ráðuneytið og embætti landlæknis. 12. desember 2023 13:03
Setja heilskimunina í biðstöðu: „Ætluðum ekki að herja á viðkvæma hópa eða græða“ Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens, segir að segulómunarþjónusta fyrirtækisins hafi verið sett fram í góðri trú. Segulómunin hefur nú verið sett „á hold“ og segir Steinunn að framhaldið sé til skoðunar. 24. nóvember 2023 17:19