Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. nóvember 2024 20:51 Lið Red Bull vonar innilega að tímatakan geti farið fram í fyrramálið. Tímatöku fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Sau Paulo í Brasilíu hefur verið frestað til morguns vegna mikillar rigningar. Lando Norris kom fyrstur í mark í sprettakstrinum í morgun, þar sem aðeins er keyrður hluti af heildarfjölda hringja kappakstursins. Hann minnkaði þar með forskot Max Verstappen í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra niður í 44 stig. Veðrið versnaði eftir því sem leið á daginn, tímatakan átti að hefjast klukkan 18:00. Henni var upphaflega frestað um tvo tíma áður en ákvörðun var tekin að fresta henni til morguns. The Safety Car showing just how wet it was out on track 😮#F1 #BrazilGP pic.twitter.com/Jh9aVEpmVL— Formula 1 (@F1) November 2, 2024 Það er til mikils að keppa í Sau Paulo þessa helgina þar sem aðeins fjórar keppnir eru eftir af tímabilinu. Í fyrramálið kemur í ljós hvort tímatakan geti farið fram, og keppnin í framhaldi af því síðar um daginn. Fari svo að tímatakan geti ekki farið fram en keppnin geti það, verður notast við einu æfingu helgarinnar til að úrskurða um stöður á ráspól. Þar var Lando Norris fyrstur í mark og Max Verstappen fimmtándi. Akstursíþróttir Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lando Norris kom fyrstur í mark í sprettakstrinum í morgun, þar sem aðeins er keyrður hluti af heildarfjölda hringja kappakstursins. Hann minnkaði þar með forskot Max Verstappen í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra niður í 44 stig. Veðrið versnaði eftir því sem leið á daginn, tímatakan átti að hefjast klukkan 18:00. Henni var upphaflega frestað um tvo tíma áður en ákvörðun var tekin að fresta henni til morguns. The Safety Car showing just how wet it was out on track 😮#F1 #BrazilGP pic.twitter.com/Jh9aVEpmVL— Formula 1 (@F1) November 2, 2024 Það er til mikils að keppa í Sau Paulo þessa helgina þar sem aðeins fjórar keppnir eru eftir af tímabilinu. Í fyrramálið kemur í ljós hvort tímatakan geti farið fram, og keppnin í framhaldi af því síðar um daginn. Fari svo að tímatakan geti ekki farið fram en keppnin geti það, verður notast við einu æfingu helgarinnar til að úrskurða um stöður á ráspól. Þar var Lando Norris fyrstur í mark og Max Verstappen fimmtándi.
Akstursíþróttir Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira