„Svona högg gerir okkur sterkari“ Kári Mímisson skrifar 2. nóvember 2024 21:09 Gunnar Magnússon segir slæma byrjun hafa sært sína menn og svikið þá um sigur. vísir Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, segir að úrslit dagsins, sex marka tap gegn FH, séu vissulega vonbrigði. Hann hafi strax fundið það að verkefni dagsins yrði erfitt. „Þetta eru náttúrulega ótrúlega mikil vonbrigði. Maður sá það strax í upphafi leiks að við værum ekki á staðnum. Þetta var eiginlega hugarfarið í byrjun. Varnarlega sá maður að okkur tókst ekki að framkvæma það sem við ætluðum að gera og það vantaði það sem við stöndum fyrir hér í Mosó, engin barátta, neisti og karakter sem hefur verið svo öflugt hjá okkur síðustu vikur. Maður bara sá að það vantaði. Þetta var vont varnarlega og engin markvarsla í dag. Auðvitað lítið varið en við bara náðum okkur aldrei á strik varnarlega. Ég verð samt að hrósa FH, þeir voru betri en við í dag á öllum sviðum leiksins.“ Hægt að laga taktík en erfitt að breyta hugarfari Var þetta einn af þessum dögum þar sem ekkert gengur upp eða var eitthvað í undirbúningnum sem fór úrskeiðis? „Þegar ég hugsa um þetta núna þá verð ég bara að horfa á undirbúninginn, það er það sem situr í mér. Við sáum það eftir fimm mínútur. Auðvitað vildu allir mæta á völlinn og ætla sér að vinna og okkur langaði að vinna enda toppslagur. Það er bara eitthvað sem klikkar hjá okkur í undirbúningnum og við mætum ekki rétt stemmdir í þetta. Það er erfitt að breyta því eftir 15 mínútur og þetta var bara vondur dagur á skrifstofunni. Bæði ég og Stebbi reyndum að kveikja í þeim í dag en það bara gekk því miður ekki. Það er svo ógeðslega vond tilfinning þegar þú finnur að liðið þitt er ekki þarna og það er rosalega erfitt að breyta hugarfarinu í miðjum leik, það er hægt að laga taktíkina en hugarfarið er rosalega erfitt. Þetta var því bara svona og gegn jafn sterku liði og FH sem ég vil ekki taka neitt af þá hreinlega bara yfirspiluðu þeir okkur í dag. Við þurfum að vera betri en þetta til að eiga roð í þá.“ Ekki spenntur fyrir landsleikjahléinu Nú er landsleikjahlé, er það það besta sem þið getið fengið eftir svona leik? „Nei, alls ekki. Það má ekki gleyma því að við höfum verið að spila ansi vel síðustu vikur og mánuði. Erum búnir að ná í fullt af stigum og vera ótrúlega stabílir. Einn svona leikur fer í reynslubankann og gerir okkur sterkari sem lið. Við förum yfir þetta og lærum af þessu. Svona högg gerir okkur sterkari og eflir okkur í komandi átökum.“ Vörðu ekki skot fyrr en miðjan seinni hálfleik Markverðir Aftureldingar áttu alls ekki góðan dag og enduðu samtals með þrjá bolta varða. Spurður að því hvað hann segi við þá Einar Baldvin og Brynjar Vigni eftir svona leik segir Gunnar að varnarleikurinn liðsins hafi ekki beint hjálpað þeim og verkefni þeirra því mun erfiðar heldur en í undanförnum leikjum. „Þeir eru auðvitað hundfúlir og vita alveg tölfræðina en þetta hangir svo mikið saman. Ef varnarleikurinn er ekki góður þá er þetta erfitt fyrir markverðina og varnarleikurinn hefur verið góður að undanförnu og þá hafa þeir verið góðir skilað sínu. Mér finnst erfitt að henda markvörðunum undir rútuna þegar vörnin er svona léleg, þeir bara fengu enga hjálp og þeim var til mikillar vorkunnar að standa fyrir aftan þessa vörn. Auðvitað með þrjá bolta varða þarf engan sérfræðing til að sjá að maður vinnur ekki leik þannig.“ En þrátt fyrir allt þetta þá eru þið enn alveg inn í leiknum fram að 50 mínútu, það hlýtur að vera eitthvað jákvætt sem þú tekur úr þessum leik? „Sóknarlega erum við fínir og skorum alveg ágætlega í dag. Það er vissulega eitthvað jákvætt sem við getum tekið með úr þessum leik. Við bara gerðum okkur rosalega erfitt með þessari slæmu byrjun í dag.“ Handbolti Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Sjá meira
„Þetta eru náttúrulega ótrúlega mikil vonbrigði. Maður sá það strax í upphafi leiks að við værum ekki á staðnum. Þetta var eiginlega hugarfarið í byrjun. Varnarlega sá maður að okkur tókst ekki að framkvæma það sem við ætluðum að gera og það vantaði það sem við stöndum fyrir hér í Mosó, engin barátta, neisti og karakter sem hefur verið svo öflugt hjá okkur síðustu vikur. Maður bara sá að það vantaði. Þetta var vont varnarlega og engin markvarsla í dag. Auðvitað lítið varið en við bara náðum okkur aldrei á strik varnarlega. Ég verð samt að hrósa FH, þeir voru betri en við í dag á öllum sviðum leiksins.“ Hægt að laga taktík en erfitt að breyta hugarfari Var þetta einn af þessum dögum þar sem ekkert gengur upp eða var eitthvað í undirbúningnum sem fór úrskeiðis? „Þegar ég hugsa um þetta núna þá verð ég bara að horfa á undirbúninginn, það er það sem situr í mér. Við sáum það eftir fimm mínútur. Auðvitað vildu allir mæta á völlinn og ætla sér að vinna og okkur langaði að vinna enda toppslagur. Það er bara eitthvað sem klikkar hjá okkur í undirbúningnum og við mætum ekki rétt stemmdir í þetta. Það er erfitt að breyta því eftir 15 mínútur og þetta var bara vondur dagur á skrifstofunni. Bæði ég og Stebbi reyndum að kveikja í þeim í dag en það bara gekk því miður ekki. Það er svo ógeðslega vond tilfinning þegar þú finnur að liðið þitt er ekki þarna og það er rosalega erfitt að breyta hugarfarinu í miðjum leik, það er hægt að laga taktíkina en hugarfarið er rosalega erfitt. Þetta var því bara svona og gegn jafn sterku liði og FH sem ég vil ekki taka neitt af þá hreinlega bara yfirspiluðu þeir okkur í dag. Við þurfum að vera betri en þetta til að eiga roð í þá.“ Ekki spenntur fyrir landsleikjahléinu Nú er landsleikjahlé, er það það besta sem þið getið fengið eftir svona leik? „Nei, alls ekki. Það má ekki gleyma því að við höfum verið að spila ansi vel síðustu vikur og mánuði. Erum búnir að ná í fullt af stigum og vera ótrúlega stabílir. Einn svona leikur fer í reynslubankann og gerir okkur sterkari sem lið. Við förum yfir þetta og lærum af þessu. Svona högg gerir okkur sterkari og eflir okkur í komandi átökum.“ Vörðu ekki skot fyrr en miðjan seinni hálfleik Markverðir Aftureldingar áttu alls ekki góðan dag og enduðu samtals með þrjá bolta varða. Spurður að því hvað hann segi við þá Einar Baldvin og Brynjar Vigni eftir svona leik segir Gunnar að varnarleikurinn liðsins hafi ekki beint hjálpað þeim og verkefni þeirra því mun erfiðar heldur en í undanförnum leikjum. „Þeir eru auðvitað hundfúlir og vita alveg tölfræðina en þetta hangir svo mikið saman. Ef varnarleikurinn er ekki góður þá er þetta erfitt fyrir markverðina og varnarleikurinn hefur verið góður að undanförnu og þá hafa þeir verið góðir skilað sínu. Mér finnst erfitt að henda markvörðunum undir rútuna þegar vörnin er svona léleg, þeir bara fengu enga hjálp og þeim var til mikillar vorkunnar að standa fyrir aftan þessa vörn. Auðvitað með þrjá bolta varða þarf engan sérfræðing til að sjá að maður vinnur ekki leik þannig.“ En þrátt fyrir allt þetta þá eru þið enn alveg inn í leiknum fram að 50 mínútu, það hlýtur að vera eitthvað jákvætt sem þú tekur úr þessum leik? „Sóknarlega erum við fínir og skorum alveg ágætlega í dag. Það er vissulega eitthvað jákvætt sem við getum tekið með úr þessum leik. Við bara gerðum okkur rosalega erfitt með þessari slæmu byrjun í dag.“
Handbolti Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Sjá meira