Gjafakynfrumur- dýrmæt gjöf María Rut Baldursdóttir og Sigríður Auðunsdóttir skrifa 2. nóvember 2024 22:03 Mikið er barnið líkt pabba sínum. Vá, það er með augnsvipinn hennar mömmu sinnar. Heyrðu, þessi litli einstaklingur er alveg eins og afi sinn, eða amma. Já svona mætti lengi halda áfram. Fólk sér oft það sem það vill sjá og reynir að sjá líkindi með einhverjum sem er í nánasta hring barnsins. Þegar barn fæðist í þennan heim og foreldrar fá það í fangið þá byrja þau að telja tærnar og hvort allt sé í lagi með barnið. Foreldrarnir dást að og hugsa um fallega kraftaverkið sitt sem þau hafa komið í heiminn. Svo þegar barnið eldist er farið að tala um hverjum barnið líkist. Ekki allir sjá líkindi með foreldrum en kannski er ástæða fyrir því, því er skynsamlegt að fara varlega í það að velta fyrir sér hverjum barnið líkist. Kannski er það svo að foreldrarnir hafa þegið þá dýrmætu gjöf að eignast barnið sitt með gjafakynfrumum. Gjafakynfrumu gjöf felur í sér notkun á eggjum, sæðisfrumum eða fósturvísum sem gefin eru. Mismunandi ástæður liggja að baki því afhverju fólk þarf að þiggja gjafakynfrumur, og er það veruleiki margra að þurfa að þiggja slíkt. Fyrir marga er þetta annað áfall ofan á það að þurfa að að glíma við frjósemisvanda, það að geta ekki átt barn með sinni eigin kynfrumu. Því fyrir suma er það ein af þeim leiðum til þess að verða foreldrar eða til að stækka fjölskyldur, en 1 af hverjum 6 glímir við ófrjósemi og fer sá fjöldi stækkandi þar sem frjósemi fer dvínandi í heiminum. Gjafakynfrumur eru því mikilvæg gjöf fyrir þá sem hafa gengið í gengum langar og strangar frjósemismeðferðir þar sem að niðurstaðan er alltaf neikvæð og er það stundum síðasta skrefið í ófrjósemis baráttu fólks. Gjafakynfrumur skipta miklu máli og er það svo dásamleg gjöf, sem veitir von og uppfyllir drauma. Í nóvember ár hvert er evrópsk vitundarvakningar vika þar sem fjallað er um ófrjósemi og ýmislegt tengt frjósemisvanda. Í ár 4-10 nóvember er áherslan á gjafakynfrumur. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með dagskrá vikunnar á samfélagsmiðlum: Höfundar eru í stjórn Tilveru-samtaka um ófrjósemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Mikið er barnið líkt pabba sínum. Vá, það er með augnsvipinn hennar mömmu sinnar. Heyrðu, þessi litli einstaklingur er alveg eins og afi sinn, eða amma. Já svona mætti lengi halda áfram. Fólk sér oft það sem það vill sjá og reynir að sjá líkindi með einhverjum sem er í nánasta hring barnsins. Þegar barn fæðist í þennan heim og foreldrar fá það í fangið þá byrja þau að telja tærnar og hvort allt sé í lagi með barnið. Foreldrarnir dást að og hugsa um fallega kraftaverkið sitt sem þau hafa komið í heiminn. Svo þegar barnið eldist er farið að tala um hverjum barnið líkist. Ekki allir sjá líkindi með foreldrum en kannski er ástæða fyrir því, því er skynsamlegt að fara varlega í það að velta fyrir sér hverjum barnið líkist. Kannski er það svo að foreldrarnir hafa þegið þá dýrmætu gjöf að eignast barnið sitt með gjafakynfrumum. Gjafakynfrumu gjöf felur í sér notkun á eggjum, sæðisfrumum eða fósturvísum sem gefin eru. Mismunandi ástæður liggja að baki því afhverju fólk þarf að þiggja gjafakynfrumur, og er það veruleiki margra að þurfa að þiggja slíkt. Fyrir marga er þetta annað áfall ofan á það að þurfa að að glíma við frjósemisvanda, það að geta ekki átt barn með sinni eigin kynfrumu. Því fyrir suma er það ein af þeim leiðum til þess að verða foreldrar eða til að stækka fjölskyldur, en 1 af hverjum 6 glímir við ófrjósemi og fer sá fjöldi stækkandi þar sem frjósemi fer dvínandi í heiminum. Gjafakynfrumur eru því mikilvæg gjöf fyrir þá sem hafa gengið í gengum langar og strangar frjósemismeðferðir þar sem að niðurstaðan er alltaf neikvæð og er það stundum síðasta skrefið í ófrjósemis baráttu fólks. Gjafakynfrumur skipta miklu máli og er það svo dásamleg gjöf, sem veitir von og uppfyllir drauma. Í nóvember ár hvert er evrópsk vitundarvakningar vika þar sem fjallað er um ófrjósemi og ýmislegt tengt frjósemisvanda. Í ár 4-10 nóvember er áherslan á gjafakynfrumur. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með dagskrá vikunnar á samfélagsmiðlum: Höfundar eru í stjórn Tilveru-samtaka um ófrjósemi.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar