Veður

Rigning eða súld um mest allt land

Jón Þór Stefánsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Það verður suðaustanátt í dag, víða tíu til átján metrar á sekúndu, hvassast norðvestanlands. Þetta kemur fram í textaspá Veðurstofunnar.

Þar segir að það verði rigning eða súld um mest allt land, en sums staðar slydda fyrir norðan. Þá muni hlýna smám saman í veðri, hiti sex til tólf stig síðdegis. Einnig muni létta til á Norðausturlandi seinnipartinn.

Á morgun muni snúast í suðlæga átt og fara minnkandi, fimm til þrettán metrar á sekúndu síðdegis. Þá muni draga úr úrkomu og stytta upp norðan- og vestanlands eftir hádegi, en þá mun ný lægð úr suðri þegar vera á leiðinni. Vaxandi suðaustanátt um kvöldið og fer að rigna sunnan- og vestanlands. Hiti átta til þrettán stig, en heldur svalara á Vestfjörðum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Suðaustlæg átt, 10-18 m/s, hvassast vestantil. Rigning eða súld, en lengst af þurrt á norðanverðu landinu. Hiti 6 til 12 stig.

Á miðvikudag:

Suðlæg átt, 8-13 m/s og skúrir eða slydduél í fyrstu, en léttir til síðdegis. Gengur í austan 10-18 um kvöldið, með rigningu sunnanlands og slyddu eða snjókomu fyrir norðan. Hiti 3 til 8 stig.

Á fimmtudag:

Snýst í stífa vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum, en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 4 til 9 stig. Dregur úr vindi og úrkomu og kólnar um kvöldið.

Á föstudag:

Austlæg átt og lítilsháttar rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið fyrir norðan. Fremur milt í veðri.

Á laugardag:

Gengur líklega í hvassa austanátt með rigningu eða slyddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×