Formúla 1

Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Vont veður í Sau Paulo í gærkvöldi. Búist er aftur við úrhelli í kvöld. 
Vont veður í Sau Paulo í gærkvöldi. Búist er aftur við úrhelli í kvöld.  formula

Tímataka fyrir Sau Paulo, Brasilíu kappaksturinn í Formúlu 1 átti að fara fram í gærkvöldi en var frestað vegna veðurs. Kappakstrinum sjálfum hefur nú verið flýtt um níutíu mínútur, vegna ótta um vont veðurfar síðar í dag.

Tímatakan hefst klukkan hálf ellefu, kappaksturinn sjálfur hefst svo klukkan hálf fjögur. Allt saman verður þetta að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Vodafone Sport.

Mikil rigning í gærkvöldi varð til þess að fresta þurfti tímatökunni. Reiknað er með sams konar úrhelli aftur í kvöld og því var ákveðið að flýta keppninni. Tíminn mun svo leiða í ljós hvort hún klárist áður en úrhellið hefst aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×