Körfubolti

Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu fé­lagsins

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Besti árangur í sögu Oklahoma var fimm sigrar í upphafi tímabils 2011-12, þegar liðið fór í úrslit gegn Miami Heat. Það met hefur nú verið slegið með sex sigrum í röð.
Besti árangur í sögu Oklahoma var fimm sigrar í upphafi tímabils 2011-12, þegar liðið fór í úrslit gegn Miami Heat. Það met hefur nú verið slegið með sex sigrum í röð. Soobum Im/Getty Images

Cleveland Cavaliers rétt mörðu eins stigs sigur gegn Milwaukee Bucks. Oklahoma City Thunder unnu öruggan þrettán stiga sigur gegn Los Angeles Clippers. Bæði lið hafa unnið alla sína leiki í upphafi tímabils og sitja í efstu sætum austur- og vesturdeildanna.

Bucks – Cavaliers 114-115

Donovan Mitchell skoraði sigurkörfuna fyrir Cleveland eftir að Isaac Okoro vann Giannis Antetokounmpo í baráttunni hinum megin og greip mikilvægt frákast.

Cleveland hefur unnið sjö af sjö leikjum. Milwaukee hefur hins vegar ekki byrjað tímabilið vel, aðeins unnið einn og tapað fimm leikjum.

Clippers – Thunder 92-105

Oklahoma er að eiga bestu byrjun á tímabili í sögu félagsins. Sex sigrar og ekkert tap. Liðið spilaði við LA Lakers í nótt og vann örugglega með þrettán stigum. Að meðaltali hafa leikirnir unnist með 17,7 stigum sem verður að teljast býsna gott.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×