„Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2024 10:58 Húsið í Fossvogi þar sem eldurinn kviknaði. Rúður brotnuðu og setja þurfti viðarplötu fyrir glugga við útidyrahurðina. Vísir Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar eldur kviknaði í raðhúsi í Fossvogi í nótt. Tveir íbúar í húsinu komust út af sjálfsdáðum en hundur heimilisins komst ekki lífs af. Útkallið barst slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um klukkan þrjú í nótt. Pálmi Hlöðversson, varðstjóri í aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, gerir ráð fyrir því að íbúar hafi verið sofandi þegar eldurinn kviknaði. Slökkvistarf gekk vel en tjónið sé mikið. Reykkafarar gengu fram á hund heimilisins sem var ekki með lífsmarki. Endurlífgunartilraunir voru gerðar en báru ekki árangur. „Þetta var töluvert mikið og mikill reykur þegar við komum þarna að,“ segir Pálmi. Fólkið hafi verið í áfalli. „Eðlilega. Alltaf þegar svona tjón kemur upp er eðlilega mikið áfall.“ Slökkviliðsmenn voru á vettvangi til klukkan fimm í morgun. „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt,“ segir Pálmi og fær í sömu andrá meldingu um brunaboð. „Þetta er bara búið að vera svona,“ bætir hann við. Verkefni á sjúkrabílum hafi einnig verið óvenjumörg, sextíu talsins. Hefði getað farið mun verr Lögregla hefur nú tekið við vettvangi en hefur þó ekki enn farið inn í húsið. Eldsupptök eru ókunn. „Það verður bara metið hvort það verður í dag eða á morgun sem vettvangsrannsókn hefst formlega,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Varð altjón? „Já, tjónið á íbúðinni er mjög mikið,“ segir Ásmundur. „Það hefði svo sannarlega getað farið mun verr. Þarna er um íbúð í raðhús að ræða og eldurinn hefði getað breiðst út í nærliggjandi íbúðir en það tók slökkviliðið stuttan tíma að ráða niðurlögum eldsins.“ Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Komust úr brennandi íbúðarhúsi af sjálfsdáðum Tveir einstaklingar komust út af sjálfsdáðum eftir að eldur kom upp í íbúðarhúsnæði í Fossvoginum. Það gerðu þessir tveir áður en slökkvilið kom á vettvang. 3. nóvember 2024 07:23 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Útkallið barst slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um klukkan þrjú í nótt. Pálmi Hlöðversson, varðstjóri í aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, gerir ráð fyrir því að íbúar hafi verið sofandi þegar eldurinn kviknaði. Slökkvistarf gekk vel en tjónið sé mikið. Reykkafarar gengu fram á hund heimilisins sem var ekki með lífsmarki. Endurlífgunartilraunir voru gerðar en báru ekki árangur. „Þetta var töluvert mikið og mikill reykur þegar við komum þarna að,“ segir Pálmi. Fólkið hafi verið í áfalli. „Eðlilega. Alltaf þegar svona tjón kemur upp er eðlilega mikið áfall.“ Slökkviliðsmenn voru á vettvangi til klukkan fimm í morgun. „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt,“ segir Pálmi og fær í sömu andrá meldingu um brunaboð. „Þetta er bara búið að vera svona,“ bætir hann við. Verkefni á sjúkrabílum hafi einnig verið óvenjumörg, sextíu talsins. Hefði getað farið mun verr Lögregla hefur nú tekið við vettvangi en hefur þó ekki enn farið inn í húsið. Eldsupptök eru ókunn. „Það verður bara metið hvort það verður í dag eða á morgun sem vettvangsrannsókn hefst formlega,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Varð altjón? „Já, tjónið á íbúðinni er mjög mikið,“ segir Ásmundur. „Það hefði svo sannarlega getað farið mun verr. Þarna er um íbúð í raðhús að ræða og eldurinn hefði getað breiðst út í nærliggjandi íbúðir en það tók slökkviliðið stuttan tíma að ráða niðurlögum eldsins.“
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Komust úr brennandi íbúðarhúsi af sjálfsdáðum Tveir einstaklingar komust út af sjálfsdáðum eftir að eldur kom upp í íbúðarhúsnæði í Fossvoginum. Það gerðu þessir tveir áður en slökkvilið kom á vettvang. 3. nóvember 2024 07:23 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Komust úr brennandi íbúðarhúsi af sjálfsdáðum Tveir einstaklingar komust út af sjálfsdáðum eftir að eldur kom upp í íbúðarhúsnæði í Fossvoginum. Það gerðu þessir tveir áður en slökkvilið kom á vettvang. 3. nóvember 2024 07:23