Læknar fresta verkfalli Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. nóvember 2024 13:35 Læknafélag Íslands ætlar að boða til verkfalls með þeim hætti sem ríkið telur löglegan og virðist þar með viðurkenna að hafa staðið ólöglega að fyrri verkfallsboðun. Steinunn Þórðardóttir er formaður LÍ. Vísir/Arnar Læknafélag Íslands hefur tilkynnt læknum að það muni boða til nýs verkfalls með þeim hætti sem ríkið telur að sé löglegur. Hver vinnustaður lækna kjósi um verkföllin og þau muni ná til Landspítalans alls. Félagið ætlar því ekki að láta málið fara fyrir Félagsdóm af ótta við að niðurstaðan muni seinka verkfallinu fram í desember. Þetta kemur fram í pósti frá LÍ til félagsmanna sem fréttastofa hefur undir höndunum. Þar segir að svar ríkisins um að ekki væri rétt staðið að umræddri verkfallsboðun hafi komið LÍ í opna skjöldu. Nákvæmlega eins hafi verið staðið að verkfallsboðun nú og fyrir tíu árum síðan í síðasta verkfalli. Athugasemdir ríkisins séu tvær, annars vegar að kosið hafi verið um verkfallsboðunina með röngum hætti og hins vegar að verkfallsboðunin taki ekki til allra lækna hjá þeim vinnuveitendum sem verkfall beinist gegn. Læknafélagið og lögfræðilegir ráðgjafar sem félagið hefur leitað til séu langt frá því að vera sammála þessari afstöðu. Niðurstaða Félagsdóms gæti seinkað verkföllum Læknafélagið segir boðun verkfallsins hafa verið lögmæta og telur dómafordæmi Félagsdóms, um að greiða eigi atkvæði á hverjum vinnustað sem verkfallið eigi að ná til, hafa vafasamt fordæmisgildi. Félagið fellst hins vegar á að athugasemd ríkisins um að verkfall verði að ná til allra eininga Landspítala á sömu dögum eigi sér stoð í lögum. LÍ hafi tvo kosti: láta ríkið fara í málaferli fyrir Félagsdómi um lögmæti boðaðs verkfalls eða boða til nýs verkfalls með þeim hætti sem ríkið telji löglegan. Verði niðurstaða Félagsdóms andsnúin LÍ segist félagið vera búið að missa af því að fara í verkfall fyrr en einhvern tímann í desember. Markmið ríkisins virðist vera einmitt það, að tefja boðaðar verkfallsaðgerðir lækna. Niðurstaða stjórnar LÍ er að velja seinni kostinn: láta hvern vinnustað lækna kjósa um verkföllin og að láta verkföllin ná til Landspítalans alls þá daga sem verkföll verða á Landspítala. Með þeirri leið er unnt að boða nýtt verkfall lækna frá 25. nóvember næstkomandi. Vonir standa til að ný atkvæðagreiðsla um verkfall lækna hefjist síðdegis mánudaginn 4. nóvember næstkomandi. Ekki náðist í Steinunni Þórðardóttur, formann LÍ, við skrif fréttarinnar. Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Heilbrigðismál Tengdar fréttir Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands óttast að afstaða ríkisins gagnvart verkfallsboðun lækna muni hleypa illu blóði og aukinni hörku í kjaraviðræðurnar. Ríkið telur að verkfallsboðunin sé ólögmæt. Steinunn segir að verið sé að þrýsta læknum í harðari aðgerðir. 1. nóvember 2024 20:53 Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þetta kemur fram í pósti frá LÍ til félagsmanna sem fréttastofa hefur undir höndunum. Þar segir að svar ríkisins um að ekki væri rétt staðið að umræddri verkfallsboðun hafi komið LÍ í opna skjöldu. Nákvæmlega eins hafi verið staðið að verkfallsboðun nú og fyrir tíu árum síðan í síðasta verkfalli. Athugasemdir ríkisins séu tvær, annars vegar að kosið hafi verið um verkfallsboðunina með röngum hætti og hins vegar að verkfallsboðunin taki ekki til allra lækna hjá þeim vinnuveitendum sem verkfall beinist gegn. Læknafélagið og lögfræðilegir ráðgjafar sem félagið hefur leitað til séu langt frá því að vera sammála þessari afstöðu. Niðurstaða Félagsdóms gæti seinkað verkföllum Læknafélagið segir boðun verkfallsins hafa verið lögmæta og telur dómafordæmi Félagsdóms, um að greiða eigi atkvæði á hverjum vinnustað sem verkfallið eigi að ná til, hafa vafasamt fordæmisgildi. Félagið fellst hins vegar á að athugasemd ríkisins um að verkfall verði að ná til allra eininga Landspítala á sömu dögum eigi sér stoð í lögum. LÍ hafi tvo kosti: láta ríkið fara í málaferli fyrir Félagsdómi um lögmæti boðaðs verkfalls eða boða til nýs verkfalls með þeim hætti sem ríkið telji löglegan. Verði niðurstaða Félagsdóms andsnúin LÍ segist félagið vera búið að missa af því að fara í verkfall fyrr en einhvern tímann í desember. Markmið ríkisins virðist vera einmitt það, að tefja boðaðar verkfallsaðgerðir lækna. Niðurstaða stjórnar LÍ er að velja seinni kostinn: láta hvern vinnustað lækna kjósa um verkföllin og að láta verkföllin ná til Landspítalans alls þá daga sem verkföll verða á Landspítala. Með þeirri leið er unnt að boða nýtt verkfall lækna frá 25. nóvember næstkomandi. Vonir standa til að ný atkvæðagreiðsla um verkfall lækna hefjist síðdegis mánudaginn 4. nóvember næstkomandi. Ekki náðist í Steinunni Þórðardóttur, formann LÍ, við skrif fréttarinnar.
Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Heilbrigðismál Tengdar fréttir Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands óttast að afstaða ríkisins gagnvart verkfallsboðun lækna muni hleypa illu blóði og aukinni hörku í kjaraviðræðurnar. Ríkið telur að verkfallsboðunin sé ólögmæt. Steinunn segir að verið sé að þrýsta læknum í harðari aðgerðir. 1. nóvember 2024 20:53 Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands óttast að afstaða ríkisins gagnvart verkfallsboðun lækna muni hleypa illu blóði og aukinni hörku í kjaraviðræðurnar. Ríkið telur að verkfallsboðunin sé ólögmæt. Steinunn segir að verið sé að þrýsta læknum í harðari aðgerðir. 1. nóvember 2024 20:53
Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42