Formúla 1

Fimm á­rekstrar í tímatökunni á renn­blautri braut

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Aðeins 44 stigum munar þegar fjórar keppnir eru eftir af tímabilinu milli Lando Norris og Max Verstappen.
Aðeins 44 stigum munar þegar fjórar keppnir eru eftir af tímabilinu milli Lando Norris og Max Verstappen. Lars Baron - Formula 1/Formula 1 via Getty Images

Lando Norris verður á ráspól í Sau Paulo, Brasilíu kappakstri Formúlu 1 síðar í dag. Ríkjandi heimsmeistarinn og hans helsti keppinautur, Max Verstappen, verður sá sautjándi.

Tímatökurnar áttu að fara fram í gærkvöldi en var frestað vegna veðurs. Úrhellisrigning hefur verið og brautin rennblaut, en var metin nógu örugg til aksturs í morgun svo tímatakan gat farið fram.

Franco Colapinto hjá Williams, Carlos Sainz hjá Ferrari, Lanco Stroll og Fernando Alonso hjá Aston Martin og Alexander Albon hjá Williams klesstu allir bíla sína. 

Ólíklegt þykir að sá síðastnefndi geti tekið þátt í kappakstrinum.

Williams bifreið Alexanders Albon er ekki ökuhæf.formula 1
Fernando Alonso lenti utan í vegg.formula 1

Keppninni var flýtt um tvo tíma vegna veðurofsa sem á að skella á aftur í kvöld. Búast má þó við töluverðri rigningu í dag og rennblautri braut þegar keppnin hefst klukkan 15:30 í beinni útsendingu á Vodafone Sport. 

Rásröð Brasilíu kappakstursins:

  1. Lando Norr­is - McLar­en
  2. Geor­ge Rus­sel - Mercedes
  3. Yuki Tsunoda - RB
  4. Esteb­an Ocon - Alp­ine
  5. Liam Law­son - RB
  6. Char­les Leclerc - Ferr­ari
  7. Alex Al­bon - Williams
  8. Oscar Pi­astri - McLar­en
  9. Fern­ando Alon­so - Ast­on Mart­in
  10. Lance Stroll - Ast­on Mart­in
  11. Valteri Bottas - Sauber
  12. Sergio Perez - Red Bull
  13. Car­los Sainz - Ferr­ari
  14. Pier­re Gas­ly - Renault
  15. Lew­is Hamilt­on - Mercedes
  16. Oli­ver Be­arm­an - Haas
  17. Max Verstapp­en - Red Bull
  18. Franco Colap­into - Williams
  19. Nico Hul­ken­ber - Haas
  20. Guanyu Zhou - Sauber



Fleiri fréttir

Sjá meira


×