Skattar eru ekki fúkyrði Þormóður Logi Björnsson skrifar 3. nóvember 2024 15:00 Það eru mörg orð á íslensku sem virðast vera á flæmingi undan málnotkun. Skattar eru eitt þeirra, sérstaklega ef einhver vogar sér að tala um að hækka þá á einhvern hátt. Ég hef í gegnum tíðina lítið þurft á velferðarþjónustu að halda. Ég er barnlaus og nýti því enga þjónustu eða niðurgreiðslu vegna barna. Ég borga hins vegar glaður alla skatta. Því ég bý í samfélagi við aðra. Ég trúi því að enginn sé svo sterkur einn að þurfa ekki á öðrum að halda einhvern tímann. Ef ég dett niður dauður síðasta vinnudaginn minn hafandi greitt til samfélagsins alla ævi án þess að taka mikið út, þá veldur sú hugsun mér engu hugarangri að hafa lagt meira inn en ég hef tekið út. Ég veit ekki hvað morgundagurinn hefur í för með sér, ég gæti orðið alvarlega veikur, lent í slysi, náttúruhamförum eða misst vinnuna á morgun, eftir viku, ár eða áratug. Þá mun velferðarsamfélagið sem ég trúi á standa með mér. Ég geri mér grein fyrir því að víða er pottur brotinn og margt sem má gera mun betur. Því finnst mér sjálfsagt að borga hærri skatta og gera miklu betur, því ég veit aldrei nema ég eða einhver sem mér er annt um þurfi á sterku velferðarkerfi að halda. Ég er á móti allri einkavæðingu í mennta- og heilbrigðiskerfi. Ekki því mér finnst í lagi að vera með langa biðlista eða léleg úrræði heldur finnst mér að lausnin sé að efla núverandi kerfi þannig það virki betur. Ekki loka því, bjóða það út og fara í að fóðra vasa eigenda. Það þarf vissulega að skoða rekstur eininga hjá ríki og sveitarfélögum m.t.t. þess að fá eins góða þjónustu og hægt er fyrir peninginn. En hvernig sem þessu er háttað, þá þarf velferðarsamfélagið alltaf skatta. Vinstri hreyfingin grænt framboð leggur áherslu á það að styrkja velferðarsamfélagið. Til þess ætlum við að hækka skatta. Ekki með því að hækka tekjuskatta eða skatta sem hafa bein áhrif á buddu þeirra sem minnst mega sín. Heldur með því að leggja sanngjarna skatta á þá sem meira hafa en borga oft minna. Það má gera með því að skattleggja íbúðareignir umfram lögheimilis eignir. Sem í framhaldi leiðir af sér aukið framboð á húsnæði. Með því að hækka auðlindagjald sem er svo lágt, þótt hagsmunasamtök vilji sannfæra okkur um annað, að það stendur varla undir eftirliti og þjónustu. Skattleggja ferðaþjónustuna þannig að þeir sem hingað koma og nýta vissulega innviði borgi fyrir það. Þrepaskipta fjármagnstekjuskatti. Ekki til að kroppa meira af þeim sem eiga lítið, heldur til þess að þeir sem eiga mikið leggi meira að mörkum til samfélagsins. Það þarf að binda fyrir glufur í skattkerfinu sem nýtist einungis örfáum ofur ríkum. Við erum öll í þessu saman en eins og góður vinur minn sagði mér einu sinni þá er það alveg merkilegt hvað peningar eru félagslyndir. Þeir leitast til þess að vera í félagsskap frekar en á víð og dreif. Það er því verkefni að dreifa peningum þannig að þeir nýtist öllum með manngæsku og hlýju fyrir hvert öðru að leiðarljósi. Höfundur skipar 3. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Það eru mörg orð á íslensku sem virðast vera á flæmingi undan málnotkun. Skattar eru eitt þeirra, sérstaklega ef einhver vogar sér að tala um að hækka þá á einhvern hátt. Ég hef í gegnum tíðina lítið þurft á velferðarþjónustu að halda. Ég er barnlaus og nýti því enga þjónustu eða niðurgreiðslu vegna barna. Ég borga hins vegar glaður alla skatta. Því ég bý í samfélagi við aðra. Ég trúi því að enginn sé svo sterkur einn að þurfa ekki á öðrum að halda einhvern tímann. Ef ég dett niður dauður síðasta vinnudaginn minn hafandi greitt til samfélagsins alla ævi án þess að taka mikið út, þá veldur sú hugsun mér engu hugarangri að hafa lagt meira inn en ég hef tekið út. Ég veit ekki hvað morgundagurinn hefur í för með sér, ég gæti orðið alvarlega veikur, lent í slysi, náttúruhamförum eða misst vinnuna á morgun, eftir viku, ár eða áratug. Þá mun velferðarsamfélagið sem ég trúi á standa með mér. Ég geri mér grein fyrir því að víða er pottur brotinn og margt sem má gera mun betur. Því finnst mér sjálfsagt að borga hærri skatta og gera miklu betur, því ég veit aldrei nema ég eða einhver sem mér er annt um þurfi á sterku velferðarkerfi að halda. Ég er á móti allri einkavæðingu í mennta- og heilbrigðiskerfi. Ekki því mér finnst í lagi að vera með langa biðlista eða léleg úrræði heldur finnst mér að lausnin sé að efla núverandi kerfi þannig það virki betur. Ekki loka því, bjóða það út og fara í að fóðra vasa eigenda. Það þarf vissulega að skoða rekstur eininga hjá ríki og sveitarfélögum m.t.t. þess að fá eins góða þjónustu og hægt er fyrir peninginn. En hvernig sem þessu er háttað, þá þarf velferðarsamfélagið alltaf skatta. Vinstri hreyfingin grænt framboð leggur áherslu á það að styrkja velferðarsamfélagið. Til þess ætlum við að hækka skatta. Ekki með því að hækka tekjuskatta eða skatta sem hafa bein áhrif á buddu þeirra sem minnst mega sín. Heldur með því að leggja sanngjarna skatta á þá sem meira hafa en borga oft minna. Það má gera með því að skattleggja íbúðareignir umfram lögheimilis eignir. Sem í framhaldi leiðir af sér aukið framboð á húsnæði. Með því að hækka auðlindagjald sem er svo lágt, þótt hagsmunasamtök vilji sannfæra okkur um annað, að það stendur varla undir eftirliti og þjónustu. Skattleggja ferðaþjónustuna þannig að þeir sem hingað koma og nýta vissulega innviði borgi fyrir það. Þrepaskipta fjármagnstekjuskatti. Ekki til að kroppa meira af þeim sem eiga lítið, heldur til þess að þeir sem eiga mikið leggi meira að mörkum til samfélagsins. Það þarf að binda fyrir glufur í skattkerfinu sem nýtist einungis örfáum ofur ríkum. Við erum öll í þessu saman en eins og góður vinur minn sagði mér einu sinni þá er það alveg merkilegt hvað peningar eru félagslyndir. Þeir leitast til þess að vera í félagsskap frekar en á víð og dreif. Það er því verkefni að dreifa peningum þannig að þeir nýtist öllum með manngæsku og hlýju fyrir hvert öðru að leiðarljósi. Höfundur skipar 3. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun