Fótbolti

Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu um­ferð

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Guðrún Arnardóttir er miðvörður sænsku meistaranna. 
Guðrún Arnardóttir er miðvörður sænsku meistaranna.  Urszula Striner

Rosengård er komið aftur á sigurbraut í sænsku úrvalsdeildinni eftir tap gegn Hammarby í síðustu umferð. 2-0 sigur vannst þegar Linköping kom í heimsókn í dag, Guðrún Arnardóttir stóð í miðri vörn Rosengård að vana.

María Catharína Ólafsdóttir Grós, Akureyringurinn sem á að baki 34 leiki fyrir yngri landslið Íslands, var í vinstri vængbakverði gestaliðsins allan leikinn.

Olivia Scough skoraði fyrsta markið af vítapunktinum á 35. mínútu. Sara Eriksson varð svo fyrir því óláni að setja boltann í eigið net á 65. mínútu.

Rebecca Knaak og Momoko Takinawa bættu mörkum við áður en yfir lauk. Lokaniðurstaða 4-0 sigur Rosengård.

Rosengård hefur unnið 24 af 25 leikjum og er langefsta lið deildarinnar með 72 stig. Hammarby og BK Häcken sitja þar fyrir neðan með 58 stig.

Linköping er rétt fyrir ofan fallsvæðið, með 26 stig í 11. sæti.

Lokaumferð deildarinnar fer fram næsta laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×