Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2024 18:17 Rigningin setti sterkan svip á alla helgina í Brasilíukappakstrinum. Getty/Alessio Morgese Max Verstappen tók stórt skref í átt að sínum fjórða heimsmeistaratitli í Formúlu 1 með ótrúlegum sigri í kappakstrinum í Sao Paulo í dag. Rigningin setti sterkan svip á alla helgina og þar með kappaksturinn í dag. Verstappen þurfti að byrja í 17. sæti en vann sig framar og kom sér fram úr Esteban Ocon í efsta sætið þegar keppni var endurræst á 43. hring af 69. Hann hélt forystunni til enda og vann öruggan sigur, eða rétt tæpum tuttugu sekúndum á undan næsta manni. Verstappen er þar með kominn með 393 stig og er 62 stigum á undan næsta manni, Lando Norris, þegar aðeins þrír kappakstrar eru eftir. Hann gæti því fagnað heimsmeistaratitlinum í Las Vegas síðar í þessum mánuði. Þó var þetta fyrsti sigur Verstappen síðan á Spáni í júní. Max Verstappen fagnar sigrinum sæta í dag með liðinu sínu.Getty/Mark Thompson Árangur Alpine-liðsins vakti ekki síður athygli í dag en Esteban Ocon náði 2. sæti og Pierre Gasly 3. sætinu. George Russell úr Mercedes varð í 4. sæti og Charles Leclerce úr Ferrari í 5. sæti. Akstursíþróttir Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Rigningin setti sterkan svip á alla helgina og þar með kappaksturinn í dag. Verstappen þurfti að byrja í 17. sæti en vann sig framar og kom sér fram úr Esteban Ocon í efsta sætið þegar keppni var endurræst á 43. hring af 69. Hann hélt forystunni til enda og vann öruggan sigur, eða rétt tæpum tuttugu sekúndum á undan næsta manni. Verstappen er þar með kominn með 393 stig og er 62 stigum á undan næsta manni, Lando Norris, þegar aðeins þrír kappakstrar eru eftir. Hann gæti því fagnað heimsmeistaratitlinum í Las Vegas síðar í þessum mánuði. Þó var þetta fyrsti sigur Verstappen síðan á Spáni í júní. Max Verstappen fagnar sigrinum sæta í dag með liðinu sínu.Getty/Mark Thompson Árangur Alpine-liðsins vakti ekki síður athygli í dag en Esteban Ocon náði 2. sæti og Pierre Gasly 3. sætinu. George Russell úr Mercedes varð í 4. sæti og Charles Leclerce úr Ferrari í 5. sæti.
Akstursíþróttir Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira