Viðskipti innlent

Snúrunni lokað fyrir fullt og allt

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Rakel Hlín Bergsdóttir eigandi Snúrunnar ásamt verslunarstjórunum Sigríði Kjerulf og Högnu Kristbjörgu Knútsdóttur á opnun verslunarinnar í Smáralind árið 2021.
Rakel Hlín Bergsdóttir eigandi Snúrunnar ásamt verslunarstjórunum Sigríði Kjerulf og Högnu Kristbjörgu Knútsdóttur á opnun verslunarinnar í Smáralind árið 2021. Snúran

Hönnunarverslunin Snúran kveður íslenska fagurkerabransann innan tíðar en tíu ár eru síðan verslunin opnaði. Eigandi Snúrunnar kveðst ætla að snúa sér að öðru. 

Rakel Hlín Bergsdóttir eigandi Snúrunnar segir í samtali við fréttastofu að nú hefjist rýmingarsala og að opið verði í versluninni, sem stendur við Ármúla 38, meðan birgðir endast. 

„Ég ætla að snúa mér að öðrum málum. Ég er búin að vera með þetta í tíu ár og þetta er komið gott,“ segir Rakel í samtali við Vísi.

„Þetta var ekkert frábært síðustu tvö árin en við erum aðeins búin að rétta okkur af í ár. Svo var þetta bara orðin of mikil vinna fyrir of lítið. Og áhuginn var kominn annað,“ segir Rakel Hlín spurð út í reksturinn.

Snúran hófst sem vefverslun árið 2014 en eftir árs rekstur opnaði Rakel verslun Snúrunnar í Síðumúla. Árið 2017 fluttist verslunin að Ármúla 38 og hefur staðið þar síðan. Þrjú ár eru síðan önnur verslun Snúrunnar opnaði í Smáralind en henni var lokað í fyrra.


Tengdar fréttir

Litadýrð í opnunarpartý Snúrunnar í Smáralind

Snúran opnaði nýja verslun í Smáralind á þriðjudag. Eigendur verslunarinnar eru Rakel Hlín Bergsdóttir athafnakona og sambýlismaður hennar, Andri Gunnarsson lögmaður. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×