Eygló best allra á EM og Erla fékk þrjú brons Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2024 22:20 Eygló Fanndal Sturludóttir með gullverðlaunin sín á EM. Instagram/@eyglo_fanndal Eygló Fanndal Sturludóttir átti fullkomna lokaheimsókn á Evrópumót U23 ára í ólympískum lyftingum sem lauk í dag í Póllandi. Eins og fram hefur komið þá varð Eygló Evrópumeistari í -71 kg flokki, í hópi 23 ára og yngri, auk þess sem hún sló Norðurlandametið í fullorðinsflokki með samanlögðum árangri sínum. Hún lyfti 104 kg eða mest allra í snörun og einnig mest allra í jafnhendingu eða 133 kg. Samtals lyfti hún því 237 kg og vann öruggan sigur en sigurlyftu hennar í jafnhendingunni má sjá hér að neðan. Í dag fékk Eygló svo viðurkenningu fyrir að hafa orðið stigahæst allra kvenna, þvert á flokka, á mótinu. Útkoman gat því ekki orðið betri, á þessu síðasta U23-móti Eyglóar sem var með foreldra sína á meðal áhorfenda auk þess sem móðir hennar fékk svo þann heiður að veita henni gullverðlaunin. Eygló var einnig stigahæst á Norðurlandamótinu í Færeyjum fyrir tveimur vikum og það var þá í fyrsta sinn sem að Íslendingur hlýtur þá viðurkenningu. Íslendingar uppskáru ríkulega á mótinu í Póllandi því auk verðlauna Eyglóar fékk Guðný Björk Stefánsdóttir þrenn bronsverðlaun í sama þyngdarflokki og hún. Í dag hlaut svo Erla Ágústsdóttir þrenn bronsverðlaun í +87 kg flokki. Erla lyfti mest 97 kg í snörun og 116 kg í jafnhendingu, eða samtals 213 kg. Erla Ágústsdóttir með bronsmedalíurnar þrjár á EM U23 í Póllandi.LSÍ Erla fékk allar sex lyftur sínar gildar á mótinu en það var þó ekki útlit fyrir það í fyrstu því dómararnir gáfu henni þrjú rauð ljós á opnunarlyftuna í jafnhendingu. Þessu mótmæltu þjálfarar Erlu og eftir endurskoðun var dómnum snúið og lyftan dæmd gild. Lyftingar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira
Eins og fram hefur komið þá varð Eygló Evrópumeistari í -71 kg flokki, í hópi 23 ára og yngri, auk þess sem hún sló Norðurlandametið í fullorðinsflokki með samanlögðum árangri sínum. Hún lyfti 104 kg eða mest allra í snörun og einnig mest allra í jafnhendingu eða 133 kg. Samtals lyfti hún því 237 kg og vann öruggan sigur en sigurlyftu hennar í jafnhendingunni má sjá hér að neðan. Í dag fékk Eygló svo viðurkenningu fyrir að hafa orðið stigahæst allra kvenna, þvert á flokka, á mótinu. Útkoman gat því ekki orðið betri, á þessu síðasta U23-móti Eyglóar sem var með foreldra sína á meðal áhorfenda auk þess sem móðir hennar fékk svo þann heiður að veita henni gullverðlaunin. Eygló var einnig stigahæst á Norðurlandamótinu í Færeyjum fyrir tveimur vikum og það var þá í fyrsta sinn sem að Íslendingur hlýtur þá viðurkenningu. Íslendingar uppskáru ríkulega á mótinu í Póllandi því auk verðlauna Eyglóar fékk Guðný Björk Stefánsdóttir þrenn bronsverðlaun í sama þyngdarflokki og hún. Í dag hlaut svo Erla Ágústsdóttir þrenn bronsverðlaun í +87 kg flokki. Erla lyfti mest 97 kg í snörun og 116 kg í jafnhendingu, eða samtals 213 kg. Erla Ágústsdóttir með bronsmedalíurnar þrjár á EM U23 í Póllandi.LSÍ Erla fékk allar sex lyftur sínar gildar á mótinu en það var þó ekki útlit fyrir það í fyrstu því dómararnir gáfu henni þrjú rauð ljós á opnunarlyftuna í jafnhendingu. Þessu mótmæltu þjálfarar Erlu og eftir endurskoðun var dómnum snúið og lyftan dæmd gild.
Lyftingar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira