Fótbolti

Skoraði furðu­legt sjálfs­mark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ungir leikmenn IFK Stocksund bregða hér á leik en þeir taka sér vonandi ekki leikmann aðalliðsins sér til fyrirmyndar.
Ungir leikmenn IFK Stocksund bregða hér á leik en þeir taka sér vonandi ekki leikmann aðalliðsins sér til fyrirmyndar. @ifkstocksundp17

Eskilstuna vann 5-4 sigur á Stocksund í sænska fótboltanum um helgina en þrjú sjálfsmörk voru skoruð í leiknum. Eitt þessara sjálfsmarka vakti þó meiri athygli en hin.

Ludvig af Ugglas, leikmaður Stocksund, varð þá á þau mistök að senda boltann í eigið mark.

„Allir sem komu að þessu marki hljóta að skammast sín,“ sagði Adam Gürsoy, þjálfari Stocksund, við Aftonbladet eftir leikinn.

Markvörður Stocksund og annar varnarmaður höfðu þegar gert mistök þegar markvörðurinn missti af sendingu aftur til sín.

Boltinn var því á leiðinni í markið en Ludvig af Ugglas var fljótur að átta sig og náði að komast fyrir boltann.

Í stað þess að bjarga marki þá tókst honum hins vegar á einhvern furðulegan hátt að senda boltann í eigið mark. „Hvað ertu að gera?“ kallaði lýsandinn hneykslaður.

„Á síðasta tímabili skoraði Simon Miedinger mark sem milljónir sáu en ég sagði við Ludvig að því miður munu fleiri eflaust sjá þetta mark,“ sagði Gürsoy og hló.

„Þetta mark var svolítið eins og leikurinn var. Þótt að þetta mark hefði ekki litið dagsins ljóst þá hefði þetta samt verið vandræðalegt kvöld fyrir okkur. Þetta gerði samt þetta ekki auðveldara fyrir okkur,“ sagði Gürsoy og bætti við að það væri best fyrir alla að gleyma þessum leik.

Markið má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×