Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar 4. nóvember 2024 08:45 Íslenskan og menningararfurinn er ein dýrmætasta auðlind okkar og var aðalforsendan fyrir sjálfstæðisbaráttunni hér áður fyrr. Ef ekki er sterk þjóðmenning þá er ekki þjóð. Við í Lýðræðisflokknum leggjum áherslu á að viðhalda íslenskunni og varðveita menningararfinn. Leiðir eru til. Til dæmis styðja hugvísindadeildir í háskólum sem nú þegar sinna frábæru starfi og miðla áfram faglegri færni í hvernig megi halda utan um menningararfinn. Leggjum áherslu á að aðflutt fólk frá öðrum tungumálasvæðum læri íslensku, sérstaklega börnin. Kennum þeim íslenska menningu, hefðir og siði. Þegar fólk flyst til annarra landa þarf að aðlagast því menningarsvæði sem það flytur til og læra tungumálið. Fólk fær ekki einu sinni vinnu nema hafa grunnþekkingu í tungumálinu. Af hverju á það ekki við um Ísland? Eingöngu í löndum sem hafa algjörlega misst menningarlega sérstöðu sína, eins og t.d. Kanaríeyjar þarf fólk ekki að aðlagast og læra tungumálið á staðnum. Einnig þarf að efla færni íslenskra barna í íslensku svo þau leiti ekki í ensku til að tjá sig. Besta leiðin til að auka orðaforða er að lesa sem mest á íslensku. Því er mikilvægt að halda að börnunum íslenskum bókum til að ná lesskilningi og auknum orðaforða. Byrja að lesa fyrir börnin strax í frumbernsku. Þannig vex þekking samfélagsins alls. Börnin okkar eiga eftir að taka við landinu af okkur sem eldri erum. Með auknum lesskilningi og þekkingu á menningarverðmætunum viðhöldum við þjóðmenningu okkar og sérstöðu. Undirrituð er leiðsögumaður og því legg ég áherslu á að alltaf þurfi löggilda og faglega leiðsögn í hópferðum erlendra ferðamanna. Í mörgum löndum er það sett í lög að alltaf þurfi að vera innlendur leiðsögumaður með hópum. Þannig fá ferðamenn breiðari þekkingu um Ísland sem þeir síðan deila víða um heim. Lýðræðisflokkurinn er stofnaður fyrir þig og þjóðina. Ávinningurinn er því mikill að kjósa Lýðræðisflokkinn. Höfundur skipar 4. sæti X-L Reykjavík norður, hagnýtur menningarmiðlari, grafískur hönnuður og framkvæmdastjóri Create Iceland Travel ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Íslenskan og menningararfurinn er ein dýrmætasta auðlind okkar og var aðalforsendan fyrir sjálfstæðisbaráttunni hér áður fyrr. Ef ekki er sterk þjóðmenning þá er ekki þjóð. Við í Lýðræðisflokknum leggjum áherslu á að viðhalda íslenskunni og varðveita menningararfinn. Leiðir eru til. Til dæmis styðja hugvísindadeildir í háskólum sem nú þegar sinna frábæru starfi og miðla áfram faglegri færni í hvernig megi halda utan um menningararfinn. Leggjum áherslu á að aðflutt fólk frá öðrum tungumálasvæðum læri íslensku, sérstaklega börnin. Kennum þeim íslenska menningu, hefðir og siði. Þegar fólk flyst til annarra landa þarf að aðlagast því menningarsvæði sem það flytur til og læra tungumálið. Fólk fær ekki einu sinni vinnu nema hafa grunnþekkingu í tungumálinu. Af hverju á það ekki við um Ísland? Eingöngu í löndum sem hafa algjörlega misst menningarlega sérstöðu sína, eins og t.d. Kanaríeyjar þarf fólk ekki að aðlagast og læra tungumálið á staðnum. Einnig þarf að efla færni íslenskra barna í íslensku svo þau leiti ekki í ensku til að tjá sig. Besta leiðin til að auka orðaforða er að lesa sem mest á íslensku. Því er mikilvægt að halda að börnunum íslenskum bókum til að ná lesskilningi og auknum orðaforða. Byrja að lesa fyrir börnin strax í frumbernsku. Þannig vex þekking samfélagsins alls. Börnin okkar eiga eftir að taka við landinu af okkur sem eldri erum. Með auknum lesskilningi og þekkingu á menningarverðmætunum viðhöldum við þjóðmenningu okkar og sérstöðu. Undirrituð er leiðsögumaður og því legg ég áherslu á að alltaf þurfi löggilda og faglega leiðsögn í hópferðum erlendra ferðamanna. Í mörgum löndum er það sett í lög að alltaf þurfi að vera innlendur leiðsögumaður með hópum. Þannig fá ferðamenn breiðari þekkingu um Ísland sem þeir síðan deila víða um heim. Lýðræðisflokkurinn er stofnaður fyrir þig og þjóðina. Ávinningurinn er því mikill að kjósa Lýðræðisflokkinn. Höfundur skipar 4. sæti X-L Reykjavík norður, hagnýtur menningarmiðlari, grafískur hönnuður og framkvæmdastjóri Create Iceland Travel ehf.
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun