Sport

Risamaraþon heimsins nú orðin sjö eftir að eitt bættist í hópinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Keppendur hlaupa hér í Sydney maraþoninu sem verður haldið undir öðruvísi formerkjum á næsta ári.
Keppendur hlaupa hér í Sydney maraþoninu sem verður haldið undir öðruvísi formerkjum á næsta ári. Getty/Jenny Evans

Samtök risamaraþona heimsins, World Marathon Majors, hafa tekið inn nýjan meðlim og nú eru risamaraþon heimsins því orðin sjö.

Sjöunda hlaupið í hópnum er Sydney maraþonið sem verður haldið í fyrsta sinn sem risamaraþon á árinu 2025.

Dawna Stone, framkvæmdastjóri samtakanna, tilkynnti þetta á blaðamannafundi eftir að New York maraþoninu lauk í gær.

Sydney í Ástralíu hafði betur í baráttunni um lausa sætið við Höfðaborg í Suður-Afríku og Shanghæ í Kína.

Risamaraþon heimsins fara nú fram í borgunum New York, Boston, Chicago, London, Tokýó, Berlín og Sydney.

Margir hlauparar eru með það á óskalistanum að klára öll risamaraþonhlaupin og gætu því nokkrir mætt til Sydney á næsta ári til þess að loka nýja hringnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×