Lífið

Í­búðin gjör­breyttist eftir að hafa fært eld­húsið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðni og Guðlaug hafa komið sér sérstaklega vel fyrir Í Garðabænum.
Guðni og Guðlaug hafa komið sér sérstaklega vel fyrir Í Garðabænum.

Sumir segja að rétt uppröðun og innrétting á heimilinu geti veitt manni innri ró og vellíðan.

Hjónin Guðlaug Pétursdóttir og Guðni Gunnarsson hafa komið sér vel fyrir í einstaklega fallegri íbúð í Garðabænum þar sem þau hafa innréttað og skipulagt eftir Feng Shui fræðunum þar sem ýmis lögmál gilda til betra flæðis og vellíðanar.

Guðlaug vinnur meðal annars sem líftæknifræðingur og lífsstílsráðgjafi og Guðni er frumkvöðull á sviði Rope Yoga á Íslandi og hefur gefið út vinsælar bækur. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og heimsótti hjónin í Feng Shui innréttaða íbúðina þeirra í síðustu viku.

„Það er alltaf sól hérna á morgnanna austan megin en við vorum verja mestum tíma í hinu megin í dökka rýminu þannig að með því að færa eldhúsið hingað og geta nýtt rýmið hérna nær sjónum, það nærir okkur,“ segir Guðlaug.

„Eitt sem skiptir rosalega miklu máli, smiðirnir og rafvirkjarnir, þetta er allt svo gott fólk. Það skilja allir eftir sig eitthvað, þeir sem kom að þessu.“

Guðni segir að Guðlaug hafi fengið fullt frelsi og rými til að sjá um breytingarnar en hér að neðan má sjá þau hjónin ræða um þessa einstöku íbúð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×