Innlent

Bar­áttan í Banda­ríkjunum á lokametrunum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um bandarísku forsetakosningarnar sem haldnar verða á morgun. 

Spennan hefur sjaldan eða aldrei verið meiri og við förum yfir það helsta sem á daga frambjóðendanna hefur drifið. Þá heyrum við í okkar konu, Hólmfríði Gísladóttur, sem stödd er í Pennsylvaníu til að fylgjast með framvindunni. 

Einnig tökum við stöðuna á þeim kjaradeilum sem nú bera hæst. Læknar ætla að ganga aftur til atkvæða um verkfallsboðun og lítið þokast í viðræðum milli kennara og sveitarfélaganna. 

Að auki heyrum við í stjórnmálafræðing sem segir það hneyksli að enn einu sinni skuli Alþingi hafa trassað að gera breytingar á kosningalögunum. 

Í íþróttapakka dagsins verður körfuboltinn frá því í gær í fyrirrúymi en einnig fjallað um komandi landsleiki hjá handboltalandsliðinu.

Klippa: Hádegisfréttir 4. nóvember 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×