Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Árni Sæberg skrifar 4. nóvember 2024 12:40 Hildur Sverrisdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Jón Pétur Zimsen. Sjálfstæðisflokkurinn Meðal aðgerða í menntamálum sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í dag er að taka upp samræmd próf í grunnskólum á ný. Markmiðið með aðgerðunum er einfalt, að allir nemendur eigi að geta lesið og skilið texta við hæfi eftir yngsta stig grunnskólans í stað þess að stór hluti ráði ekki við það. Í fréttatilkynningu segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi kynnt aðgerðir í menntamálum í Grósku í Reykjavík í dag. Aðgerðirnar snúist um stórsókn og breytingar í menntakerfinu og byggi meðal annars á hugmyndum Jóns Péturs Zimsen, sem starfað hafi sem skólastjórnandi um langt skeið með góðum árangri. Jón Pétur skipar þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Með honum á kynningunni í dag voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra og oddviti flokksins í kjördæminu, og Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í öðru sæti listans. Helmingur drengja ekki með grunnfærni í lesskilningi Í tilkynningunni segir að nauðsynlegt sé að afstýra neyðarástandi í skólakerfinu með kraftmiklum aðgerðum. Um helmingur drengja og þriðjungur stúlkna nái ekki grunnfærni í lesskilningi. „Markmiðið er skýrt - að snúa vörn í sókn. Allir nemendur eiga að geta lesið og skilið texta við hæfi eftir yngsta stig grunnskólans í stað þess að stór hluti ráði ekki við það.“ Til þess að árangur náist þurfi að auka íslenskt málumhverfi leikskóla, fylgjast betur með lestrarkunnáttu og grípa fyrr inn ef þess gerist þörf, skrifa út nýja aðalnámskrá, breyta námsmati, taka upp samræmd próf, stórbæta námsgögn, endurskoða kennaramenntun og auka valfrelsi. Þá þurfi að endurskilgreina hugmyndina um skóla án aðgreiningar til að auka val foreldra og tryggja að allir nemendur sem mögulega þurfa aukinn stuðning fái hann. Þetta sé aðeins hluti af ríflega tuttugu aðgerðum sem kynntar voru í dag. Grunnskólinn í forgangi Aðgerðirnar snúi að öllum skólastigum þó að staða grunnskólanna sé í forgangi. Aðgerðirnar kveði meðal annars á um mikilvægi virðingar fyrir kennarastarfinu og öðru starfsfólki, að skólar verði símalausir og hreyfing hluti af hverjum degi, námsmat byggt á bókstöfum lagt niður, fleiri komist í iðnnám, að gervigreind sé innleidd í allt háskólanám, að komið verði á fót móttökuskólum eða deildum til að mæta þörfum hvers barns betur, að minnka brotthvarf og auka geðheilbrigðisþjónustu og um að sett verði skýr markmið um árangur í PISA. „Það er óásættanlegt að um helmingur drengja og þriðjungur stúlkna búa ekki yfir grunnfærni í lesskilningi að loknu 10 ára skyldunámi. Vegna starfa minna og reynslu veit ég að það hægt að gera miklu betur og það ætlum við að gera. Ég hef trú á því að með þessari aðgerðaáætlun getum við gjörbreytt stöðunni í íslensku menntakerfi. Ekkert bendir til að aðrir stjórnmálaflokkar hafi nokkrar lausnir, þeir skila auðu og þess vegna ákvað ég að fara í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn og koma hugmyndum í framkvæmd. Án grunnfærni í lesskilningi er lýðræðið í hættu og börnin okkar fá ekki öll tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu.” sagði Jón Pétur Zimsen á kynningunni. Börnin það dýrmætasta Haft er eftir Áslaugu Örnu að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að skapa samfélag þar sem hvert barn blómstrar í skóla. Miklu fjármagni sé varið í grunnskólakerfið en árangurinn sé ekki eftir því. Í samfélagi sem byggir á jöfnum tækifærum sé það óviðunandi að stór hluti barna nái ekki betri árangri. Afleiðingar slaks námsárangurs séu alvarlegar og meðal annars þær að börn njóti ekki jafnra tækifæra. Slakur námsárangur í grunnskóla hamli ekki aðeins möguleika á framhaldsnámi heldur hafi áhrif á samfélagið allt. „Með þessari aðgerðaáætlun ætlum við að snúa vörn í sókn.“ „Börnin eru það dýrmætasta í lífi okkar allra. Þau eiga skilið öll þau tækifæri sem við getum boðið þeim til að mæta framtíðinni. Betur menntuð þjóð getur skapað fleiri tækifæri og aukið lífsgæði allra. Til þess þarf að láta verkin tala og styðja við alvöru árangur í menntamálum,“ er haft eftir Hildi. Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Háskólar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi kynnt aðgerðir í menntamálum í Grósku í Reykjavík í dag. Aðgerðirnar snúist um stórsókn og breytingar í menntakerfinu og byggi meðal annars á hugmyndum Jóns Péturs Zimsen, sem starfað hafi sem skólastjórnandi um langt skeið með góðum árangri. Jón Pétur skipar þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Með honum á kynningunni í dag voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra og oddviti flokksins í kjördæminu, og Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í öðru sæti listans. Helmingur drengja ekki með grunnfærni í lesskilningi Í tilkynningunni segir að nauðsynlegt sé að afstýra neyðarástandi í skólakerfinu með kraftmiklum aðgerðum. Um helmingur drengja og þriðjungur stúlkna nái ekki grunnfærni í lesskilningi. „Markmiðið er skýrt - að snúa vörn í sókn. Allir nemendur eiga að geta lesið og skilið texta við hæfi eftir yngsta stig grunnskólans í stað þess að stór hluti ráði ekki við það.“ Til þess að árangur náist þurfi að auka íslenskt málumhverfi leikskóla, fylgjast betur með lestrarkunnáttu og grípa fyrr inn ef þess gerist þörf, skrifa út nýja aðalnámskrá, breyta námsmati, taka upp samræmd próf, stórbæta námsgögn, endurskoða kennaramenntun og auka valfrelsi. Þá þurfi að endurskilgreina hugmyndina um skóla án aðgreiningar til að auka val foreldra og tryggja að allir nemendur sem mögulega þurfa aukinn stuðning fái hann. Þetta sé aðeins hluti af ríflega tuttugu aðgerðum sem kynntar voru í dag. Grunnskólinn í forgangi Aðgerðirnar snúi að öllum skólastigum þó að staða grunnskólanna sé í forgangi. Aðgerðirnar kveði meðal annars á um mikilvægi virðingar fyrir kennarastarfinu og öðru starfsfólki, að skólar verði símalausir og hreyfing hluti af hverjum degi, námsmat byggt á bókstöfum lagt niður, fleiri komist í iðnnám, að gervigreind sé innleidd í allt háskólanám, að komið verði á fót móttökuskólum eða deildum til að mæta þörfum hvers barns betur, að minnka brotthvarf og auka geðheilbrigðisþjónustu og um að sett verði skýr markmið um árangur í PISA. „Það er óásættanlegt að um helmingur drengja og þriðjungur stúlkna búa ekki yfir grunnfærni í lesskilningi að loknu 10 ára skyldunámi. Vegna starfa minna og reynslu veit ég að það hægt að gera miklu betur og það ætlum við að gera. Ég hef trú á því að með þessari aðgerðaáætlun getum við gjörbreytt stöðunni í íslensku menntakerfi. Ekkert bendir til að aðrir stjórnmálaflokkar hafi nokkrar lausnir, þeir skila auðu og þess vegna ákvað ég að fara í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn og koma hugmyndum í framkvæmd. Án grunnfærni í lesskilningi er lýðræðið í hættu og börnin okkar fá ekki öll tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu.” sagði Jón Pétur Zimsen á kynningunni. Börnin það dýrmætasta Haft er eftir Áslaugu Örnu að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að skapa samfélag þar sem hvert barn blómstrar í skóla. Miklu fjármagni sé varið í grunnskólakerfið en árangurinn sé ekki eftir því. Í samfélagi sem byggir á jöfnum tækifærum sé það óviðunandi að stór hluti barna nái ekki betri árangri. Afleiðingar slaks námsárangurs séu alvarlegar og meðal annars þær að börn njóti ekki jafnra tækifæra. Slakur námsárangur í grunnskóla hamli ekki aðeins möguleika á framhaldsnámi heldur hafi áhrif á samfélagið allt. „Með þessari aðgerðaáætlun ætlum við að snúa vörn í sókn.“ „Börnin eru það dýrmætasta í lífi okkar allra. Þau eiga skilið öll þau tækifæri sem við getum boðið þeim til að mæta framtíðinni. Betur menntuð þjóð getur skapað fleiri tækifæri og aukið lífsgæði allra. Til þess þarf að láta verkin tala og styðja við alvöru árangur í menntamálum,“ er haft eftir Hildi.
Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Háskólar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira