Körfubolti

NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cade Cunningham og félagar í Detriot Pistons tóku lestina á leik sinn i gær og það endaði allt saman mjög vel.
Cade Cunningham og félagar í Detriot Pistons tóku lestina á leik sinn i gær og það endaði allt saman mjög vel. Getty/Mitchell Leff

Detriot Pistons mætti Brooklyn Nets í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöldi og vann góðan sigur. Það var þó ferðalag leikmanna liðsins á leikinn sem vakti einna helst athygli.

Stjörnurnar úr NBA deildinni sjást nú ekki oft úti á meðal almennings á leikdögum enda ferðast þeir vanalega um í liðsrútum og einkaflugvélum þegar þeir fara á milli leikstaða.

Í gær urðu forráðamenn Detroit Pistons þó að gera undantekningu og ástæðan var New York maraþonið sem fór fram í borginni á sama tíma.

Eins og við þekkjum hér í Reykjavíkurmaraþoninu þá þarf að loka götum út um alla borg þegar maraþonhlaup er haldið í borginni.

Það var einnig þannig í gær og því eina leiðin til að komast á leikinn í Brooklyn Center að taka neðanjarðarlestina.

Þetta var aðeins annar sigur Pistons í fyrstu sjö leikjum liðsins á leiktíðinni og kannski hafði þetta óvenjulega ferðalag bara góð áhrif á leikmenn liðsins.

Hér fyrir neðan sjá leikmenn Piston í lestinni á leiðinni á leikinn. Eflaust voru nokkrir áhorfendur á leiknum samferða þeim að þessu sinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×