Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 20:00 Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Sigurjón Niðurstöður kosninga í Bandaríkjunum verða sögulegar sama hvernig fer að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Eftir erfiða síðustu viku sé staða Kamölu Harris orðin betri og þau Donald Trump nú hnífjöfn. Segja má að Harris og Trump hafi verið hnífjöfn í könnunum frá upphafi og munurinn hefur bara minnkað eftir því sem hefur liðið á. „Það er ótrúlega skrítið að það sé ekki farið að draga meira í sundur með þeim. Ef við horfum meira á það hvernig fylgið er að þróast, miðað við stöðuna í morgun, lítur út fyrir að Harris sé aðeins að bæta við sig,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði. Gæti bent til meira fylgis meðal hvítra Í gær birtist könnun frá Iowa, þar sem Harris mældist með 47 prósenta fylgi og Trump með 44 prósent. Iowa hefur verið eldrautt ríki í síðustu kosningum og Trump vann þar yfirburðarsigur bæði 2020 og 2016. Það sem er sérstaklega merkilegt við könnunina er að hún sýnir að hvítar konur, sér í lagi eldri konur, eru að snúast Harris í vil. 63 prósent kvenna 65 ára og eldri hyggjast kjósa Harris á meðan 28 prósent þeirra ætla að kjósa Trump. Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrata á kosningafundi í Georgíu í gær.AP Photo/Mike Stewart „Ég er hrifin af stefnu hennar varðandi kynheilbrigðismál, sér í lagi þegar kemur að rétti kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Ég hallast líka að því að hún muni bjarga lýðræðinu okkar og fylgja reglum réttarríkisins,“ er haft eftir hinni 79 ára gömlu Lindu Marshall kjósanda í Cascade , í frétt Des Moines Register. Silja Bára bendir á að Iowa er eitt hvítasta ríki Bandaríkjanna, þar er minnstur fjölbreytileiki í íbúasamsetningu. „Þetta gæti verið vísbending um að Harris sé sterkari meðal hvítra kjósenda annars staðar í Bandaríkjunum. Þannig að mögulega kastar hennar framboð öndinni aðeins léttar að sjá þessar tölur.“ Sveifluríkin sjö Bandaríska kosningakerfið virkar þannig að úrslitin ráðast ekki af því hversu mörg atkvæði hvor frambjóðandi fær heldur hversu marga kjörmenn hvor frambjóðandi tryggir sér. Í hverju ríki eru ákveðið margir kjörmenn, sem eru í samræmi við íbúafjölda. Þannig hefur Flórída þrjátíu kjörmenn en Montana fjóra. Þannig eru sum ríki áhrifameiri en önnur. Starfsmenn kjördeildar setja upp kosningabása í íþróttahúsi í MassachusettsAP/Mark Stockwell Nokkuð ljóst er talið miðað við mælingar að Harris gangi að 226 kjörmönnum vísum en Trump 219. Tryggja þarf 270 kjörmenn til sigurs og leika sveifluríkin sjö mikilvægt hlutverk þar. Það eru Michigan, Nevada, Pennsylvanía, Wisconsin, Arizona, Georgía og Norður-Karolína. Mikilvægust er sennilega Pennsylvanía, þar sem eru 19 kjörmenn. Eins og staðan er í dag mælist Trump með eilítið meira fylgi í fjórum af sjö þeirra en það gæti auðveldlega breyst. „Í síðustu viku var ég eiginlega sannfærð um að Trump myndi sigra miðað við hvernig staðan var þá. Eins og staðan er núna er eiginlega bara jafnara en hefur verið. Þau eru hvort um sig með þrjú nokkuð örugg ríki og hnífjöfn í Pennsylvaníu. Ef eitthvað óvænt kemur upp, eins og ef Iowa fer öðru vísi en búist er við, þá gæti Harris allt í einu marið þetta,“ segir Silja Bára. „Svo verður gjarnan, sem maður vanmetur stundum möguleikann á, sveifla í tíðarandanum, sem gerist á lokametrunum. Það er allt innan einnar skekkju að annað þeirra gæti náð stórsigri. Þetta er bara ótrúlega spennandi, maður verður vakandi sennilega langt fram eftir nótt.“ Allt veltur á Pennsylvaníu Harris mun verja deginum í Pennsylvaníu. Harris mun heimsækja verkamannabæi, þar á meðal Allentown og mun svo enda daginn á kosningafundi í Fíladelfíu. Trump heldur fjóra kosningafundi í þremur ríkjum í dag. Hann byrjar á Raleigh í Norður-Karólínu áður en hann fer til Reading og Pittsburgh í Pennsylvaníu. Eins og í hin tvö skiptin sem hann hefur boðið sig fram endar hann kosningabaráttuna með fundi í Grand Rapids í Michigan. „Hvorugt þeirra á raunhæfan möguleika á sigri nema að fá Pennsylvaníu. Demókratar hafa ekki unnið án Pennsylvaníu í einhverja áratugi. Harris veit sem er, þetta er stærsta af sveifluríkjunum og flestir kjörmenn þar þannig að það er skiljanlegt að þau séu að leggja þessa áherslu á það. Fyrir Trump, hann auðvitað sigraði þarna 2016 og tapaði naumlega 2020. Þannig að fyrir hann skiptir örugglega mjög miklu máli að endurheimta ríkið,“ segir Silja Bára. Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna, forsetaefni Demókrata, á kosningafundi í Michigan í gær.AP Photo/Paul Sancya Trump gæti orðið fyrsti forsetinn með dómsmál á bakinu og annar fyrrverandi forsetinn í sögu Bandaríkjanna til að vera kjörinn aftur. Harris gæti orðið fyrsta konan, fyrsta svarta konan og fyrsta manneskjan af suður-asískum uppruna til að gegna embættinu. „Þetta verða sögulegar niðurstöður og svo getum við líka búist við því að þetta verði, eins og var 2020, mjög umdeildar niðurstöður. Framboð beggja aðila eru í startholunum að fara að kæra alls konar atriði sem kunna að koma upp.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Segja má að Harris og Trump hafi verið hnífjöfn í könnunum frá upphafi og munurinn hefur bara minnkað eftir því sem hefur liðið á. „Það er ótrúlega skrítið að það sé ekki farið að draga meira í sundur með þeim. Ef við horfum meira á það hvernig fylgið er að þróast, miðað við stöðuna í morgun, lítur út fyrir að Harris sé aðeins að bæta við sig,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði. Gæti bent til meira fylgis meðal hvítra Í gær birtist könnun frá Iowa, þar sem Harris mældist með 47 prósenta fylgi og Trump með 44 prósent. Iowa hefur verið eldrautt ríki í síðustu kosningum og Trump vann þar yfirburðarsigur bæði 2020 og 2016. Það sem er sérstaklega merkilegt við könnunina er að hún sýnir að hvítar konur, sér í lagi eldri konur, eru að snúast Harris í vil. 63 prósent kvenna 65 ára og eldri hyggjast kjósa Harris á meðan 28 prósent þeirra ætla að kjósa Trump. Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrata á kosningafundi í Georgíu í gær.AP Photo/Mike Stewart „Ég er hrifin af stefnu hennar varðandi kynheilbrigðismál, sér í lagi þegar kemur að rétti kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Ég hallast líka að því að hún muni bjarga lýðræðinu okkar og fylgja reglum réttarríkisins,“ er haft eftir hinni 79 ára gömlu Lindu Marshall kjósanda í Cascade , í frétt Des Moines Register. Silja Bára bendir á að Iowa er eitt hvítasta ríki Bandaríkjanna, þar er minnstur fjölbreytileiki í íbúasamsetningu. „Þetta gæti verið vísbending um að Harris sé sterkari meðal hvítra kjósenda annars staðar í Bandaríkjunum. Þannig að mögulega kastar hennar framboð öndinni aðeins léttar að sjá þessar tölur.“ Sveifluríkin sjö Bandaríska kosningakerfið virkar þannig að úrslitin ráðast ekki af því hversu mörg atkvæði hvor frambjóðandi fær heldur hversu marga kjörmenn hvor frambjóðandi tryggir sér. Í hverju ríki eru ákveðið margir kjörmenn, sem eru í samræmi við íbúafjölda. Þannig hefur Flórída þrjátíu kjörmenn en Montana fjóra. Þannig eru sum ríki áhrifameiri en önnur. Starfsmenn kjördeildar setja upp kosningabása í íþróttahúsi í MassachusettsAP/Mark Stockwell Nokkuð ljóst er talið miðað við mælingar að Harris gangi að 226 kjörmönnum vísum en Trump 219. Tryggja þarf 270 kjörmenn til sigurs og leika sveifluríkin sjö mikilvægt hlutverk þar. Það eru Michigan, Nevada, Pennsylvanía, Wisconsin, Arizona, Georgía og Norður-Karolína. Mikilvægust er sennilega Pennsylvanía, þar sem eru 19 kjörmenn. Eins og staðan er í dag mælist Trump með eilítið meira fylgi í fjórum af sjö þeirra en það gæti auðveldlega breyst. „Í síðustu viku var ég eiginlega sannfærð um að Trump myndi sigra miðað við hvernig staðan var þá. Eins og staðan er núna er eiginlega bara jafnara en hefur verið. Þau eru hvort um sig með þrjú nokkuð örugg ríki og hnífjöfn í Pennsylvaníu. Ef eitthvað óvænt kemur upp, eins og ef Iowa fer öðru vísi en búist er við, þá gæti Harris allt í einu marið þetta,“ segir Silja Bára. „Svo verður gjarnan, sem maður vanmetur stundum möguleikann á, sveifla í tíðarandanum, sem gerist á lokametrunum. Það er allt innan einnar skekkju að annað þeirra gæti náð stórsigri. Þetta er bara ótrúlega spennandi, maður verður vakandi sennilega langt fram eftir nótt.“ Allt veltur á Pennsylvaníu Harris mun verja deginum í Pennsylvaníu. Harris mun heimsækja verkamannabæi, þar á meðal Allentown og mun svo enda daginn á kosningafundi í Fíladelfíu. Trump heldur fjóra kosningafundi í þremur ríkjum í dag. Hann byrjar á Raleigh í Norður-Karólínu áður en hann fer til Reading og Pittsburgh í Pennsylvaníu. Eins og í hin tvö skiptin sem hann hefur boðið sig fram endar hann kosningabaráttuna með fundi í Grand Rapids í Michigan. „Hvorugt þeirra á raunhæfan möguleika á sigri nema að fá Pennsylvaníu. Demókratar hafa ekki unnið án Pennsylvaníu í einhverja áratugi. Harris veit sem er, þetta er stærsta af sveifluríkjunum og flestir kjörmenn þar þannig að það er skiljanlegt að þau séu að leggja þessa áherslu á það. Fyrir Trump, hann auðvitað sigraði þarna 2016 og tapaði naumlega 2020. Þannig að fyrir hann skiptir örugglega mjög miklu máli að endurheimta ríkið,“ segir Silja Bára. Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna, forsetaefni Demókrata, á kosningafundi í Michigan í gær.AP Photo/Paul Sancya Trump gæti orðið fyrsti forsetinn með dómsmál á bakinu og annar fyrrverandi forsetinn í sögu Bandaríkjanna til að vera kjörinn aftur. Harris gæti orðið fyrsta konan, fyrsta svarta konan og fyrsta manneskjan af suður-asískum uppruna til að gegna embættinu. „Þetta verða sögulegar niðurstöður og svo getum við líka búist við því að þetta verði, eins og var 2020, mjög umdeildar niðurstöður. Framboð beggja aðila eru í startholunum að fara að kæra alls konar atriði sem kunna að koma upp.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira