Telur að aukið vægi tengiflugs muni setja þrýsting á EBIT-hlutfall Icelandair
Þótt sumt vinni með flugfélögunum til skamms tíma, eins og meðal annars lækkandi þotueldsneytisverð, er meiri óvissa um langtímahorfurnar vegna launahækkana og lakari samkeppnisstöðu Íslands, að mati greinanda, sem tekur nokkuð niður verðmat sitt á Icelandair. Útlit er fyrir bætta afkomu á komandi árum, einkum með nýjum og sparneytnari þotum, en aukið vægi tengiflugs þýðir að langtímamarkmið flugfélagsins um átta prósenta EBIT-hlutfall er ekki innan seilingar.
Tengdar fréttir
Umsvifamikill verktaki byggir upp stöðu í Icelandair
Eigandi eins umsvifamesta verktakafyrirtækis landsins, sem hagnaðist um marga milljarða króna á liðnu ári, er kominn í hóp stærri hluthafa Icelandair eftir að hafa byggt upp nærri eins prósenta eignarhlut í flugfélaginu. Hlutabréfaverð Icelandair, sem hefur fallið um meira en sextíu prósent á einu ári, er núna í sögulegri lægð en rekstrarafkoman hefur versnað skarpt samhliða minnkandi eftirspurn í flugferðum til Íslands og lækkandi fargjöldum.