„Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2024 23:17 Ruben Amorim sló á létta strengi á blaðamannafundi fyrir leikinn við Manchester City. Getty/Zed Jameson Ruben Amorim tekur við Manchester United eftir sex daga og hann gerir sér fulla grein fyrir því að væntingar stuðingsmanna gætu orðið mjög miklar takist honum fyrst að fagna sigri gegn Manchester City. Amorim á eftir tvo leiki sem stjóri Sporting Lissabon og sá fyrri er annað kvöld þegar liðið mætir Englandsmeisturum Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Ljóst er að það myndi gleðja stuðningsmenn United að sjá nýja stjórann hafa betur gegn erkifjendum þeirra í City-liðinu, og væntingarnar gætu aukist gagnvart þessum 39 ára Portúgala sem er sjötti knattspyrnustjóri United frá því að hinn sigursæli Sir Alex Ferguson hætti árið 2013. „Ég hugsa ekkert út í það [að væntingar United-stuðningsmanna gætu aukist með sigri gegn City]. Ég einbeiti mér bara að því að vinna leikinn með Sporting. Ef úrslitin yrðu neikvæð þá myndu væntingarnar til mín minnka, en ef við vinnum á morgun myndu þeir halda að ég væri nýr Ferguson. Það yrði mjög erfitt að standa undir því,“ grínaðist Amorim á blaðamannafundi. Það má þó segja að á vissan hátt standi hann í svipuðum sporum og Ferguson gerði árið 1986, þegar hann tók við United, sé horft til stöðu United í deildinni og þess að hvor um sig hafði aðeins þjálfað í heimalandi sínu. In 1986 Man United had just 12 points after 10 league games and decided to hire Alex Ferguson who had only managed in Scotland.In 2024 Man United have just 12 points after 10 league games and have hired Reuben Amorim who has only managed in Portugal. pic.twitter.com/w98V3hCueD— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 4, 2024 Besta og versta vika ævinnar United rak Erik ten Hag fyrir viku síðan og á meðan að Amorim lýkur sínum skyldum hjá Sporting þá stýrir Ruud van Nistelrooy United-liðinu. Það mætir næst PAOK frá Grikklandi í Evrópudeildinni á fimmtudaginn og svo Leicester um helgina, áður en Amorim tekur við um leið og landsleikjahlé hefst. Hann stýrir Sporting gegn Braga um helgina en fyrsti leikur hans með United verður gegn Ipswich á útivelli 24. nóvember. Amorim segir síðustu viku hafa verið mjög erfiða. „Þetta var versta og besta vika ævi minnar. Ég veit ekki hvernig ég gæti útskýrt þetta öðruvísi. Þetta er mjög erfitt því ég er að yfirgefa mjög góðan stað en ég er líka að fara til eins besta félags í heimi. Þetta er alveg búið að vera erfitt en svoleiðis er það bara,“ sagði Amorim í viðtali við TNT Sport. Enski boltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Sjá meira
Amorim á eftir tvo leiki sem stjóri Sporting Lissabon og sá fyrri er annað kvöld þegar liðið mætir Englandsmeisturum Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Ljóst er að það myndi gleðja stuðningsmenn United að sjá nýja stjórann hafa betur gegn erkifjendum þeirra í City-liðinu, og væntingarnar gætu aukist gagnvart þessum 39 ára Portúgala sem er sjötti knattspyrnustjóri United frá því að hinn sigursæli Sir Alex Ferguson hætti árið 2013. „Ég hugsa ekkert út í það [að væntingar United-stuðningsmanna gætu aukist með sigri gegn City]. Ég einbeiti mér bara að því að vinna leikinn með Sporting. Ef úrslitin yrðu neikvæð þá myndu væntingarnar til mín minnka, en ef við vinnum á morgun myndu þeir halda að ég væri nýr Ferguson. Það yrði mjög erfitt að standa undir því,“ grínaðist Amorim á blaðamannafundi. Það má þó segja að á vissan hátt standi hann í svipuðum sporum og Ferguson gerði árið 1986, þegar hann tók við United, sé horft til stöðu United í deildinni og þess að hvor um sig hafði aðeins þjálfað í heimalandi sínu. In 1986 Man United had just 12 points after 10 league games and decided to hire Alex Ferguson who had only managed in Scotland.In 2024 Man United have just 12 points after 10 league games and have hired Reuben Amorim who has only managed in Portugal. pic.twitter.com/w98V3hCueD— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 4, 2024 Besta og versta vika ævinnar United rak Erik ten Hag fyrir viku síðan og á meðan að Amorim lýkur sínum skyldum hjá Sporting þá stýrir Ruud van Nistelrooy United-liðinu. Það mætir næst PAOK frá Grikklandi í Evrópudeildinni á fimmtudaginn og svo Leicester um helgina, áður en Amorim tekur við um leið og landsleikjahlé hefst. Hann stýrir Sporting gegn Braga um helgina en fyrsti leikur hans með United verður gegn Ipswich á útivelli 24. nóvember. Amorim segir síðustu viku hafa verið mjög erfiða. „Þetta var versta og besta vika ævi minnar. Ég veit ekki hvernig ég gæti útskýrt þetta öðruvísi. Þetta er mjög erfitt því ég er að yfirgefa mjög góðan stað en ég er líka að fara til eins besta félags í heimi. Þetta er alveg búið að vera erfitt en svoleiðis er það bara,“ sagði Amorim í viðtali við TNT Sport.
Enski boltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Sjá meira