Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2024 07:01 Þórir Hergeirsson kallar skipanir á HM 2017 - mótinu þar sem hann varð fyrir mestum vonbrigðum með sína leikmenn. Getty/Oliver Hardt Það styttist í að Þórir Hergeirsson láti af störfum sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta. Árangurinn hefur verið stórkostlegur en einu sinni varð Þórir fyrir miklum vonbrigðum með sína leikmenn. Þórir hættir með Noreg eftir Evrópumótið sem hefst í lok þessa mánaðar. Á fimmtán árum sem aðalþjálfari Noregs hefur liðið sextán sinnum unnið til verðlauna á stórmóti, nú síðast Ólympíumeistaratitil í París í sumar. Þórir segir sínar konur hins vegar einu sinni hafa „fallið á prófinu“, og á þá ekki við hvað árangur varðar heldur með hegðun sinni gagnvart mótherjunum. Það var á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi árið 2017. Þær norsku mættu sigurstranglegar á mótið og komust með sannfærandi hætti í úrslitaleikinn, en töpuðu þar í spennuleik gegn Frökkum, 23-21. Vonbrigðin voru mikil og tárin runnu hjá leikmönnum norska liðsins, en Þórir segir að þarna hafi þeir farið gegn gildum norska handknattleikssambandsins. „Þarna fannst mér við falla á prófinu,“ sagði Þórir við NRK í gær. Tárin streymdu hjá leikmönnum norska liðsins eftir tapið í úrslitaleik HM 2017. En Þórir segir ekki boðlegt að leikmenn sýni mótherjum sínum ekki virðingu í verðlaunaafhendingu.Getty/Axel Heimken „Frakkland vann því liðið var betra en við, og við áttum skilið að tapa. Eftir leikinn voru auðvitað vonbrigði og miklar tilfinningar. Ef maður skoðar myndir frá verðlaunaafhendingunni þá var framkoma okkar ekki samkvæmt gildum okkar. Þetta átti ekki við um þær allar en margar. Við heiðruðum ekki liðið sem vann og bárum ekki virðingu fyrir því að þær voru betri en við,“ sagði Þórir. Hann var ekki einn um að verða fyrir vonbrigðum með framkomu norska liðsins því franska stjarnan Alexandra Lacrabere kvartaði til að mynda undan skorti á virðingu frá norsku leikmönnunum, og sagði það væri „dásamlegt að sjá Noru Mörk gráta“. Franska liðið fagnaði heimsmeistaratitlinum innilega 2017, eftir sigurinn gegn Noregi.Getty/Axel Heimken Þórir sá til þess að leikmenn lærðu sína lexíu og færu eftir sínum gildum, sem meðal annars segja að leikmenn eigi að sýna heiðarleika og virðingu gagnvart andstæðingum sínum. „Við unnum með þetta eftir á. Við tókum á þessu og notuðum myndir til að sýna dæmi. Það er í lagi að vera leiður, og það er í lagi að vera vonsvikinn. Það er meira að segja í lagi að verða pirraður. En þegar maður fer og tekur við verðlaununum þá sýnir maður sigurvegaranum virðingu. Og maður getur sett upp smá bros, jafnvel þó að það sé ekki alvöru bros,“ sagði Þórir. Hann segir leikmenn hafa brugðist vel við og staðið við gildin eftir þetta. „Þegar allt gengur vel þá er auðvelt að standa við gildin. En þegar það gengur ekki eins vel þá reynir á fólk. Við erum bara mannleg. Stundum bregðumst við rétt við og stundum rangt við. Árið 2017 gerðum við mistök en mér fannst við komast fljótt á réttan kjöl.“ Handbolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Sjá meira
Þórir hættir með Noreg eftir Evrópumótið sem hefst í lok þessa mánaðar. Á fimmtán árum sem aðalþjálfari Noregs hefur liðið sextán sinnum unnið til verðlauna á stórmóti, nú síðast Ólympíumeistaratitil í París í sumar. Þórir segir sínar konur hins vegar einu sinni hafa „fallið á prófinu“, og á þá ekki við hvað árangur varðar heldur með hegðun sinni gagnvart mótherjunum. Það var á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi árið 2017. Þær norsku mættu sigurstranglegar á mótið og komust með sannfærandi hætti í úrslitaleikinn, en töpuðu þar í spennuleik gegn Frökkum, 23-21. Vonbrigðin voru mikil og tárin runnu hjá leikmönnum norska liðsins, en Þórir segir að þarna hafi þeir farið gegn gildum norska handknattleikssambandsins. „Þarna fannst mér við falla á prófinu,“ sagði Þórir við NRK í gær. Tárin streymdu hjá leikmönnum norska liðsins eftir tapið í úrslitaleik HM 2017. En Þórir segir ekki boðlegt að leikmenn sýni mótherjum sínum ekki virðingu í verðlaunaafhendingu.Getty/Axel Heimken „Frakkland vann því liðið var betra en við, og við áttum skilið að tapa. Eftir leikinn voru auðvitað vonbrigði og miklar tilfinningar. Ef maður skoðar myndir frá verðlaunaafhendingunni þá var framkoma okkar ekki samkvæmt gildum okkar. Þetta átti ekki við um þær allar en margar. Við heiðruðum ekki liðið sem vann og bárum ekki virðingu fyrir því að þær voru betri en við,“ sagði Þórir. Hann var ekki einn um að verða fyrir vonbrigðum með framkomu norska liðsins því franska stjarnan Alexandra Lacrabere kvartaði til að mynda undan skorti á virðingu frá norsku leikmönnunum, og sagði það væri „dásamlegt að sjá Noru Mörk gráta“. Franska liðið fagnaði heimsmeistaratitlinum innilega 2017, eftir sigurinn gegn Noregi.Getty/Axel Heimken Þórir sá til þess að leikmenn lærðu sína lexíu og færu eftir sínum gildum, sem meðal annars segja að leikmenn eigi að sýna heiðarleika og virðingu gagnvart andstæðingum sínum. „Við unnum með þetta eftir á. Við tókum á þessu og notuðum myndir til að sýna dæmi. Það er í lagi að vera leiður, og það er í lagi að vera vonsvikinn. Það er meira að segja í lagi að verða pirraður. En þegar maður fer og tekur við verðlaununum þá sýnir maður sigurvegaranum virðingu. Og maður getur sett upp smá bros, jafnvel þó að það sé ekki alvöru bros,“ sagði Þórir. Hann segir leikmenn hafa brugðist vel við og staðið við gildin eftir þetta. „Þegar allt gengur vel þá er auðvelt að standa við gildin. En þegar það gengur ekki eins vel þá reynir á fólk. Við erum bara mannleg. Stundum bregðumst við rétt við og stundum rangt við. Árið 2017 gerðum við mistök en mér fannst við komast fljótt á réttan kjöl.“
Handbolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Sjá meira