„Ég er miklu oftar gröð en hann“ Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 20:02 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Spurning barst frá lesenda: „Hvernig er best að tækla það að vera með ólíkar þarfir í kynlífi. Er búin að vera með manni í fimm mánuði og ég er miklu oftar gröð en hann. Ég upplifi höfnun og hann upplifir að hann sé ekki að standa sig. Sambandið er svo nýtt og mér þætti eðlilegast að stunda fullt af kynlífi. En hann hefur ekki þörf eða löngun eins og ég. Höfum rætt opið um þetta en ekkert breytist,“ - 47 ára kona. Langflestar spurningar sem ég fæ snúast um það þegar par finnur fyrir mismikilli kynlöngun eða hefur mismikinn áhuga á því að stunda kynlíf. Þetta er einnig algengasti vandinn sem leiðir pör í kynlífsráðgjöf. Ólík kynlöngun er eðlileg. Það er sjaldan þannig að við finnum maka sem hefur nákvæmlega sömu kynlöngun og við! Jafnvel fyrir pör sem hafa oftast verið sátt með kynlífið er algengt að þau upplifi mismikla löngun á einhverjum tímapunkti. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Það er algengt að pör finni fyrir mismikilli kynlöngun.Vísir/Getty Þar sem ég hef ekki miklar upplýsingar um þetta tiltekna par þá leyfi ég mér að svara þessari spurningu meira almennt. Eitt það fyrsta sem er gott að skoða er tíðnin. Hversu oft eru þið að stunda kynlíf? Ef annar aðilinn vill stunda kynlíf daglega eða oft á dag þá getur það verið óraunhæft ef hinn aðilinn vill stunda kynlíf einu sinni í viku. Hvernig túlkar þú þessa ólíku löngun í kynlíf? Gryfjan sem við dettum alltof oft í er að við förum að lesa í minni kynlöngun maka á þann veg að þau séu minna skotin í okkur eða að við séum ekki nægilega aðlaðandi. Það er í alvörunni þannig að þú getur elskað maka þinn mjög heitt og verið mjög hrifinn af viðkomandi en samt átt erfitt með kynlöngun. Það er mikilvægt að taka pressuna af kynlífi. Ef við förum að kvíða fyrir viðbrögðunum sem koma þegar við afþökkum kynlíf getur það leitt til þess að við forðumst nánd og kynlíf enn frekar. Síðan er gott að spyrja sig: „af hverju stunda ég kynlíf?” Fyrir sum snýst kynlíf mest um að losa spennu eða greddu. Sum sækja mest í unað og njóta þess að gæla við maka. Önnur eru að sækja í nánd, bæði líkamlega en ekki síður tilfinningalega. Það er mjög mikilvægt að kunna fleiri leiðir til að sækja í nánd hjá maka. Reynið að auka kúr, snertingu, heita kossa og samtöl sem auka tengingu og nánd. Hægt er að losa spennu með sjálfsfróun eða með því að fróa sér saman. Sum pör fara þá leið að opna sambandið eða búa til fyrirkomulag sem hentar þeim. Ein frábær bók sem skoðar m.a. ólíka löngun í kynlíf er Come As You Are eftir Emily Nagoski View this post on Instagram A post shared by Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir (@aldisthorbjorg) Almennt er algengt að pör ræði ekki þennan vanda! Því jú okkur finnst flestum frekar erfitt að tala um kynlíf. Ef ekki er unnið með þessa dýnamík er algengt að sá sem vill oftar stunda kynlíf byrji að finna fyrir höfnun. Sá sem er minna til í kynlíf fer að passa sig extra vel að gefa ekki óvart undir fótinn og forðast þá oft alla nánd. Viðkomandi finnur oft fyrir skömm eða sektarkennd. Með tímanum fara jafnvel hugsanir að læðast að viðkomandi um að eitthvað sé að þeim. Ef við ræðum ekki málin getur þetta ástand orðið ansi sárt! Það er mikilvægt að geta rætt hlutina.Vísir/Getty En hvað getur haft áhrif á kynlöngun? Ansi margt! Sumt tengist mismunandi æviskeiðum má þar nefna barneignir eða breytingaskeiðið, og jú, karlar fara líka í gegnum breytingaskeið! Annað er alveg óháð aldri. Til að mynda eru geðraskanir, sum lyf, slök líkamsímynd, erfiðleikar í parasambandinu, líkamlegir verkir/sjúkdómar, streita eða áföll ansi líkleg til að hafa áhrif á kynlöngun. En hvernig má auka kynlöngun? Ef þú stundar eingöngu kynlíf fyrir maka eða af því að það eru liðnir X margir dagar frá síðasta skipti.. þá væri gott að staldra við og skoða hvort þú viljir frekar nálgast kynlíf út frá unaði. Er kynlífið sem þið stundið unaðslegt? Hverju mætti breyta eða bæta við svo það sé öruggt að kynlífið sem þú ert að stunda sé kynlíf sem er þess virði að stunda! Fleira sem skiptir máli: Það að huga vel að sál og líkama er gott fyrir kynheilsuna! Að draga úr streitu, stunda reglulega hreyfingu, borða fjölbreytt og hollt! Hljómar ekki eins og ráð frá kynlífsráðgjafa en allt þetta getur skipt máli! Passaðu að leggja rækt við þig fyrir utan sambandið þitt, gefðu þér tíma fyrir áhugamál og vini. Algjört lykilatriði er að kveikja á þér fyrir þig! Hvað kveikir í þér? Hvað slekkur á þér? Gerðu meira af því sem kveikir á þinni kynlöngun og reyndu að draga úr því sem slekkur á henni! Það er ekkert eitt ráð sem virkar fyrir okkur öll. En það er skemmtilegt ferðalag að finna út úr því hvað eykur löngun og unað! Gangi ykkur vel <3 Kynlíf Kynlífið með Aldísi Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Langflestar spurningar sem ég fæ snúast um það þegar par finnur fyrir mismikilli kynlöngun eða hefur mismikinn áhuga á því að stunda kynlíf. Þetta er einnig algengasti vandinn sem leiðir pör í kynlífsráðgjöf. Ólík kynlöngun er eðlileg. Það er sjaldan þannig að við finnum maka sem hefur nákvæmlega sömu kynlöngun og við! Jafnvel fyrir pör sem hafa oftast verið sátt með kynlífið er algengt að þau upplifi mismikla löngun á einhverjum tímapunkti. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Það er algengt að pör finni fyrir mismikilli kynlöngun.Vísir/Getty Þar sem ég hef ekki miklar upplýsingar um þetta tiltekna par þá leyfi ég mér að svara þessari spurningu meira almennt. Eitt það fyrsta sem er gott að skoða er tíðnin. Hversu oft eru þið að stunda kynlíf? Ef annar aðilinn vill stunda kynlíf daglega eða oft á dag þá getur það verið óraunhæft ef hinn aðilinn vill stunda kynlíf einu sinni í viku. Hvernig túlkar þú þessa ólíku löngun í kynlíf? Gryfjan sem við dettum alltof oft í er að við förum að lesa í minni kynlöngun maka á þann veg að þau séu minna skotin í okkur eða að við séum ekki nægilega aðlaðandi. Það er í alvörunni þannig að þú getur elskað maka þinn mjög heitt og verið mjög hrifinn af viðkomandi en samt átt erfitt með kynlöngun. Það er mikilvægt að taka pressuna af kynlífi. Ef við förum að kvíða fyrir viðbrögðunum sem koma þegar við afþökkum kynlíf getur það leitt til þess að við forðumst nánd og kynlíf enn frekar. Síðan er gott að spyrja sig: „af hverju stunda ég kynlíf?” Fyrir sum snýst kynlíf mest um að losa spennu eða greddu. Sum sækja mest í unað og njóta þess að gæla við maka. Önnur eru að sækja í nánd, bæði líkamlega en ekki síður tilfinningalega. Það er mjög mikilvægt að kunna fleiri leiðir til að sækja í nánd hjá maka. Reynið að auka kúr, snertingu, heita kossa og samtöl sem auka tengingu og nánd. Hægt er að losa spennu með sjálfsfróun eða með því að fróa sér saman. Sum pör fara þá leið að opna sambandið eða búa til fyrirkomulag sem hentar þeim. Ein frábær bók sem skoðar m.a. ólíka löngun í kynlíf er Come As You Are eftir Emily Nagoski View this post on Instagram A post shared by Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir (@aldisthorbjorg) Almennt er algengt að pör ræði ekki þennan vanda! Því jú okkur finnst flestum frekar erfitt að tala um kynlíf. Ef ekki er unnið með þessa dýnamík er algengt að sá sem vill oftar stunda kynlíf byrji að finna fyrir höfnun. Sá sem er minna til í kynlíf fer að passa sig extra vel að gefa ekki óvart undir fótinn og forðast þá oft alla nánd. Viðkomandi finnur oft fyrir skömm eða sektarkennd. Með tímanum fara jafnvel hugsanir að læðast að viðkomandi um að eitthvað sé að þeim. Ef við ræðum ekki málin getur þetta ástand orðið ansi sárt! Það er mikilvægt að geta rætt hlutina.Vísir/Getty En hvað getur haft áhrif á kynlöngun? Ansi margt! Sumt tengist mismunandi æviskeiðum má þar nefna barneignir eða breytingaskeiðið, og jú, karlar fara líka í gegnum breytingaskeið! Annað er alveg óháð aldri. Til að mynda eru geðraskanir, sum lyf, slök líkamsímynd, erfiðleikar í parasambandinu, líkamlegir verkir/sjúkdómar, streita eða áföll ansi líkleg til að hafa áhrif á kynlöngun. En hvernig má auka kynlöngun? Ef þú stundar eingöngu kynlíf fyrir maka eða af því að það eru liðnir X margir dagar frá síðasta skipti.. þá væri gott að staldra við og skoða hvort þú viljir frekar nálgast kynlíf út frá unaði. Er kynlífið sem þið stundið unaðslegt? Hverju mætti breyta eða bæta við svo það sé öruggt að kynlífið sem þú ert að stunda sé kynlíf sem er þess virði að stunda! Fleira sem skiptir máli: Það að huga vel að sál og líkama er gott fyrir kynheilsuna! Að draga úr streitu, stunda reglulega hreyfingu, borða fjölbreytt og hollt! Hljómar ekki eins og ráð frá kynlífsráðgjafa en allt þetta getur skipt máli! Passaðu að leggja rækt við þig fyrir utan sambandið þitt, gefðu þér tíma fyrir áhugamál og vini. Algjört lykilatriði er að kveikja á þér fyrir þig! Hvað kveikir í þér? Hvað slekkur á þér? Gerðu meira af því sem kveikir á þinni kynlöngun og reyndu að draga úr því sem slekkur á henni! Það er ekkert eitt ráð sem virkar fyrir okkur öll. En það er skemmtilegt ferðalag að finna út úr því hvað eykur löngun og unað! Gangi ykkur vel <3
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni.
Kynlíf Kynlífið með Aldísi Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira