Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar 6. nóvember 2024 08:47 Af hverju hræðast Bjarni og Simmi mannréttindi svona mikið? Það var sérkennilegt sjónarspil þegar Bjarni stóð og skar í grasker á meðan hann ávarpaði þjóðina, líkt og graskersins helsta erindi væri að vara okkur við vinstristjórn, sem hann leiddi að væri fjandafylking lýðveldisins. Þar sást glöggt hvernig stefna Bjarna og Simma í réttindamálum okkar viðkvæmasta hóps er ískyggilega lík innvolsi graskersins sjálfs – hol og hálftómt, en vandlega falið í gylltri skel. Við eigum þá að trúa því, kæru landsmenn, að réttindamál séu varhugaverð og að öruggasta leiðin sé að tefja þau eins lengi og hægt er, eins og framtíðarlausnir séu best geymdar í bið. Því samkvæmt þessari stefnu er fátt hættulegra en fullnægt réttlæti. Og nú, þegar líður að kosningum, virðist sem þessir herrar vilji síður reisa Mannréttindastofnun heldur en standa í pólitískri keppni, þar sem réttindi verða að skrautfjöðrum í framboðsræðunum. En á meðan Mannréttindastofnunin er látin sitja á hakanum, er staðan grafalvarleg fyrir fatlað fólk. Nú hefur öllum starfsmönnum Réttindagæslu fatlaðs fólks verið sagt upp störfum, og eftir áramót mun enginn sinna þessum mikilvægu málum. Hvað verður þá um skjöld og sverð fatlaðs fólks, þessa fjórtán ára reynslu sem hingað til hefur varið þá sem minnst mega sín, eins og rannsóknir Háskóla Íslands hafa sýnt svo skýrt? Kannski eru hugmyndir um réttindagæslu fyrir Bjarna og Simma sem þyrnir í augum, verkefni sem helst má geyma á bið, fjarri allri umræðu, án stjórnunar og án stöðugilda, því slík fyrirhyggja og fjármögnun kæmi þá ekki vinum og vandamönnum til góða. Eða telja þeir ef til vill að biðtrygging á pappír sé nægjanleg? Að réttindi hinna veikburða þurfi ekki meira en hólmgefið loforð sem enginn stendur vörð um? Og nú, þegar örfáar vikur eru til áramóta, rétt áður en vetrarstormarnir herja á landið, vita Bjarni og Simmi að þjóðin býður spennt eftir frekari „loforðum“ um réttindagæslu, en enn hefur engin áætlun verið lögð fram. Já, það eru sérstakir stjórnarhættir, þar sem Mannréttindastofnun er samtímis til staðar og ekki til staðar – þannig getur enginn verið óánægður, svona rétt fyrir kosningar. En þegar hin raunverulega stofnun loks rís upp, verður hún þá varinn staður fyrir réttindi allra, eða einföld skrautskál í sögubókum? Mun góðmennska Bjarna og Simma streyma eins og hreint fjallavatn yfir fatlað fólk landsins, og mun það brosandi þakka þeim fyrir? Eða verður þessi sýndargjörningur einfaldlega ný leið til að tryggja að réttindi hinna veikburða verði lokuð inni í myrkri stjórnsýslunnar, án sverðs eða skjaldar? Hvernig eigum vér að trúa þessum herrum, sem alla sína daga við völd hafa eigi annað gjört en lagt sitt fram til niðurrifs kerfisins? Menntun drengjanna hrörnar, sú er áður var þjóðinni til sóma, brotin niður svo sjálfar Pisa kannanirnar kveða upp sinn óvægna dóm. Heilbrigðiskerfið liggur í láginni, og varla sjáanlegur læknir fyrr en skaðinn er skeður og svo er viðtaka erlendra samborgara okkar er komin í þrot. Svo eru það mannréttindin, mannréttindi á undanhaldi og í niðurníðslu, frá því að Réttindagæsla fatlaðs fólks var leyst upp með lögum landsherranna í sumar, líkt og stéttarfélag launamannsins væri afnumið á ögurstundu þar sem ekkert plan er um næstu skref. Já, kæru landsmenn, hver á nú síðasta orðið? Eru þetta mannréttindi þeirra Simma og Bjarna, mannréttindi á bið, rétt eins og grasker á gluggakistunni, sem bíður hljótt eftir að verða úti í næsta frosti. Höfundur er fötluð kona og námsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mannréttindi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Af hverju hræðast Bjarni og Simmi mannréttindi svona mikið? Það var sérkennilegt sjónarspil þegar Bjarni stóð og skar í grasker á meðan hann ávarpaði þjóðina, líkt og graskersins helsta erindi væri að vara okkur við vinstristjórn, sem hann leiddi að væri fjandafylking lýðveldisins. Þar sást glöggt hvernig stefna Bjarna og Simma í réttindamálum okkar viðkvæmasta hóps er ískyggilega lík innvolsi graskersins sjálfs – hol og hálftómt, en vandlega falið í gylltri skel. Við eigum þá að trúa því, kæru landsmenn, að réttindamál séu varhugaverð og að öruggasta leiðin sé að tefja þau eins lengi og hægt er, eins og framtíðarlausnir séu best geymdar í bið. Því samkvæmt þessari stefnu er fátt hættulegra en fullnægt réttlæti. Og nú, þegar líður að kosningum, virðist sem þessir herrar vilji síður reisa Mannréttindastofnun heldur en standa í pólitískri keppni, þar sem réttindi verða að skrautfjöðrum í framboðsræðunum. En á meðan Mannréttindastofnunin er látin sitja á hakanum, er staðan grafalvarleg fyrir fatlað fólk. Nú hefur öllum starfsmönnum Réttindagæslu fatlaðs fólks verið sagt upp störfum, og eftir áramót mun enginn sinna þessum mikilvægu málum. Hvað verður þá um skjöld og sverð fatlaðs fólks, þessa fjórtán ára reynslu sem hingað til hefur varið þá sem minnst mega sín, eins og rannsóknir Háskóla Íslands hafa sýnt svo skýrt? Kannski eru hugmyndir um réttindagæslu fyrir Bjarna og Simma sem þyrnir í augum, verkefni sem helst má geyma á bið, fjarri allri umræðu, án stjórnunar og án stöðugilda, því slík fyrirhyggja og fjármögnun kæmi þá ekki vinum og vandamönnum til góða. Eða telja þeir ef til vill að biðtrygging á pappír sé nægjanleg? Að réttindi hinna veikburða þurfi ekki meira en hólmgefið loforð sem enginn stendur vörð um? Og nú, þegar örfáar vikur eru til áramóta, rétt áður en vetrarstormarnir herja á landið, vita Bjarni og Simmi að þjóðin býður spennt eftir frekari „loforðum“ um réttindagæslu, en enn hefur engin áætlun verið lögð fram. Já, það eru sérstakir stjórnarhættir, þar sem Mannréttindastofnun er samtímis til staðar og ekki til staðar – þannig getur enginn verið óánægður, svona rétt fyrir kosningar. En þegar hin raunverulega stofnun loks rís upp, verður hún þá varinn staður fyrir réttindi allra, eða einföld skrautskál í sögubókum? Mun góðmennska Bjarna og Simma streyma eins og hreint fjallavatn yfir fatlað fólk landsins, og mun það brosandi þakka þeim fyrir? Eða verður þessi sýndargjörningur einfaldlega ný leið til að tryggja að réttindi hinna veikburða verði lokuð inni í myrkri stjórnsýslunnar, án sverðs eða skjaldar? Hvernig eigum vér að trúa þessum herrum, sem alla sína daga við völd hafa eigi annað gjört en lagt sitt fram til niðurrifs kerfisins? Menntun drengjanna hrörnar, sú er áður var þjóðinni til sóma, brotin niður svo sjálfar Pisa kannanirnar kveða upp sinn óvægna dóm. Heilbrigðiskerfið liggur í láginni, og varla sjáanlegur læknir fyrr en skaðinn er skeður og svo er viðtaka erlendra samborgara okkar er komin í þrot. Svo eru það mannréttindin, mannréttindi á undanhaldi og í niðurníðslu, frá því að Réttindagæsla fatlaðs fólks var leyst upp með lögum landsherranna í sumar, líkt og stéttarfélag launamannsins væri afnumið á ögurstundu þar sem ekkert plan er um næstu skref. Já, kæru landsmenn, hver á nú síðasta orðið? Eru þetta mannréttindi þeirra Simma og Bjarna, mannréttindi á bið, rétt eins og grasker á gluggakistunni, sem bíður hljótt eftir að verða úti í næsta frosti. Höfundur er fötluð kona og námsráðgjafi.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun